Wednesday 30 May 2007

Veika löpp i vondum sko, sko...

Maður er búin að rembast við að setja inn myndir í nokkra daga, en forritið er eitthvað þreytt og því gengur þetta brösulega.
Ég kom þó inn nokkrum myndum af setningu Listahátíðar Reykjavíkur. Þá gengu risar berserksgang um borgina. Einnig eru myndir af nýja bílnum okkar. Þessar myndir voru sérstaklega teknar fyrir Hlyn og Lísu í Danmörku :)

Annars er öxlin að verða betri, þó hún verði kannski aldrei góð og ýmislegt sem þarf að passa að gera ekki. Hins vegar er hægri fóturinn á mér laskaður....(oh, get ekki öskrað nógu hátt til að lýsa ánægju minni). Ég byrjaði að finna til undir táberginu þegar ég var hjá Evu í usa og hef bara versnað síðan þá. í dag fór ég í síðasta tímann í bili útaf öxlinni og lét kíkja á fótinn í leiðinni. Þetta getur verið álagsbrot eða einhver liðbönd sem eru að gera uppreisn. Ég mun því halda áfram í sjúkraþjálfun útaf fætinum. Eins og er verð ég að hvíla svolítið og vera teipuð fram og til baka.
Peter er líka að glíma við sín meisli sem koma alltaf aftur og aftur. En það er álagsbrot á fæti við hné og bakverkir!!
Við erum alveg ágæt saman í þessm pakka.

Ég er stundum svolítð þrjósk og neita að vera eitthvað slösuð svo að ég skellti mér í fjallgöngu með fjallgongu klúbbi World Class í gær. Það var fínt en ég varð að drepast á leiðinni niður. Ég er samt að spá í að skella mér á línuskauta um borgina í dag og það á að vera allt í lagi.

Ég er búin að fá vinnuplan fyrir næsta mánuð og er mjög ánægð með það. Systir hans Peters (eldri) kemur væntanlega í júní og ég tek hana með mér til usa.

Það verður svo brjálað að gera næstu helgi. Peter og Andy ætla í veiði með Palla. Ég verð að vinna og fer svo í útskriftar veislu Önnu Svövu og á 10 ára menntaskóla reuinion...allt á sama tíma. En það verður stuð.

Þetta var helst í fréttum og ég reyni að koma þessum myndum inn á næstunni.
Adiu

Friday 25 May 2007

Er heima!

Góðann daginn segi ég nú bara.
Þá er maður komin heim á ný eftir frábæra ferð til henna Evu minnar og Jay.
Það var fínt í NY og gott að vera ekki í einhverju hendingskasti að versla. Ég kíkti í nokkrar búðir, fékk mér kaffi í góða veðrinu og skoðaði mannlífið. Svo rölti ég fram hjá Empier State og viti menn það var ekki röð!! Held að það hafi bara aldrei gerst svo að ég skellti mér að sjálfsögðu upp. Alltaf magnað að sjá NY að ofan. Ég hef nú líka flogið yfir borgina í þyrlu og það var frábært.
Ég var orðin frekar lúin og nennti ekki á Broadway sýningu og vildi líka hitta fólkið sem að ég átti að vinna með heim. Ég hitti þau á hótelinu og við fórum út að borða saman, geðveikur matur!!
Oh, mér finnst svo gaman að vera bara úti á götu í NY. Það er svo mikið af allskonar fólki og mikið að gerast. Ég gæti alveg gleymt mér þarna í nokkra daga.
Hey, svo hitti ég The Naked Cowboy á Times Square. Hann er oft í Jay Leno og fullt af þáttum. Ég tók myndir af kallinum.
Ég veit ekki alveg hvað var að gerast í borginni en það voru löggur út um allt. Oft var götum lokað og svo komu svona 50 löggubílar með ljósin á keyrandi á fullu framhjá. Svo var allt morandi í sjóliðum í hvítum fötum og landgönguliðum (hef aldrei notað þetta orð áður. Sem sagt bara rífandi stemmning í broginni í rosa góðu veðri.
Ferðin heim var bara busy og ég er hálf tætt hérna heim hjá mér.
Ég set inn myndir fljótlega.

Wednesday 23 May 2007

Er i nyju jorvik

hae hae, tha er madur komin til NY. Eg var svaka heppin og fekk herbergi strax og gat farid i sturtu og tekid mig til fyrir Manhattan sem bydur min i ollu sinu veldi.
Thad er steikjandi hiti, verd ad fara i HogM ad kaupa mer einhvern bol til ad vera i! Fer heim a morgun, vonandi verdur ekki snjor.

Verd ad thjota
Lindsey

Tuesday 22 May 2007

Gaman saman



Ja, thad er frabaert ad eg skuli hafa skroppid til Silfurnaglanna. Eva er buin ad vinna sl. 2 daga en eg er buin ad fara i kringum vatnid a hverjum degi, skoda i budir og slaka a!!! Sem er stundum erfitt fyrir mig, vo ad thetta hefur verid mjog gott. Vid Jay forum i gaaer i svaka fjallgongu, thad var fullkomid vedur og vid vorum i 3 tima. Fyrst er gangan bara audveld og thaeginleg, en svo tharf madur ad klifra upp raetur og steina. Thetta var mjog gaman og utsynid thegar vid komum upp...ekki haegt ad lysa thvi. Thetta var brillijant og vid baedi raud i framan af solinni. Svo forum vid til Evu i vinnuna, OMG! Thetta er gedveikt thar sem hun vinnur. Resortid var nr. 11 a lista yfir ALLA resorta i heiminum og i topp 5 i USA. Ekki slaemt thad. Mjog gaman ad fylgjast med stelpunni i vinnunni og sja hana i action.
I gaerkveldi eldudum vid dyrindismat og fengum okkur raudvin med. Eg og Eva fengum svo nett hlaturskast. Hun datt a elhusgolfid og eg i sofann og vid gatum ekki haett ad hlaegja. Vid vorum baedar komnar i sma asthma kast eftir thetta og vorum lengi ad jafna okkur. Aumingja Jay ad vera med thessum nutcasum.
Vid erum lika buin ad fara ut ad borda og fa okkur seafood quesedillas sem ed Eva hefur talad endalaust um. Thaer stodu alveg undir nafni.
I dag er rosa gott vedur og vid aetlum ad gera eitthvad skemmtilegt saman og hafa thad kosi.
Eg fer svo til NY a morgun. Verd komin um hadegid. Eg aetla ad njota min a Manhattan, kikja i budir og jafnvel a syningu a Broadway. Thad verdur stud.
Hafid thad gott dullurnar okkar allar!
Later

Sunday 20 May 2007

Kjellingin er i Lake Placid!


Hallo!
A fostudaginn akvad eg ad skella mer til Evu og Jay til Lake Placid i New York fylki.
Eg var natturulega svo anaegd ad fa seti i velinni til New York ad eg var heldur bjartsyn a ad na lestinni kl. 20.20 nidri midba NY. En vid lentum sem sagt um half atta leytid og tha var eg enntha bjartsyn, aetladi bara ad hlaupa thetta. Einmitt!
Eg var audvitad buin ad missa aflestinni go fekk far nidur a Times Square. Eva sagdi mer ad thad vaeru onnur lest um midnaetti og tha var akvedid ad eg taeki hana.
Um half 3 um nott var eg komin til Albany thar sem Eva og Jay sottu mig og tha attum vid eftir ad keyra i 2 og halfann tima. Vid vorum komin hingad heim til theirra um 5 um morguninn. Tha voru 25 timar sidan ad eg vaknadi a Islandi. Vid vorum oll daud og forum ad sofa. Thad var svo vaknad um hadegi, oll eins og vid hefdum verid a 3ja daga filleryi. Vid vorum basically thunn af svefnleyi, en thad var enginn timi fyrir thad thvi Linda litla thurfti ad versla. Dagurinn heppnadist frabaelega. eg keypti allt sem var a planinu og thetta var bara brillijant. Eva og Jay eru bara yndislega og gera allt fyrir mig dullurnar! Vid eldudum svo besta mat ever, krabba, raekjur og salat.
Thad er rosa fint vedur her og rosalega fallegt. Thau bua alveg vid vatnid og aeg aelta ad skella mer ut ad hlaupa a eftir i kringum thad.
Eg set svo inn myndir thegar eg kem heim.
Verd her fram a midvikudag og fer tha til New York og kem svo heim eftir midnaetti a fimmtudaginn.
Siju bae

Tuesday 8 May 2007

Ur balans


Lísa mín, það er nú gott að það sé aldrei grámygla í kringum Bilka. Verð kannski bara að koma og tékka á þessu hjá ykkur við tækifæri. En þú ruglar mig í ríminu...enda er það ekki erfitt. Ég veit nefnilega ekkert hvað er á planinu þessa daganna og er bara rugluð. Ef að ég væri með skott myndi ég hlaupa í hringi alla daga.

Mig langar til ykkar og að fara í nám, mig langar líka að labba yfir grænlandsjökul og fara til suður ameríku. Svo langar mig að bjarga heiminum, eða alla veganna Indlandi og Afríku og keppa í þrekmeistaranum eða fitness. Einnig langar mig stundum í aðra vinnu en stundum langar mig að búa í tjaldi á fimmvörðuhálsi. Í dag langar mig í jeppa á morgun í fólksbíl. Er ekki til uppskrift af lífinu...hvernig er hægt að leggja þetta á mann!! en annars er ég bara nokkuð stabíl.. það er alveg á tæru að ég er í vogarmerkinu og næ kannski aldrei jafnvægi.

Best að fara í bað..eða ætti ég að fara í sund :)

Æi ég gæti stundum kýlt mig!

Friday 4 May 2007

Vinna og nytt e-mail

Ég veit ekkert eins leiðinlegt en þegar fólk skiptir um tölvupóstfang svo að ég ákvað að drífa í því og pirra ykkur öll.

Nýjasta nýtt er: lindahb@simnet.is og peter er: erler@simnet.is

Ég fór að vinna í gær og það gekk bara mjög vel. Sjúkraþjálfarinn minn var með áhyggjur af þessu og sagði mér að vera með bólgueyðandi í öllum töskum og kæligel í frysti þegar heim væri komið. En ég var svo samviskusöm að hlífa hægri hendinni að þegar heim var komið var ég að drepast í vinstri!! Er það nú.

ég hélt að ég myndi verða geðveikt þreytt eftir fyrsta daginn en ég er bara sprell alive. Fór út að hlaupa og svo í spinning og svo aftur út að hlaupa og er að spá í að fara í dans tíma í kvöld! En ég sé nú til með það, 2 morgunflug framundan.

Ég sakna þess mikið að vera ekki á ferðalagi. Fór í bónus um daginn í rigninu og roki og langaði mest að fara að grenja á bílastæðinu, þetta var svo grámyglulega hversdagslegt eitthvað að ég átti bara erfitt. o

oh, verð að þjóta í blómaval að kaupa mosaeyði - eruð þið ekki spennt. Segi ykkur frá því seinna...aarrgg!