Saturday 23 June 2007

Étin í Köben ofl.

Jii, hörkuvika að baki hjá mér.
Dani systir hans Peters kom til okkar á fimmtudaginn. Þá var ég í fjallgöngu á Vífilfellinu með hóp að góðu fólki. Oh, ég elska að labba á fjöll og vera úti.

Á föstudaginn varmaður aðeins að túrhestast með Dani og Andy og á laugardaginn fór Dani með mér til Boston. Það var þrusu gaman. Vún verslaði feitt og svo lentum við á djamminu með nokkrum sem voru með í ferðinni og söngvaranum í Living Syndication. Sem er rokkhljómsvet frá Boston. Það var þvílíkt stuð á okkur og alls staðar löbbuðum við bara beint inn og þurftum aldrei að borga. Daginn eftir var haldið áfram að versla fram á síðustu mínútu og svo þurfti ég að vinna heim. Ég var nett búin á því og fór að sofa um 9/10 leytið, en þurfti að vakna um 1 og fara til læknis út af löppinni. Sem betur fer eru verkirnir að fara og þetta lítur ekki eins illa út. Hann heldur að ég gæti verið brotin eða að blætt hafi inn á liðin hjá mér. Þarf ekki að gera neitt nema að ég fái verki aftur. Jibbý.

Peter skutlaði Andy út á völl í morgun, þá er hann farinn heim kallinn og við vitum örugglega ekkert hvað við eigum að gera með herbergið. Nei, ég segi svona.
Peter kom svo heim og fór að hjóla á Flúðir. Við erum að fara þangað í útilegu á eftir með fyrirtækinu hans. Ég var líka búin að plana hlaup á leiðinni. Við ætlum sem sagt að hittast við afleggjarann hjá Árnesi. Þar tekur hann bílinn og ég hleyp restina af leiðinni sem eru ca. 5-10 km. Það kemur í ljós. En við hlökkum til að fara í útilegu því við keyptum okkur svka fínt tjald í gær.

Nú þarf ég að fara að henda í bílinn og græja og gera.
Later
p.s. ó, var að lesa fyrirsögnina hjá mér. Ég fór sem sagt til Köben á fimmtudaginn og var stungin í klessu á 1 klukkutíma!! Ég hélt að ég væri með eitthvað heavy ofnæmi en svo fattaði ég þetta. djö moskító!

Wednesday 13 June 2007

Fallegt á Fróni;)

Oh, það er nú naumast hvað það er búið að vera gott veður hérna síðustudaga! Frábært en samt stundum pirrandi fyrir fólk með helv.. ofnæmi. Það er nú ekki orðið mjög slæmt, hef oft verið verri. En það gerir manni erfiðara fyrir þegar maður vaknar eins og Derrik og þarf að fara í morgunflug. Svakalegir augnpokar niður á tær er ekki fögur sjón klukkan 5 á nóttu. Þá byrjar baráttan með kavíar augngelið og hef ég oft hugsað til gúrkunnar, en hef ekki haft tíma. Maður er samt orðin furðu fallegur þegar komið er til KEF, enda alltaf nettur andvari þar til að gera mann rjóðann í kinnum og hressann.

Ég skellti mér í Esjugöngu á mánudaginn í logni og sól. Það var æði. Ég fór bara ein með sjálfri mér, með nesti í bakpoka og ipod fyrir niðurleiðina. Maður verður jú að njóta kyrrðarinnar og útiverunnar líka.

Stefnan er tekin á Vífilfellið á morgun með hópi fólks úr World class. Ég verð því miður að sjá til hvort ég fer því ég er með flensu og þyngli í lungum.
Síðan 1.mars (fallið niður í Taj Mahal)hefur þetta ár ekki verið mér sérlega hliðhollt heilsulega séð. En ég er bjartsýn og stefni ótrauð áfram.

Hafið það gott til sjávar og sveita!

Monday 11 June 2007

Össs!

Hellú. Allt með kyrrum kjörum hér. Löppin ennþá í messi,fæ vonandi að vita hvað kom út úr röntgenmyndunum í dag. Þetta er frekar böggandi, en ég reyni bara að halda áfram. Var að koma frá Boston í gær, það var fínt. Ég var eiginlega þunn af þreytu og Peter var þunnur af drykkju og því skelltum við okkur í gönguferð um Úlfarsfellið í gærkveldi. Það var ansi hressandi.

Systir hans Peters kemur á fimmtudaginn og verður í viku og nokkrum dögum seinna fer Andy líka heim. Það er spurning um að fá bara leigjanda í herbergið, við verðum örugglega bara einmanna eftir að allir verða farnir. Eða ekki...

Jæja best að ryksuga búlluna og gera eitthvað að viti.