Monday, 18 February 2008

Vinna og skóli

Hellú,

Allt gott að frétta héðan. Ég er búin að vera að fljúga síðustu 3 daga og hefur gengið mjög vel. Flaug frá Malmö til Egyptalands á föstudaginn og svo frá Köben til Mílanó sl. 2 daga. Héðan frá Köben flýg ég bara á Mílanó og Róm og það eru bara þægileg flug.

Peter er í skólanum á hverjum degi frá 8 á morgnanna og fram eftir degi. Hann er mjög áhugasamur og er alltaf að teikna hérna heima á kvöldin. Þannig að honum gengur bara vel.
Hann er búinn að vera duglegur í hlaupum og að hjóla. Hann hjólar alltaf eitthvað út í bláinn og vonar svo bara að hann rati heim. Danmörk er eitthvað svo lítil að hann verður búin með Sjáland eftir 2 vikur. Hann var næstum kominn til Helsingör í gær. En þetta er bara gaman hjá honum og mikill munur að geta farið að nota hjólið svona snemma á árinu.

Við ætlum svo að vera dugleg að njóta veðursins og fara mikið út að hjóla og skoða borgina þannig.

Eins og margir hafa heyrt eru óeirðir hérna á hverju kvöldi liggur við. Við erum nú heppin og búim í góðu hverfi svo maður verður ekkert var við þetta. nema þegar löggan er á fullu hér fram hjá. Þetta er nú samt ekkert langt í burtu frá okkur og skólinn hans Peter er á Norrebro. En vonandi fer þetta að róast.

Nú ætla ég að skella mér út að hjóla og í ræktina.
Hilsen

2 comments:

Anonymous said...

Hæææææææææ:)

Vildi bara senda ykkur eitt stórt knúúúús!!! Farið VEL með ykkur, á líkama og sál, með hug og hjarta:D:D:D

kærleikskveðjur,
Sessý

Anonymous said...

Mig langar að hjóla út í buskann og skoða dót...ohhh! Helgarferð næst á peningadagskránni minni.
ask sem saknar ykkar