Monday, 4 December 2006

Á leið til LA. Auf dem weg nach LA.


Hallochen! Það eru komnar inn nýjar myndir! Júhú!
Nú erum við stödd í Monterey sem er á higway 1 sem liggur meðfram strandlengjunni á milli San Fran og LA. Tad er mjög fyndið hvað veðrið verður alltaf betra og betra eftir því lengra sem við keyrum. Mér er búið að vera svo kalt í San Fran og keypti vettlinga og húfu bara til að meika daginn. Svo tróð ég mér í öll föt sem hugsanlega gáfu hlýju. Í gær sat ég í allt of stórri úlpu af Peter, með húfu, vettlinga og sólgleraugu og beið eftir Peter á bekk. Hann gerði sér svo lítið fyrir og labbaði framhjá mér því hann hélt að ég væri flækingur!! Verð greinilega að fá mér stílista í LA.
Anyways þá er gaman að segja frá því að við höfum hitt margt skemmtilegt fólk hingað til.
Í flugvélinni á leiðinni til London var ég vakandi í mjög stuttann tíma en náði þó að kynnast sessunaut mínum sem að var maður frá Indlandi en búsettur á Íslandi. Hann var á leiðinni til Indlands í brúðkaup sonar síns, sem hann svo bauð okkur að koma í. En því miður förum við ekki til Indlands fyrr en í mars. Hefði verið ótrúlega spennandi að lenda í 2-3ja daga brúðkaupi.
Í San Fran gistum við á Hosteli niðrí bæ. Við vorum búin að lesa að það væri staðsett VIÐ slæmt hverfi, svo kom í ljós það var staðsett Í slæma hverfinu. Þegar við komum af flugvellinum tókum við undergoundið niður í bæ og löbbuðum svo á Hostelið. Það var líf og fjör á götunum, ljós útum allt og komið myrkur. Allt í einu breyttist umhverfið svo fljótt að við héldum að við værum komin í bíómynd. Allt í myrkri, heimilislausir meðfram öllum veggjum, innkaupakörfur með aleigunni þeirra, hópar af fólki að díla dóp og bara allt í volli. Þá var nú gaman að vera ljóshærður með bakpoka! En þetta var ekkert mál, við keyptum bara nokkur grömm af krakki og féllum þá strax í hópinn! En Hostelið var svo mjög fínt sérstaklega þar sem gluggarnir voru svo þunnir að ég hélt alltaf að þeir væru opnir. Þetta gerði það að verkum að við heyrðum allt af götunni og í nótt vaknaði ég þegar karl og kona voru að rífast. Samantekt á rifrildinu: You stole my shit! Give me my stuff back. Shut up you b....tch, or else I´ll kill you! óggislega spennandi! En hann drap hana svo ekkert.
Jæja, ætla að chilla hérna á mótelinu sem heitir Casa Verde Inn. Ætlum að vakna mjög snemma og crúsa til LA á jeppanum sem að við fengum í stað minnsta bílsins. Gaman að því. Rock on!

Hallo, wir sind gerade in einer kleinern Stadt Namens Montero am Highway 1 zwischen San Fran und LA angekommen.
Und je suedlicher wir kommen desto waermer wird es. In San Fran hat sich Linda eine Muetze und Handschuhe kaufen muessen, Doch hier nahe Del Monte haben wir ueber 20 Grad. Solche Temperaturen hatten wir vielleicht 2 oder 3mal letzten Sommer.
In San Franzisko haben wir in einem Hostel uebernachtet. Die Unterkunft war super, wir waren auch nahe am Zentrum. Und auf dem Weg dorthin sind wir durch belebte Strassen, an super Hotels, Geschaeften,... vorbeigegangen. Doch je naeher wir zu unserem Unterschlupf gekommen sind, desto dunkler sind die Strassen geworden, und bei weniger Licht schlaeft es sich natuerlich auch besser auf der Strasse, und es ist einfacher Drogen zu verkaufen. Also Ideal um spaet Abends mit einer Strassenkarte, Rucksack und einer kleinen Blondiene durch die Strassen zu wandern.
An die ganze Zeitumstellung haben wir uns auch noch nicht ganz dran gewoehnt, sind ja auch 8 Stunden. Wir schlafen nie laenger als bis 4 Uhr.
Aber das wird dann schon werden. Doch morgen wollen wir schon frueh los, denn von hier bis LA dauert es auf dem highway 1 ganze 10 Stunden. Und wir wollen ja nicht nur im Auto sitzen.
bis zum naechstenmal

7 comments:

Anonymous said...

Þið eruð snillingar, frábært að sjá myndirnar og lesa um afrek ykkar. Þetta verður örugglega allt skemmtilegra þegar þið eruð á krakki í þokkabót...hehe.
Hilsen frá Horsens.
P.s. Björgvin Franz er með lungnabólgu og fékk lyf í dag.

Anonymous said...

Vá, vá, flottar myndir og allt svo spennandi. Þú lítur nú ekki út eins og flækingur sæta mín. Var að lesa upphátt fyrir Magga, bíðum spennt eftir næstu kvöld sögu. Bæjó Anna Svava

Anonymous said...

Jæja, 4 sinn sem ég kíki og ekkert nýtt er komið. Ekki mikill áhugi á lærdómnum greinilega hjá mér. Var að koma heim af sýningu. Bíð spennt eftir fréttum frá ykkur. Ætla síðan að baka á mánudaginn. Gaman gaman.
ask

Anonymous said...

Thid erud svo saet baedi tvo. Mer finnst svo gaman ad thid seud ad gera thetta. Thad tala allir um ad their vilji fara i svona ferd, en enginn gerir thad. Thid erud einstok. Takk fyrir ad lata drauma okkar allra raetast.
Eva i Amerikunni sem er ad frjosa ur kulda i thviliku frosti og allt a kafi i snjo.

Anonymous said...

Jææææja, er ekkert netsamband þarna í Ameríkunni?? Talaði við mömmu og Palla í gær og þau voru farin að hafa áhyggjur af ykkur. Hlakka til að vita hvernig krakkið er á Hawai...hehe.
Lísa og co.

Anonymous said...

Þið eigið bara eftir að verða heppnari með gistinu í sófanum (á strætóbekknum hjá einhverjum) hehe -- Það er gaman af ykkur, og verið rosadugleg að skirfa. Hlakka til að fylgjast með ykkur í hnattferðinni.

Komin í jólaskap búin að taka upp slatta af skrauti, búin að baka piparkökur og svo eru það Sörurnar á morgun.

Kveðja úr Hafnarfirðinum Rakel, Konni og Flóki

Anonymous said...

Independent [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invoice[/url] software, inventory software and billing software to design masterly invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.