Wednesday 11 July 2007

Sól og sumar ;)

Hæ hó. Það er nú meira veðrið hér á Fróni. Við Peter reynum að vera sem mest úti á svona dögum. Ég labbaði Esjuna í gær í logni,sól og 20 stiga hita!!
Fór líka Móskarðshnjúka í síðustu viku og það var hreint ótrúlegt. Þetta eru ljósu tindarnir við endann á Esjunni og við hliðina skálafelli. Mæli fastlega með þessu.

Ég er búin að fatta það að mér líður best skítugri upp á fjalli. Það er bara hreint yndislegt að eiga svona náttúru eins og við eigum.

Hlynur brósi og Co. eru að koma á föstudaginn. Ég get ekki beðið. Ég er búin að hlakka til eins og lítill krakki..en svo er bara að koma að þessu. Ekkiámorgunheldurhinn:)

Jæja, best að drífa sig út í góða veðrið.
later

Monday 2 July 2007

Fimmvörðuháls...fram og til baka;)

Maður er nú bara smá dasaður skal ég segja ykkur. Enda kannski heldur mikið að gera og það hefur ekki verið leiðnlegt!
Fór í morgunflug á föstudaginn (vaknað 4:50) kom heim, fór að versla og við keyptum okkur líka frábæra útivistarjakka fyrir afmælis peningana frá Mömmmu og Palla. Svo var farið í að græja fyrir helgargönguna, gera nesti og pakka. Skelli mér svo í þrítugsafmæli og fór ekki að sofa fyrr en um 2 leytið. Vaknaði 5:30 og við brunuðum af stað áð Skógum. Þar gengum við Fimmvörðuhálsinn og það var helvíti gaman. Í Þórsmörk tók Frikki vinnufélagi Peters á móti okkur og bauð okkur í grill. Við gengum reyndar svona 6 km aukalega við það að leita að Rakel vinkonu í Þórsmörk. Hún fannst á endanum. Allt í einu var komið fram yfir miðnætti og við beint í háttinn enda vaknað snemma og Fimmvörðuhálsinn gegninn aftur til baka. Allir héldu að við værum eitthvað rugluð en þetta var bara ekkert mál og þrusugaman. Við vorum orðin svolítið stirð í lokin og hlupum því nokkra spretti inn á milli. Lúin og þreytt komumst við í rúmið um miðnætti í gær og ég vaknaði aftur kl. 5 í morgun og fór í vinnuna. Ég var nú frekar búin á því en þetta reddaðist þegar leið á daginn og eftir tveggja lítra kaffidrykkju.
Svo kíktum við á nýbakaðan son Óla og Dísu og svo sit ég hér og er að vona að ég verði ekki kölluð út í vinnu á morgun. Veitti ekkert af smá svefni. Sérstaklega þar sem ég er að fara að ganga Móskarðshnjúka annað kvöld, það tekur ca. 3-4 tíma.
Jæja, best að reyna að slappa af, á frekar erfitt með það þessa daganna. Það er eind og ég sé á spítti alla daga. Þetta gerir fjallaloftið, enda ekkert skemmtilegra en að vera á fjöllum! Halleluja!