Wednesday 28 May 2008

Myndir ofl.




Hej,
Ég byrjaði i meðgöngusundinu í dag og er mjög ánægð með það. Hlakka til að fara í næstu viku.
Það gengur rosalega vel í vinnunni, það er búið að bjóða mér að vera eins lengi og ég get og vil. Einnig er búið að spyrja mig hvort að ég komi ekki aftur eftir barneign og sleppi því bara að fara í nám og taki að mér stærri stöðu. Þannig að það er freistandi og gaman. Fyrsti og eini rigningardagurinn í 4-5 vikur var á mánudaginn og það var bara ausandi rigning allann daginn. Ég var rennandi í gegn og það tók mig um 40 min að hjóla heim. En núna er bara hiti og sól og spáin fyrir helgina er bara steik. Peter er að búa sig undir smá lokatörn í skólanum. Hann klárar þann 19.júní

Læt nokkrar myndir frá grillveislu Soffíu og Árna fyrir 3 vikum fylgja.

Saturday 24 May 2008

Daglegt líf

Hellú á laugardagsmorgni, mælirinn sýnir 17 gráður og sólin skín. Það eru líka komin frjókorn í loftið og ég því með mitt yndislega ofnæmi. Maður er farin að vakna lítandi út eins og Derrick gamli og þarf smá tíma tíma til að jafna sig í framan á morgnanna.

Annars er allt í blússandi fjöri hér á Borups Alle. Bumban vex hægt og rólega. Hingað til hef ég verið mjög ánægð með vökutíma barnsins, það sparkar villt og galið þegar ég er í vinnunni og svo líka aðeins á kvöldin, en sefur svo bara þegar ég sef. Vonandi verður þetta svona í framtíðinni. Ég fer til læknis eftir helgi í reglubundið tékk og svo er næsta mæðraskoðun í júní. Mér líður bara þrusuvel, hjóla um borg og bí og fer í ræktina 2-4 sinnum í viku. Öll svona bumbunámskeið hafa verið löngu uppseld hér í Köben og svo er ekkert í gangi yfir sumartímann og var ég svolítið leið yfir því að hafa ekki einu sinni tækifæri á að fara á svoleiðis. Maður hefði gott af því, verandi í nýju landi og ekki með alla vini og fjölskyldu í kringum sig. Eftir mikla þrautseigju eina föstudagsnóttina fann ég loksins laust pláss í meðgöngusundi í Hellerup og ég bókaði og borgaði med det samme. Það byrjar sem sagt á miðvikudaginn og er alltaf kl. 17. Sem þýðir að ég hætti þá að vinna kl. 16 og mun svo hjóla eins og ég eigi lífið að leysa til Hellerup. Við Peter fórum þessa leið í prufukeyrslu í gær og það tekur mig alveg 30 mín að hjóla þangað úr vinnunni, svo fer ég í sundið í 1 og hálfann tíma og svo tekur ca. 30 mín að hjóla heim. Þannig að það ætti að vera ágætis hreyfing fyrir daginn. Og ég hlakka til að byrja.

Ég er svaka ánægð í vinnunni og vinnufélagarnir allir orðir opnari og hressari. Fyrstu vikuna var ég bara: voða eru Danir eitthvað alvarlegir alltaf. En núna er maður farinn að rugla í þessu liði og það er bara stuð. Það var mikill föstudagur í fólki í gær og bar ægilega gaman. Það ráku allir upp stór augu þegar ég stóð upp einn morguninn og tikynnti hátt og snjallt að ég væri að fara út að reykja!! Það fannst mér svaka gaman að hrista aðeins upp í þessu liði, enda núna bara allir í stuði. Ég er með fullt af verkefnum og er orðin rosa flínk á tölvukerfin og hef fengið hrós fyrir að koma mér fljótt inn í hlutina. Það skiptir mann miklu máli.

Við kíktum á undnakeppnina í Eurovision hjá Hildi og Hjölla og vorum ánægð með að íSLand komst áfram. Við erum svo að fara í Sushi Eurovision partý í kvöld. Það er svona stundum að manni að langi að hafa bíl hér, sérstaklega þegar maður er búin að hjóla í og úr vinnu, vinna allann daginn og fara í ræktina. Svo ætlar maður í bíó eða skreppa í heimsókn og hjólar það allt líka. En svo þegar maður er komin af stað er það hressandi. Þannig að maður er alltaf í einhverjum nætur hjólatúrum um helgar.

Jæja, Peter er farinn að hjóla í nokkra tíma og ég ætla að fara í ræktina..ef ég nenni. Gleðilega Eurovision.

Sunday 18 May 2008

Fleiri myndir og svona...





Veðrið þessa vikuna hefur verið aðeins verra en sl. 3 vikur sem voru bara sól og steik. Það er búið að vera um 15 stiga hiti og sól en með skýjum inn á milli. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast góðu veðri og er bara hvumsa þegar maður þarf kannski að vera í jakka á leiðinni í vinnunna á morgnanna. En það er nú líka hressandi að hafa ekki alltaf gott veður, þá nennir maður kannski að skúra heima hjá sér og svona.
Það er mjög fyndið að vera i svona hjóla traffík hérna. Maður er svo vanur bílnum að heiman, en núna höfum við ekki keyrt bíl í að vera 4 mánuði! Á hverjum morgni og eftirmiðdegi er maður í hópi svona 20 - 40 manns á leið í vinnuna á hjóli. Nú er maður farinn að sjá sama fólkið á hverjum degi og stundum sama fólkið á morgnanna og seinnipartinn. Svo eru blaðagaurar á nokkrum hornum og rétta manni fríblöðin sem að maður grípur á ferð og skellir í körfuna. Heima væri maður alltaf í einhverri múnderingu til þess að hjóla í vinnuna en hér er fólk bara allaveganna. Um daginn var ég við hliðina á gellu á svona eldgömlu racer hjóli með hrútastýri. Hún var í 10cm tiger munstruðum háum hælum, niðurmjóum galla buxum og rauðum mittisleður jakka.
Einnig er fólk að hjóla og ferðast með allann fjandann, Það er með risastórar mottur undir annarri hendinni, hækjur, blóm, sumir eru með 2 börn á hjólinu hjá sér, fólk er að reykja, tala í símann og ég veit ekki hvað. Það reykja reyndar mjög margir hér í DK og það reykja allir bara allstaðar. Ótrúlegt.
Peter hljóp ekki í maraþoninu sem var í dag. Hann er alltaf að glíma við álgasmeiðsli og er 3svar búinn að fá flensu síðan að við fluttum þannig að æfingaplanið fór í klessu. Hann hefði samt massað þetta hlaup ef að ég þekki hann rétt, en ég er fegin að hann fór ekki því það er ekki þess virði að taka áhættu og jafnvel skemma á sér löppina. Hann situr nú samt ekki auðum höndum kallinn. Það var frekar róleg vika hjá honum í skólanum og hann æfði einungis í 19 klukkutíma!! Hann hjólaði 3svar til Helsingör og til baka (ca. 80 - 90 km báðar leiðir), hlóp eins og skepna og var bara óður úti í góða veðrinu. Hann er líka massa brúnn orðinn. Ég hjólaði á móti honum síðustu helgi til Klampenborg og við fórum þar á ströndina í örugglega 30 stiga hita. Yndislegt. Einnig var stemmning í Frb. Have eins og sést á myndunum og svo var ég mjög þreytt eitt kvöldið eftir vinnu og var bara ein hrúga í sófanum. Svona er þetta.

Thursday 15 May 2008

Stutt og laggott

Það er eitthvða svo mikið að gera hjá okkur núna að maður hefur engann tíma í blogg og svoleiðis. Helgin var ÆÐI, bíó, hjólatúrar, mikið sólbað í görðum og á ströndum, frábært grillveisla og bara tær snilld allt saman.
Það er bara crazy að gera hjá mér í vinnunni og er ég farin að vinna alltaf aðeins lengur..en verð að fara að hætta því, er alveg komin með nóg í bakinu óg rófubeiniu eftir daginn og svo hjólar maður alltaf fram og til baka líka, fer í ræktina fyrir vinnu og er oftast vöknuð um 4 - 5 leytið!! Þess vegna er gott að fara snemma að sofa svona 1 sinni í viku til að eiga inni fyrir þessu öllu. Nú er ég farin í bólið. Verið þið sæl.

Wednesday 7 May 2008

Sól og hiti alla daga!

Takk fyrir kommentin elskurnar, gaman að heyra frá öllum.
Ja hérna, það er naumast veðrið hér í Köben. Bara sól og hiti alla daga. Það sem ég sakna mest núna eru sundlaugarnar á Íslandi, væri ekkert smá gott að skella sér í sund og sól eftir vinnu.

Það gengur alltaf betur og betur í vinnunni. Fyrst var maður eins og illa gerður hlutur og vantaði stundum verkefni, en núna að ég komin með fullt af verkefnum. Í næstu viku tek ég við einni aðgerð sem þarf að framkvæma 1 sinni í mánuði og tekur það nokkra daga. Ég fæ nema sem kemur 3x í viku til að hjálpa mér við það. Svo er ég í öllu eiginlega og svara líka í símann. Tala meira ensku núna í vinnunni en í síðustu viku því að við fengum nýjann group manager sem er bresk og flutti til DK um helgina, svo að það er fínt líka. Það er bara verst að það er ekki hægt að opna glugga því húsið er skot- og sprengjuhelt...say no more!

Bumban mín spratt bara út í síðustu viku og ég er oft í sjokki yfir henni. Peter er æginlega ánægður með hana og getur ekki látið mig í friði stundum. Ég er annars bara mjög hress, er með smá bakverki og vakna oft um kl. 4 á nóttunni og sofna ekki mikið eftir það. Ég ákvað því að byrja nýja rútínu í morgun. Fór fram úr rétt fyrir 6, skellti mér í íþróttafötin og hjólaði í vinnuna. Þar fór ég í ræktina og svo í sturtu og tók mig til, náði mér í morgunmat og byrjaði að vinna. Ekkert smá gott að hjóla svo heim í dag sólinni verandi búin að hreyfa mig og fór svo í pínku göngutúr með Peter. Ætla kannski að gera þetta 2-3 í viku núna. Eða bara eftir löngun og getu.
Maður er kannski ekki alltaf svona hress.
Á mánudaginn var ég til dæmis óviðræðuhæf af þreytu og fór bara að sofa um 9 leytið.

Við áttum rosa fína helgi. Það var frí á fimmt. og Horsens gengið skellti sér til okkar. Frábært að hittast og vera saman. Strákarnir eru líka svo sætir. Ég sagði þeim að ég væri með barn í maganum. Þeim fannst það greinilega merkilegt því þeir sögðu ömmu sinni frá því í símann og fleirum sem við fórum í heimsókn til. Við gerðum alveg fullt, fórum á Amager Stand í göngutúr, í Frederiksberg Have, á Bakken, í rosa flott barnaafmæli hjá Jakobi syni Sigga og Gunnhildar, kíktum á Jóa frænda og co.í Dragør, skelltum okkur í sund og ég veit ekki hvað og hvað. Þau fóru svo heim um hádegið á sunnudaginn og við Peter fórum í Frb. Have í sólbað og afslöppun.
Það er hægt að sjá myndir af herlegheitunm á síðunni hjá strákunum: http://barnaland.is/barn/18502/. Ég get látið ykkur hafa lykilorðið eða þig biðjið um það á síðunni.

Annars spáir bara áframhaldandi sól og hita hér og löng helgi framundan! Jibbý.