Sunday 18 May 2008

Fleiri myndir og svona...





Veðrið þessa vikuna hefur verið aðeins verra en sl. 3 vikur sem voru bara sól og steik. Það er búið að vera um 15 stiga hiti og sól en með skýjum inn á milli. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast góðu veðri og er bara hvumsa þegar maður þarf kannski að vera í jakka á leiðinni í vinnunna á morgnanna. En það er nú líka hressandi að hafa ekki alltaf gott veður, þá nennir maður kannski að skúra heima hjá sér og svona.
Það er mjög fyndið að vera i svona hjóla traffík hérna. Maður er svo vanur bílnum að heiman, en núna höfum við ekki keyrt bíl í að vera 4 mánuði! Á hverjum morgni og eftirmiðdegi er maður í hópi svona 20 - 40 manns á leið í vinnuna á hjóli. Nú er maður farinn að sjá sama fólkið á hverjum degi og stundum sama fólkið á morgnanna og seinnipartinn. Svo eru blaðagaurar á nokkrum hornum og rétta manni fríblöðin sem að maður grípur á ferð og skellir í körfuna. Heima væri maður alltaf í einhverri múnderingu til þess að hjóla í vinnuna en hér er fólk bara allaveganna. Um daginn var ég við hliðina á gellu á svona eldgömlu racer hjóli með hrútastýri. Hún var í 10cm tiger munstruðum háum hælum, niðurmjóum galla buxum og rauðum mittisleður jakka.
Einnig er fólk að hjóla og ferðast með allann fjandann, Það er með risastórar mottur undir annarri hendinni, hækjur, blóm, sumir eru með 2 börn á hjólinu hjá sér, fólk er að reykja, tala í símann og ég veit ekki hvað. Það reykja reyndar mjög margir hér í DK og það reykja allir bara allstaðar. Ótrúlegt.
Peter hljóp ekki í maraþoninu sem var í dag. Hann er alltaf að glíma við álgasmeiðsli og er 3svar búinn að fá flensu síðan að við fluttum þannig að æfingaplanið fór í klessu. Hann hefði samt massað þetta hlaup ef að ég þekki hann rétt, en ég er fegin að hann fór ekki því það er ekki þess virði að taka áhættu og jafnvel skemma á sér löppina. Hann situr nú samt ekki auðum höndum kallinn. Það var frekar róleg vika hjá honum í skólanum og hann æfði einungis í 19 klukkutíma!! Hann hjólaði 3svar til Helsingör og til baka (ca. 80 - 90 km báðar leiðir), hlóp eins og skepna og var bara óður úti í góða veðrinu. Hann er líka massa brúnn orðinn. Ég hjólaði á móti honum síðustu helgi til Klampenborg og við fórum þar á ströndina í örugglega 30 stiga hita. Yndislegt. Einnig var stemmning í Frb. Have eins og sést á myndunum og svo var ég mjög þreytt eitt kvöldið eftir vinnu og var bara ein hrúga í sófanum. Svona er þetta.

3 comments:

Anonymous said...

Þú ert bara sætust í sófanum :-)

Knús frá genginu á R7, þar sem Björgvin tókst að fá maraþonælupest milli 14 og 18 í dag og kastaði upp yfir allann sófann (thank god it´s leather). Nú þegar hann hresstist fékk hann þessa fínu matarlyst og brosti allan hringinn...já það er alltaf stemmning á R7, en mikið var ég fegin að hafa hætt við kaffiboð hér ofan í gubbuna.

Knús og hausakreist frá Hlyni...

Anonymous said...

Já, sætasta klessa sem ég hef séð.
ask

Anonymous said...

Skemmtilega lifandi mannlífsmyndir frá Köben, hlakka til að bætast í mannlífsflóruna með þér. Sat yfir 1. bekkjar dönskuprófi í dag og hefði sko fengið 10 í því en greyið vitleysingarnir voru að skíta á sig og halda að velbekomme þýði velkominn.
Kær kveðja, mikil tilhlökkun, Eva verðandi framkvæmdastjóri enskusviðs.