Tuesday 24 April 2007

Home, sweet home!

Þá er komið að því að fytja endanlega inn í íbúðina aftur. Þetta er líka komið gott, 6 mánuðir í ferðatösku/bakpoka er fínt. Ætli maður fái ekki víðáttu brjálæði eða einhverskonar brjálæði þegar maður flytur inn í svona mikið pláss á ný. En Adam verður nú ekki lengi í paradís því Andy flytur inn til okkar í byrjuna maí. Vei, alveg heilir 6 dagar sem við verðum í normal lífi.

Jibbý, Eva mín er að koma eftir 3 daga. Get ekki beðið eftir að hitta þig, enda er maður ekki heil manneskja án umbans. Ég er með nokkur gigg í gangi Eva mín sem þú þarft að fara yfir fyrir mig. Ég gaf Flóka Joe Boxer náttföt í afmælisgjöf og Rakel heimtaði catwalkið í miðju barnaafmæli. Ekki gat maður nú neitað því, en ég rukkaði ekkert fyrir það. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína! Hahahah.

Hilsen

Saturday 21 April 2007

Þetta er allt að koma..

Já, lífið púslast saman, smátt og smátt. Stundum langar mér bara að selja allt og fara aftur af stað. Peter greyið er alveg að gefast upp á mér. Hann er annars kominn heim kallinn, svartur að vanda.

Við áttum ansi skemmtilegt samtal í gegnum webcam nokkru áður en hann kom heim. Þetta byrjaði allt á léttu nótunum um hvernig væri á skíðum og hvernig mér liði í öxlinni.
Svo byrjaði ég að tala um að ég væri búin að finna tvo bíla sem að við gætum keypt. Jújú, spennandi sagði Peter.
Svo talaði ég um að ég væri búin að vera að þrífa eins og óð væri með vinstri í íbúðinni; ertu ekki glaður með það Peter minn? Jú frábært.
Svo sagði ég; æi, mér finnst að við ættum að skipta um eldhús innréttingu. Peter: nú, ég hélt að þú ætlaðir í nám til útlanda og langaði að selja íbúðina. Linda: já, en það gerist kannski bara seinna. Svo finnst mér íbúðin ekkert spennadi, vil bara selja hana líka. Svo á maður ekkert að eiga bíla, maður á bara að hjóla. Peter: varstu ekki að tala um að kaupa bíl rétt áðan?
Linda: Jú, en hvað segirðu um sjálfboðaliðastörf í Afríku? Peter: Ha!? Æi, linda nenni ekki þessu rugli, ég er svangur.
Linda: Svangur!, það er fullt af fólki í heiminum sem fær ekkert að borða. Ég er ekkert að grínast með þetta Peter, það er fullt hægt að gera í Afríku.
Samtalið endaði þannig að Peter gaf mér puttann í cameruna og sagði bæ.

Mamma var svo viss um að hann myndi bara ekkert koma aftur til Íslands, enda ekki mönnum bjóðandi upp á svona rótlausan rugludall eins og mig!!

Svona var nú það. En hann kom og við erum búin að gera íbúðina stórglæsilega. Ég fékk Hjölla vin okkar til að koma Peter á óvart og við pússuðum upp parketið áður en Peter kom heim. Við Peter erum síðan búin að olíubera það og mála alla íbúðina hátt og lágt. Með frábærri hjálp mömmu og Palla, enda ég freka einhent. Næsta mál á dagskrá er að ganga frá og flytja inn. Það verður bara gaman að fara heim aftur.

Bula!

Friday 13 April 2007

Laus og liðug.....


hahaha! Þarna gabbaði ég ykkur!
En þannig er mál með vexti að ég er laus og liðug í öðrum skilningi. Ég er búin að vera hjá sérfræðingi og í röntgen myndatökum hægri vinstri. Einnig er ég byrjuð í sjúkraþjálfun og ýmislegt hefur komið í ljós.

Ég er sem sagt ekki brotin eftir allt saman, heldur er ég mein gölluð! Ég er með 2 axlarblöð á báðum öxlum en vanalega hefur homo sapiens aðeins eitt. Margir íslendingar eru víst svona en þetta á að gróa um tvítugt. Læknirinn í Austurríki hefur tekið feil á þessu klofna axlarblaði mínu og broti.

Hins vegar hef ég væntanlega rifið sinar og eitthvað fleira, tognað all svakalega og marist í köku á öxlinni. Þessi klofna öxl mín sér til þess að þetta var allt miklu verra heldur en í venjulegri manneskju. Einnig hef ég meiri hreyfigetu en flestir í höndum og öxlum og er með löng liðbönd og vesen sem heldur þessu ekki nógu vel saman. Ég á því á hættu að detta úr lið hér og þar og þarf nú að æfa þetta markvisst. Ég er víst heppin að hafa húð því hún heldur mér eiginlega saman.

Þetta er nokkuð merkilegt og skýrir ýmsa vanlíðan í öxlum í gegnum árin. Ég má sem sagt ekkert vinna í alla vegana 2 vikur í viðbót! En ég má og á að vera dugleg í ræktinni og sveifla herðatrjám í tíma og ótíma hérna heima hjá mér. Hundfúlt, en er víst nauðsynlegt. Þetta gæti nú verið verra og maður verður bara að vera glaður að ekki fór verr.

Peter og skíðakennararnir eru að skemmta sér í Sölden. Í gær lauk vertíðinni og dugar ekkert minna en að fagna því í 4 daga eða svo. Svaka gott veður og mikið fjör.

Thursday 5 April 2007

Heilsa með hægri...keyra á hægri!!!

Smá byrjunar vandamál í umferðinni hjá mér. Ég er sérstaklega rugluð þegar ég er að fara út á götu þegar enginn bíll er. Þá þarf ég alltaf að segja við mig: heilsa með hægri - keyra á hægri. Svo nota ég stundum rúðuþurrkurnar í stað stefnuljósa. en þetta er nú fljótt að koma. Ég má ekkert vinna og er bara að mygla. Vonandi skýrist þetta allt saman eftir páska þegar það verður búið að meta öxlina á mér. Jólabækurnar halda í mér lífinu þangað til.

Ég tók við íbúðinni okkar áðan og hún er ok.

Það er annars brjálað að gera í skíðaskólanum í Tux. Það eru yfir 200 manns í kennslu og fínasta veður.

Gleðilega páska