Thursday 28 February 2008

Jytteborg í 8 daga



Nú er ég að fara til Gautaborgar í 8 daga í kvöld og mun fljúga þaðan nokkrum sinnum. Ég mun búa á afskekktu flugvallahóteli og kemst vonandi eitthvað niður í bæ í menningu og upplifelsi. Flýg líka tvisvar til Malmö og verð þar allann daginn og flýg svo baka til Gautaborgar um kvöldið. Þannig að Svergie verður tekið með trompi næstu daga. Það er fínt, enda Svíar kaupsjúkir á ferðalögum og græði ég á því..hehe.

Ég átti í raun ekkert að fara fyrr en á morgun. En þar sem ég var á bakvakt í dag var hringt í mig og ég þarf að fljúga til Gautaborgar í kvöld (vinna, flugtími ca. 40 mín) gisti þar í nótt og flýg svo aftur vinnandi til Köben í fyrramálið. Verð komin á Kastrup um 9 leytið og fer sem farþegi með SAS til Gautaborgar um hádegið aftur!! Já, ætli ég viti nokkuð hvort að ég sé að koma eða fara þessa dagana. Svo að ég ætla bara að hanga á Kastrup flugvelli í fyrramálið, ef einhver verður þar má hinn sami hringja í mig og við kíkjum saman í morgunverð:)

Er annars búin að vera í yndislegu fríi í 3 daga og hef gert mikið af því að útrétta, senda e-mail, fara í ræktina og hjólatúra. Peter er bara kátur í skólanum og finnst gaman. Hópurinn hans var hérna í kaffi um daginn og var gaman að hitta þau öll. Mjög international hópur, dani, íraki, úgandamaður og stelpa frá Nepal. Það verður gott að eiga vini á þessum stöðum í framtíðinni þegar við förum í ferðalag. Langar mest til Nepal í göngur...ok..sorry alltaf komin eitthvert annað í huganum. Best að einbeita sér að Gautaborg í bili.

Lísa mágkona og Björgvin Franz komu til okkar í gær og gistu í nótt og héldu svo til Íslands í morgun í 10 daga. Það var alveg frábært að fá þau og að knúsa BF litla minn. Við BF sendum Lísu og Peter svo bara út að hlaupa og við græjuðum rosa lífræna og holla veislu. Heimatilbúna gulrótasúpu, nýbakað múslíbrauð og avókadó súkkulaði búðing í eftirrétt. Namm.

Peter verður svo bara í hlaupa- og hjólagírnum á meðan ég er í burtu. Það eru bara 11 vikur í Köbenmaraþonið og hann tekur að sjálfsögðu þátt.
Hlynur brósi og Pétur Steinn litli ætla svo að kíkja á Peter á miðvikudaginn og vera fram á laugardag. Það verður nú gaman hjá þeim köllunum og ég kem svo heim á föstudaginn og fæ að hitta þá feðga aðeins. Hlökkum mikið til að fá þá í heimsókn.

Ég er mikið í því að stela myndum af Lísu og co. Þessar myndir voru teknar í vikunni þegar Lísa og vinkonur voru í skemmtiferð í köben og Lísa tók svo mynd af okkur Peter þegar við vorum að fara að hjóla heim. Við förum svo að vinna í að endurlífa myndasíðuna okkar.

Jæja, best að fara að pakka og græja sig fyrir átök kvöldsins.
Har de bra..jyttebra!!

Friday 22 February 2008

Skemmtilegur dagur

Oh, þetta er búinn að vera svo fínn föstudagur.
Peter var í fríi í skólanum vegna þess að í gær skiluðu þeir fyrsta verkefninu og héldu fyrsta fyrirlesturinn sinn. Það gekk bara mjög vel hjá þeim og þetta var bara gaman. Þeir þurftu að hanna hús fyrir stúdenta og var þetta skemmtileg útkoma hjá þeim.

Ég var á bakvakt í vinnunni í dag og var sem betur fer ekki kölluð út. Ég var nokkuð frökk og ákvað að njóta dagsins með Peter, ís tað þess að bíða með heima með símann í hendinni. Við fórum út fyrir hádegi og vorum að koma heim núna um 1 leytið e. miðnætti.
Við hjóluðum um alla borgina, fórum að litlu hafmeyjunni, í Amalieborg, skoðuðum nýja leikhúsið sem var opnað síðustu helgi og tókum smá menningar pakka í borginni. Mjög gaman að hjóla svona og njóta þess að eiga frí. Svo fórum við út að borða í hádeginu niðrí miðbæ og hittum svo loks Lísu mágkonu á Strikinu ásamt 8 galvöskum vinkonum hennar frá Íslandi. Við fórum á kaffihús með þeim og hjóluðum svo áfram heim á leið. En við komum við í frábærri bókabúð á leiðinni og keyptum okkur bók með hjólaleiðum og kortum um Danmörku, sem við munum vonandi nota óspart í framtíðinni.

Svo ákváðum við að reyna að klára að kaupa nokkrar afmælisgjafir og stoppuðum á nokkrum stöðum til að græja það. Þá var kominn kvöldmatar tími og við vorum boðin í mat til Hildar og Hjölla, þannig að við brunuðum beint þangað.
Þar beið okkar dýrindis matur og skemmtilegt kvöld, þar til að við hjóluðum heim. Hildur eldaði 2 kjúklinga með 70 hvítlauksrifjum!!! Þetta var mjög gott og ekkert svo mikið hvítlauskbragð. Skemmtilegur dagur og kvöld.

Það er búið að vera frekar mikill vindur í dag og stundum var maður að hjóla á fullu, þá kom svaka mótvindur og maður stoppaði næstum því á staðnum. Maður þurfti stundum að taka á honum stóra sínum og mér fannst ég ekkert komast áfram á tímabili. Peter sagði nokkuð oft að þetta væri nú ekkert miðað við sem hann væri vanur frá Íslandi, svo að maður er bara ánægður með þennann frábæra samgöngu máta hérna í Köben og veðrið líka.

Ég er búin að fá nýja vinnuskrá sem er vægast sagt nokkuð strembin. Ég byrja á því að vera 1 viku í Gautaborg og fljúga þaðan, svo verð ég bara að fljúga frá Köben. Enda er ég ánægð með það, nýbúin að kaupa mér kort í ræktina og langar að komast aðeins í að nota það og að sjálfsögðu langar mig í fleiri hjólatúra.
Jæja, verð að fara að sofa. Vinna á morgun og sunnudag...jei.

Monday 18 February 2008

Vinna og skóli

Hellú,

Allt gott að frétta héðan. Ég er búin að vera að fljúga síðustu 3 daga og hefur gengið mjög vel. Flaug frá Malmö til Egyptalands á föstudaginn og svo frá Köben til Mílanó sl. 2 daga. Héðan frá Köben flýg ég bara á Mílanó og Róm og það eru bara þægileg flug.

Peter er í skólanum á hverjum degi frá 8 á morgnanna og fram eftir degi. Hann er mjög áhugasamur og er alltaf að teikna hérna heima á kvöldin. Þannig að honum gengur bara vel.
Hann er búinn að vera duglegur í hlaupum og að hjóla. Hann hjólar alltaf eitthvað út í bláinn og vonar svo bara að hann rati heim. Danmörk er eitthvað svo lítil að hann verður búin með Sjáland eftir 2 vikur. Hann var næstum kominn til Helsingör í gær. En þetta er bara gaman hjá honum og mikill munur að geta farið að nota hjólið svona snemma á árinu.

Við ætlum svo að vera dugleg að njóta veðursins og fara mikið út að hjóla og skoða borgina þannig.

Eins og margir hafa heyrt eru óeirðir hérna á hverju kvöldi liggur við. Við erum nú heppin og búim í góðu hverfi svo maður verður ekkert var við þetta. nema þegar löggan er á fullu hér fram hjá. Þetta er nú samt ekkert langt í burtu frá okkur og skólinn hans Peter er á Norrebro. En vonandi fer þetta að róast.

Nú ætla ég að skella mér út að hjóla og í ræktina.
Hilsen

Tuesday 12 February 2008

God aften.

Jæja, vorum að koma heim úr power shopping með Hildi og Hjölla. Við fórum Ilva, Jysk, Ikea og vorum ekki nema í svona 5 tíma. en þetta var góð ferð og við versluðum nauðsynlega hluti eins og hillur ofl. Þannig að nú eigum við að geta tekið upp úr síðustu kössunum og gengið frá því síðasta.

Annars er ég búin á námskeiðinu og gekk þrusuvel í prófinu. Svo fer ég til Malmö á fimmtudaginn og flýg til Egyptalands á föstudaginn, beint aftur til Malmö og með lest heim til Köben. Strax daginn eftir flýg ég Köben - Mílanó og svo fæ ég tveggja daga frí minnir mig. Skráin mín er ágæt, en það verður örugglega erfitt að vera á standby því þá þarf ég alltaf að vera heima og komast á kastrup á innan við klukkutíma. En það reddast allt saman. Ég er nú ekki nema svona 30 -40 mín héðan.

Peter fór ekki í ferðina sína, hann var bara rosa veikur og lá alla helgina. En núna er skólinn byrjaður hjá honum. Honum líst ágætlega á þetta og er að teikna eitthvað hús akkúrat núna.

Veðrið hérna er búið að vera mjög fínt, allt að 10 stiga hiti í sólinn og logn. Það var nú kalt í dag samt. En maður er eiginlega fegin að vera ekki að berjast í snjónum heima og unir sér vel á hjólinu í góða veðrinu.

Jæja, læt þetta duga í bili. Verið nú dugleg að slá á þráðinn til okkar.
Hilsen

Wednesday 6 February 2008

Hej!


Hæ kæru vinir,

Þá er netið og síminn komin í gang. Heimasíminn er 496-0930 og það er eins og að hringja í heimasíma á íslandi. Ekkert forval og kostar ekkert meira.

Annars er Peter byrjaður í skólanum og það er bara gaman. Þetta er svona kynningar vika og ferðalag um helgina hjá honum. Hann er kominn með flensu en verður að ná henni úr sér til að komast í sukkferðina.

Ég er búin að vera að taka online trainig fyrir flugið og bara brjálað að gera í að græja allt sem þarf að græja þegar maður flytur í nýtt land. Allt gengið mjög vel og ég læt ljós mitt skína á dönsku eins mikið og ég get. Ég er bara betri í dönsku heldur en ég hélt. Öll þessi flóknu orð eru eiginlega bara þau sömu og í þýskunni og þá er þetta ekkert mál...svona upp að vissu marki.

Ég byrja svo á 5 daga námskeið á morgun og það er haldið einhversstaðar hjá kastrup flugvelli. Þannig að það verður nóg að gera hjá mér og fínt að Peter er í ferðalagi.

Ég keypti geðveikt hjól í gær og það er ekkert smá gaman að hjóla á því. Þetta er svona týpískt Köben hjól, með körfu og alles.
Einnig fór ég í ræktina í gær, loksins. Hef ekkert gert í meira en mánuð.

Hlynur brósi, Lísa og strákarnir komu til okkar á föstudaginn og voru um helgina. Það var frábært að fá þau. Við fórum í Ikea og keyptum fullt af drasli, svo settu Hlynur og Peter þetta allt saman með dyggri aðstoð litlu strákanna. Við gerðum góðann mat, Peter og Lísa fóru út að hlaupa, ég bakaði heilsukonfekt með strákunum og fórum út að leika í frábæra garðinum okkar.


Þannig er nú það. Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Kveðjur frá Köben