Tuesday 30 January 2007

Friday 26 January 2007



Jæja, tímabært að lita til baka og rifja upp síðustu daga.

Eftir stutta nótt á yndislegu hosteli í Christchurch vorum við sótt af bílaleigunni og þá fengum við Campervaninn okkar. Glöð í bragði keyrðum við af stað. Veðurspáin lofaði ekki góðu en við vonuðum það besta. Christchurch er mjög sæt borg, allt mjög lágstemmt og hálf breskt, en við vildum fá náttúruna beint í æð og keyðum upp í suður alpa NZ. Það er ótrúleg fallegt hérna, mjög blandað landslag og veðurfar. Hérna er líka hægt að upplifa 4 árstíðir á einum degi, alveg eins og heima. Það er mjög skrítið að sjá jökullandslag, lúpínu, peningablóm omfl. í öðru um hverfi en heima. Ég fékk bara smá heimþrá í eina mínútu eða svo! Landið minnir líka óneytanlega á Austurríki, svo NZ er greinilega málið fyrir okkur. Eins og sjá má á fína kortinu sem ég bjó til fórum við til Lake Tekapo. Það er hreint órtúlegur staður, vatnið er skær blágænt og allt rosalega fallegt þarna. Við gistum við vatnið fyrstu nóttina í Campernum. Við borguðum okkur inn á Holiday Park og gátum þá stungið bílnum í samband. Þannig getum við notað handklæða ofninn, örbylgjuofninn og hitarann, brilljant! Svo eru alltaf sturtur, tv, þvottavélar og eldhús á þessum stöðum. Allt mjög þrifalegt og fínt. Það er munur að geta farið í sturtu og eldað án þess að þurfa að vera í skotheldum sýkla galla eins og á sumum stöðum. Daginn eftir fórum við að Mt Cook, sem er hæsta fjall NZ. Í öllum ferðabókum er talað um hversu falleg fjallið og svæðið er, ef að maður er svo heppinn að fá gott heiðskýrt veður. Það var drungalegt á leiðinni og við bjuggumst við rigningu, en viti menn það birti til þegar við keyrðum inn í á svæðið og við fengum sól og geðveitk gott veður. Við skelltum okkur í 3 tíma göngu sem var frábært. Þaðan héldum við í átt til Te Anau, en gistum bara úi í sveit á leiðinni. Í Milford Sound fórum við að sjálfsögðu í siglingu um þenna ótrulega fjörð. Það er mesta furða að myndavélin skuli ennþá virka því Peter er búinn að vera eins og óður maður út um allt land hérna, hann er á við 20 Japana þegar hann er í stuði.

Í Queenstown, adrenalín höfuðborg heimsins, var komið að action pakkanum. Við byrjuðum á því að fara í Jetboating, sem að er ótúlega hraðskreiður bátur sem skýst á milli gljúgurveggja og snýr sér í hringi á staðnum. Það var rosalega gaman. En svo skellti Peter sér í hæsta Bungy í NZ, The Nevis. Eftir sveitta rútuferð lengst upp í fjall komum við að staðnum. Þetta er sem sagt risakláfur sem búið er að spenna yfir gljúgur og maður hendir sér þangað niður og fallið er 134 metrar. Ég var á myndavélinni og öskraði meira en Peter!! Frábær upplifun!

Við keyrðum upp vesturströndina og ég var veik allann tímann. Ég gat þó lagt mig aftur í á milli stoppa. Þar kíktum við á jöklana báða, Fox og Franz Josef, skoðuðum hina ótrúlegu pönnukökukletta og gerðum margt fleira skemmtilegt.

Á leiðinni um landið höfum við rekist á mörg dýr, dauð og lifandi. Hérna er líka svakalega mikið um road kill, freka ógeðslegt. Annars eru hérna furðufuglar ýmiskonar, fleygir og ófleygir. Kea er alpapáfagaukur sem að kíkir á ferðamenn og snýkir af þeim mat. Rollurnar hérna eru líka furðulegar, fyndastar eru þær samt allsberar. Ekkert jafnast á við engi fullt af bleikum nöktum kindum!

Lord of the Rings er náttúrulega stórt dæmi hérna tg hægt að fara í alls konar ferðir ofl. Við hofum verið á mprgum þessum stöðum sem myndir var tekin upp og þvílík vinna það hlýtur að hafa verið. ótrúlegt alveg, gott að maðurinn rakaði inn óskarsverlaunum fyrir þetta.

Meira af norður eyjunni seinna...adiu

Hallo alle zusammen!
jetzt ist es wieder mal Zeit geworden, unsere Seite wieder ein bisschen zu aktualisieren. Aber das ist gar nicht so einfach wenn man in einem Campervan wohnt und nicht viel Zeit hat.
Also, am 13 Feb sind wir in Auckland gelandet und unser Verbindungsflug nach Christchurch sollte nur 2 Stunden nach unserer Ankunft in NZ starten. Doch aus 2 sind dann ueber 4 geworden, wetterbedingte Verspaetung.
In Christchurch angekommen haben wir uns am naechsten Tag gleich unseren Campervan abgeholt. Stehen bleiben und uebernachten wo es einem gefaellt, eine kleine Kuche oder besser gesagt Waschbecken, Gaskocher, Microwelle und Kuehlschrank, und mehr brauch man ja gar nicht mehr.
Aber jetzt zu dem was wir alles gemacht haben.
Die Súdinsel:

- Als erstes haben wir eine Siteseeing Tour in Christchurch und Umgebung unternommen
- dann sind wir an den Lake Takapo gefahren. Blaugruenes Wasser, einfach grandios. Dort haben wir auch das erste mal im Campervan uebernachtet
- am Tag darauf sind wir zum Mount Cook, dem höchsten Berg NZ. Man hat da fast ein bisschen Heimweh bekommen. Die Landschaft und die Berge errinnern einen an die Alpen.
- unser naechster Stop war dann Milford Sound. Ein gewaltiger Fjörd. Wasserfaelle, Klippen die Kerzengerade 700 m in die Höhe ragen, Seehunde,.... Die paar Dollar fuer die Schiffsrundfahrt waren es wert.
- danach sind wir nach Adrenalintown, nein Queenstown. Dem Geburtsort des Bungy. Und was bleibt einem da anderes uebrieg als zu springen. Und zwar von einem mit einer Gondel ueberspanntem Tal 134m in die Tiefe. Die Unterhose hab ich mir danach dann schnell gewechselt. Das war aber gewaltig!!!!! Aber 1 Stunde zuvor haben wir uns mit einer Jetboatfahrt aufgewaermt. Und zwar auf einem Fluss durch eine einge Schlucht. Die kleinen Boote waren mit zwei 250ps starken Motoren ausgeruestet. Einfach gewaltig.
- von dort weg ist es dann ab in Richtung Westkueste gegangen. Auf dem Weg dort haben wir einen Stop in Wanaka gemacht. Auch wieder ein kleines Dorf an einem wunderschönen See
- an der Westkueste sind wir dann 100te Km durch dichten Urwald gefahren, bis wir dann zu den 2 Gletschern gekommen sind. Dem Fox Gletscher und dem Franz Josef Gletscher. Jeweils reicht eine Gletscherzunge fast bis zur Strasse. Doch Gletscher haben wir in Tux (einen Kleinen) und in Island zu genuege. Also wer mal einen richtigen Gletscher mit gigantischen Gletscherzungen sehen will der fáhrt nicht nach NZ, und nicht nach Tux, sondern nach Island. Dann waren da auch noch die Pfannkuchen Klippen. Das ist auch gewaltig. Warum den Namen? Das sieht man am besten auf den Fotos
- und úber 2500 km in einer Woche spáter sind wir dann úber Greymouth, Westport, Nelson und Picton auf die Fáhre nach Wellington.

Aber mehr vom Norden und Skydiving beim naechstenmal.

Friday 12 January 2007

Gamlar frettir a ny - Wieder alte Nachrichten

Hæ, hæ, Fyrst að ég var búin að skrifa þetta, skelli ég þessu hérna inn. Sem sagt gamlar fréttir.
Eftir skítuga ferð um Fraser Island og stutta nótt í Hervey Bay keyrðum við af stad til Arilie Beach. Ferðin tók 8-10 tíma og tók aðeins á. Við skiptumst þó á að keyra, annars er Peter meira í þeim pakka. Sólin er líka mjög sterk og ekki annað hægt en að pakka sér inn í handklæði til að brenna ekki í spað í bílnum.
Eftir enn eina stutta nótt á hosteli fórum við í siglingum um Whitsunday eyjarnar. Við vorum 14 manns á skútunni og 3 í crew. eftir að hafa keypt sjóveikistöflur, bjór og sólkrem var siglt úr fallegu höfninni. Það átti að koma stormur, en sem betur fer lét hann ekki sjá sig og fengum við því bara algjört mix af veðri, sól, hita, vind og smá rigningu. Að sjálfsögðu var sofið í kojum og sumir sváfu úti á dekki. Eftir góðann kvöldmat og mikið spjall var fairið í koju. Þá varð ég alveg græn í framan og hélt að ég myndi ekki meika nóttina en sofnaði svo á endanum. Morguninn eftir vöknuðu allir frekar krumpaðir og þyrstir eftir loftlausa nótt, en eftir góðann morgunmat var okkur hent í land á Whiteheaven beach, nafnið lýsir upplifuninni best held ég. ég var mjög fegin að fá fast land undir fæturna og komst yfir sjóveikina fljótt. Það má ekki synda hérna í sjónum nema í allsherjar galla, þið getið ýmindað ykkur hvað maður er smart. Allir skelltu sér því í galla og hlupu út í sjó. Gallarnir eru til að ,,verja" mann fyrir Stingers (einhverskonar baneitradar marglyttur). Stinger stinga mann og geta drepið mann á staðnum. Á þá staði sem að maður gat ekki gallað sig upp var sett dágóð slumma af sólarvörn og svo vonað það besta. Við vorum svo sótt á eyjuna og okkar beið frábær hádegismatur um borð í skútunni. Svo var siglt af stað og fundinn góður staður til að snorkla. Allir skelltu sér í gallana góðu óg hentu sér út í sjóinn. Það var geðveikt að snorkla þarna, rosalega falleg kóralrif og ótrúlegir fiskar. Við Peter vorum einnig svo heppin að sjá stóra skjaldböku og Peter synti með henni í smá stund. Eftir að 16 manns höfðu farið í sturtu og skipt um föt í nánast engu rými var akkerið sett niður fyrir næturstaðinn og horft á sólalagið. Daginn eftir var rosaleg gott veður og klikkað heitt og við fórum a snorkla aftur sem var frábært. Þetta var alveg frábær ferð með frábæru fólki sem við eigum eftir að vera í sambandi við í framtíðinni. Skítug og glöð gengum við í land og sóttum bílinn og farangurinn okkar.
Af stað héldum við norður í átt að Cairns. Planið var að keyra bara í 3 tíma og svo finna næsturstað og halda svo aftur að stað í 4 tíma. En þegar við vorum byrjuð að keyra ákváðum við að halda bara áfram og sjá hversu langt við kæmumst. Allt dótið okkar var útum allt í bílnum, öll fötin og við skítug svo að allt skipti bara engu máli. Við snæddum svo dýrindis feta ost og tómata í einhverjum bæ og keyrðum lengra. Í Innersfail var þetta orðið gott af keyrslu og við lögðum bílnum á einhverju bílastæði og fórum að sofa. Nóttin var viðburðarík í 100% raka og loftleysi. Peter svaf eins og steinn og ég var alltaf að brölta eitthvað. ég þorði samt ekki útúr bílnum til að anda því það var einhver risahundur þarna á sveimi og einnig aðrir bílar með sofandi fólki í. Við vöknuðum eins og gefur að skilja mjög snemma og fórum niður á strönd að borða morgun mat. Pössuðum okkur þó á að vera ekki of nálægt vatninu, svo að við yrðum ekki að morgunmat einhvers krókódíls. Núna vorum við komin á regnskóga og hitabeltis svæði og því allskonar kvikindi hér að finna. Við skelltum okkur í heimsókn á krókódílabúgarð og kallinum leist svo vel á okkur að hann bauð okkur vinnu. Einnig spurði hann hvort að ég myndi vilja kaupa litla kengúru fyrir 10 dollara. ég svaraði að ég væri meira en til í það en ég gæti ekki tekið hana með: ,,taka hana með! ég held nú ekki, þú hendir henni inn til krókídílanna!" Nei takk, tek bara brauð handa kengúrunum í staðinn. Myndirnar tala svo sínu máli.
Næsti áfanga staður var svo Port Douglas sem er aðeins norðar en Cairns. Fallegur bær þar sem við fórum á mótelið sem ég talaði um hérna síðast. Í dag (7.jan) fórum við í dagsferð um Cape tribulation svæðið sem er World Heritage svæði (Þingvellir lika). Hér er elsti regnskógur í heimi og mikið af sérstökum plöntum og dýrum - og krókódílum. Við sigldum niður Daintree ánna í leit að krókó og slöngum. Við vorum geðveikt heppin og sáum fullt. Það er nefnilega fengi tími og ekki margir krókóar á sveimi. Krókóinn á árbakkanum er akfeitur af eggjum og sá sem er í ánni (myndir) er Scarface, hann er alræmdur á svæðinu, ásamt Alberti feita. einnig gegnum við í gegnum regnskóginn, fengum grillveislu úti í skóg, drukkum kaffi á ströndinn sem the Blue Lagoon myndin var tekin upp og kíktum á margt fleira skemmtilegt. Þrusu góðir daga að baki og fleiri ævintýri bíða okkar í Cairns og Sidney.

Cairns og Sydney:
Allt bara snilld.
Fórum í dagsferð út á Great Barrier Reef!! ótrúleg upplifun, fórum í 30 min köfun og snorkludum okkur til óbóta. Held að ég gæti orðið sjávarlíffræðingur eftir þetta allt saman og ég sem þoli ekki að synda i sjó! Ég krassaði á rif og skrapaði á mér löppina í byrjun dagsins, ekki mjög þæginleg upplifun, en samt bara gaman að slasa sig á þessum ótrúleg stað, hehehe. Á leiðinni í land var mikið fjör, söngur og leikir. Elvis sá um að halda uppi stuðinu, í þetta skiptið var hann svartur með sítt hár, geðveikt fyndinn gaur.
Sydney var líka frábær, gott veður og yndisleg borg, eins og allt annað hérna í OZ. Ef að það er eitthvað sem Ástralir kunna þá er það arkitektúr og brúarsmíð, klöppum fyrir þeim! Einnig fórum við í frábæra ferð um Blue Mountains sem eru í um 2 tíma fjarlægð frá Sydney. Gengum þar í 37 stiga hita í gegnum regnskóga og upp niður kletta. Mjög gaman.
Ekki var mikið um laus herbergi í Sydney svo að við enduðum í verri helmingnum á borginni, Kings Cross. Lonely Planet bókin lýsir hverfinu sem slíku: The Cross is a bizarre cocktail of stip joints, prostitution, crime and drugs - shaken and stirred! Takk fyrir góðann daginn. en þetta var bara ágætt. Happy Hocker voru beint á móti og Love machines við hliðina á, hvað vill maður meira. Það varð múgæsingur á götunni þegar hórurnar ákváðu að kíkja út í sígó eina nóttina, ekki mikið klæddar greyin og var þeim hent inn af security gaurunum eftir stuttann smók. Það bankaði upp á hjá okkur maður í gærkveldi og sagði bara ,,sorry", þegar ég opnaði herbergið ógnvekjandi í rauðum bangsa náttfötum. Í morgun kom í ljós að tveir gaurar fóru í ránsferð um hostelið og við bara heppin að vera heima. Ég þurfti að gefa lýsingu á manninum og missti næstum því af lestinni út á flugvöll fyrir vikið, bloody criminals!



OZZI OZZI OZZI und auf wiedersehen
Die warscheinlich letzten Zeilen aus OZ (Australien)
Ja und nach der sandigen Fraser Island Tour sind wir dann am naechsten Tag von Harvey Bay nach Arlie Beach gefahren, natuerlich fast immer auf der linken Seite. Fuer das kurze Stueck haben wir fast 10 Stunden gebraucht. Also nur ein Katzensprung fuer australische Verhaeltnisse. Auf dem Weg da hoch haben wir viele Kangurus, Koalas, Frösche, Vögel,.... gesehen. Leider nur auf oder an der Strasse liegend. Wir selber haben auch unseren Beitrag dazu geleistet. 2 Frösche und ein, "ich weiss nicht was", das war aber ein bisschen groesser und mit Haaren.
Von Arlie aus sind wir dann mit der Eureka, unserer Jacht, 3 Tage lang von Riff zu Insel .... herumgesegelt. Ein Stop war am Whiteheaven Beach, dem schönste Strand ueberhaupt. Wie der Name schon sagt, weisser Sand, klares Wasser , nur zum Schwimmen muss man in einen Stinger Anzug. Denn 8 Monate im Jahr sind gefaehrliche Quallen ueberall an der Ostkueste zu finden. Dann waren wir schnorcheln, natuerlich auch im Rennanzug, dabei haben wir als einzigen in der 14 koepfigen Gruppe eine Schildkröte gesehen. Das war schon nicht schlecht.
Nach der Segeltour sind wir dann gleich weiter hoch in den Sueden gefahren. Geplant waren 3 Stunden fahrt, und dann den naechsten Tag weiter, doch da uns das linksfahren so viel spass machte sind wir halt fast ganz hoch gefahren. Doch spaet Abends ist es halt schwer ein Zimmer zu finden, also haben wir uns einfach einen Kosy Parkplatz gesucht, und es uns in unserem riessen Hyndai Getz gemuetlich gemacht. Ich hab geschlafen wie ein Stein, doch meine bessere Haelfte hat sich da ein bisschen schwerer getan.
Am naechsten Tag sind wir dann an Crains vorbei hoch ins 60km entfernte tropische Port Douglas. Dort haben wir eine Urwaldsafari hoch nach Cap Tripulation unternommen wobei wir unsere erste Schlange und Krokodile in freier Natur gesehen. Und natuerlich vieles mehr. Und noch was am Rande,
Dann sind wir wieder zurueck nach Cairns, und von dort aus ans Great Barrier Reef. An den ausseren Rand, so etwa 35-40km vom Hafen entfernt. Also 90 min mit dem riessigen high speed Catermaran. Dort haben wir unseren ersten Tauchgang gemacht und natuerlich wieder Schnorcheln. Leider haben wir dort keine Haie gesehen, dafuer aber von kleine Nemos bis zu gewaltigen Muscheln alles vorhanden.
Vorgestern sind wir dann nach Sydney geflogen, unser 10er Flug, Einen Tag sind wir in die Blue Mountains gefahren, und gestern haben wir uns alles in Sydney selbst angeschaut. Also ich kann nur sagen, so eine Reise ist schwerst Arbeit.
Heute sind wir nach Neuseeland, Auckland, Flug nr 11 und in 2 Stunden gehts dann weiter nach Christchurch, nr 12. Mehr davon spaeter.

In and out of Auckland


Kia Ora! Haha, bara buin ad vera herna i 5 min og strax fara ad tala malid, eg er nu meiri snillinn:) Bara stud herna a NZ, erum ad fara afram til Christchurch eftir klukkutima og svo er thad bara campervan i 14 daga. Sem sagt hus og bill saman i einum pakka. Vid verdum thvi ekki mikid i netsambandi en vid reynum og rembumst eins og kiwi vid staur. Astralia var bara frabaer og vid attum frabaera daga i Sydney og i Cairns. Jaja, skrifa meira seinna. Hafid thad gott. ASK - mikid erum vid fegin ad einhver notar litla raud. Klappid honum fra okkur. gaman ad thad se snjor heima, vildi ad eg gaeti kikt. Thad er 25 stiga hiti her i NZ. Adeins minna en sidustu daga i OZ - ca. 37 - 40 stig!

Hallo oder Kia Ora wie man auf Maurisch sagt. Wir sind gerade in Auckland New Zealand gelandet und warten auf unseren Verbindungsflug nach Christchurch. Dort wartet schon ein campervan auf uns. Der wird fuer die naechsten zwei Wochen unser zu Hause sein. Australien war supe, haben schoene aber stressige Tage in Cairns und Sydney erlebt.
Hier hat er 25 grad, ein bischen weniger als in Oz - dort hatte es 37-40 grad.
Schone Gruesse von NZ.

Sunday 7 January 2007

No Worries!

Jaeja, helviti erum vid dugleg. Erum buin ad vera ad grillast herna a netkaffi og drita inn myndum. Verst ad madur hefur ekki tima til ad setja inn texta vid myndirnar, en thad er kannski haegt ad tengja thetta allt saman vid textann herna a sidunni.
eg get ekki lyst tilfinningunni thegar eg labbadi inn a motel herbergi (nb. ekki hostel) i gaer og thad var uppabuid rum, handklaedi, sapa og meira ad segja spegill a herberginu!! Gjeggadur luxus. Vid erum buin ad deila herbergjum, badherbergjum, tjaldi og skutu med hatt i 60 manns sidastlidna viku. Ekki veitti heldur af sturtunni thvi eitthvad hefur verid litid um thaer sl. daga og thetta var bara hrein hamingja sem atti ser stad tharna! Madur laerir ad meta thad sem ad madur hefur gott folk, munid thad! Upps, buid ad loka Peter uti af netkaffinu og eg her inni. Verd vist ad fara ad umpakka ollu dotinu thvi thad er allt i rust. Erum buin ad vera 2 naetur her i Port Douglas og forum til Cairns i 2 naetur i fyrramalid. Svo fljugum vid til Sidney. Thangad til naest: No worries mate!

Saturday 6 January 2007

Gamlar og nyjar frettir. Alte und neue Nachrichten.


Halló allir saman. Ekki mikið búið að gerast á þessari síðu undanfarið, en heldur betur búið að vera nóg að gera hjá okkur. Ástralía er líka frekar aftarlega á merinni varðandi nettengingar. Höfum ekkert komist á netið lengi.
Sit núna í bílnum okkar og er að grillast úr hita. Við erum að keyra frá Hervey bay til Arlie Beach í dag sem tekur svona 8-10 tíma. Þetta er lengsta keyrslan okkar hérna í Oz vo að þetta er í lagi. Nú verð ég að hugsa til baka og rifja síðustu daga upp. Jólin voru yndisleg hjá Vikký og fjölskyldu í Melbourne - Takk fyrir okkur elsku Vikký og Julian!! Svo flugum við til Brisbane og gistum þar í 3 nætur á þessu fína Hosteli. Við fengum nú rigningu meir og minna þann tíma sem við vorum í Briz og vorum bara hissa á þessari veðráttu. Við vorum nú ekki ein um það þar sem að þetta var talið mjög óvenjulegt af innfæddum. Veðurspáin lofaði heldur ekki góðu fyrir ferðina okkar til Fraser Island. En við skoðuðum allt það helsta i Brisbane og eyddum einum degi í Astrailia Zoo. Það var mjög gaman, en mjög sorglegt að Steve Irwin skuli vera dáinn.
Þann 28. des fengum við svo litla sæta rauða bílaleigu bílinn okkar og héldum strax af stað til Noosa. Það tók bara 2 tíma að keyra með nokkrum byrjenda mistökum! Helvítis stefnuljósin eru líka öfugumegin svo að rúðuþurrkurnar voru óspart notaðar til að sýna í hvaða átt við ætluðum. Einnig höfum við prufað að keyra á móti umferð, en sem betur fer var það úti á landi og svo til engin traffík :) Í Noosa vorum við í eina nótt. Það er mjög fallegur strandbær við hliðina á minnsta þjóðgarði Ástralíu. Þar var hins vegar múgur og margmenni og að horfa yfir ströndina minnti helst á teiknimynd, bumbur, brjóst og brimbretti hvert sem maður leit. Við eyddum deginum í að kíkja á bæinn og þjóðgarðinn og héldum svo af stað til Hervey Bay. Síðustu 100 km á leiðinni til Hervey bay voru eitt allsherjar morð. Það var road kill út um allt, kengúrur af öllum stærðum og gerðum, minnkar omfl. Við létum okkar eftir liggja og brunuðum yfir nokkra froska og eitthvað dýr sem ég veit ekki hvað er. Risaflugur og pöddur dundu á bílnum svo að rúðuþurrkurnar komu að góðum notkum, hefði samt verið best að fara út að skafa! Þann 30.des var svo haldið af stað til Fraser Island sem er stærsta sandeyja í heimi sem er jafnframt þakin regnskógi.
Fraser Island:
Á Fraser fórum við í self drive safari og útilegu í 2 nætur yfir áramótin, ásamt 6 öðru fólki sem við höfðum aldrei séð áður. Það var frábært. Hópurinn saman stóð af pari frá Japan, pari frá Þýskalandi, tveimur stelpum frá Finnlandi og okkur. Við fíluðum finnsku stelpurnar best og deildum tjaldi með þeim. Þýska parið drap stemmningu svolítið því þau hættu að tala saman og voru í fílu. Við hin reyndum bara að vera í tvöföldu stuði fyrir vikið. Á Fraser eru enga götur bara sandslóðar og 100 km strönd sem að maður brunar upp og niður. Við skoðuðum allt það helsta, syntum í nokkrum vötnum og létum okkur fljóta niður lækinn í Eli Creek. Það var á gamlárdag og allir ástralarnir sem voru á eyjunni söfnuðust þar saman yfir daginn í strandstemmningu. Það voru jeppar úr um allt, tónlist í hverjum bíl og folk lá bara á sólstólum úti í læk. Aðrir röltu upp og niður lækinn, en flestir þá alltaf með kæliboxið í bandi. Náttúru upplifunin var stórkostleg á Fraser. Frá Indian head klettinum sáum við skjldbökur í sjónum, barracudafiska og hákarl! Annars eru Dingóar um alla eyjuna og maður þarf að passa að læsa allann mat inni í bílum og taka til eftir sig, tjald nágrannar okkar fengu nokkra Dingóa í heimsókn eina nóttina og voru ekki alveg að fíla það. Það var ansi skrítið að vera í útilegu á ströndinni og vera aldrei kalt! Annars var bara sandur út um allt, það er varað við að fara með myndavélar á eyjuna því sandurinn smígur inn í allt og alla. Allur matur var því með sand ívafi og þar sem ekki var hægt að vaska upp né fara í bað vorum við öll vel skítug þegar heim var komið. Læt þetta duga i bili og skrifa vonandi meira á morgun. By the way, það er 32 stiga hiti hérna, úff!


Hallo, wieder mal,

In Australien ist es gar nicht so leicht online zu bleiben. Die sind da noch ein bisschen hinten. Aber egal. In den letzten Tagen haben wir ja ziemlich viel gemacht. Fangen wir mal mit dem Australien Zoo, dem zu Hause des Crocodile Hunter, an. Da gab es Crocs, Schlangen, Tiger, Kangorus, und und und.... Da koennte ich noch lange aufzaehlen. Der Zoo war seine Dollar wert.
Die Tage in Brisbane waren auch ganz angenehm. Nur das Wetter hat nicht mitgespielt. Es war eher auf der kaelteren und regnerischen Seite. Aber das ist man ja vom Norden her gewohnt. Dort haben wir dann ein Auto gemietet. Und wie ihr sicher schon gewusst habt, in Australien ist linksfahren angesagt. Und im grossen und ganzen hat das auch gut geklappt. Von dem Abgesehen, dass wir einmal falsch aus einem Kreisverkehr herraus gefahren sind, anstatt des Blinkers immer den Scheibenwischer in gang gesetzt haben, und noch ein paar mal auf die falsche Strassenseite eingebogen sind. Aber jetzt, nach ueber 2000km hat man sich schon ein bisschen daran gewoehnt.
Dann waren wir ja noch auf Frasier Island. Wir waren 8 Personen, 2 Deutsche, 2 Finninen, 2 Japaner und wir. Und natuerlich einen Toyota Landcruiser. Dort hatten wir 75 milen Sandstrand, Urwald, super schoene Seen, Dingos,... Ja und von einer Klippe haben wir Rochen, einen Hai, einige Schildkroeten und einen grossen Barakuda ,der fuer uns eine kleine Vorfuehrung gemacht hat, gesehen.
Und der Sand dort, der ist so fein, den hat es ueberrall hinein geblasen, in das Zelt, Rucksack, ja sogar auf das Abendessen,....
Die 3 Tage waren bis jetzt sicher eine der gewaltigsten.
Jetzt geht die Internet Zeit zu Ende, der Rest muss halt wieder mal warten.

Tuesday 2 January 2007

Gledilegt nytt ar!!! Ein gutes neues Jahr!!

Gvod, brjalad ad gera og aldrei internet tenging eda ad thad er buid ad loka thegar vid loksins hofum tima. Erum samt ad reyna ad skrifa a laptopinn en komumst svo ekki i wireless internaet. Anyways er buida ad vera frabaert hja okkur. Forum fra Brisbane til Fraser Island i jeppasafari og utilegu um aramotin. gedveikt. Erum nuna ad fara i siglingu a svaka skutu um Withsundays eyjarnar og verdum i 2 naetur i luxus. Okkur veitir ekki af frii eftir sidustu daga hehehe! Sem sagt bara gaman. Reynum ad vera meira i bandi a naestunni.
Vonum ad allir hafi thad gott og thokkum innilega fyrir oll commentin, gledur litlu hjortun okkar.
Erum ad fara i performance and fun pakkann a Eureka II. Ef thid hafi tima og ahuga getid thid tekkad a hvad vid verdum ad gera naestu 2 daga: www.ozsailing.com.au

Nachtraeglich ein gutes neues Jahr
wir haben zur Zeit ziemlich viel Stress. Also Urlaub pur.
Sind in den letzten Tagen von Brisbane nach Harvey Bay gefahren. Dort haben wir eine 3taegige Jeepsafari auf die groeste Sandinsel der Welt, Fraser Island, gemacht. Gewaltig!!! Jetzt sind wir schon 800km weiter noerdlich in Airlie Beach und warten auf die EurekaII. Eine ausgediente Racing Jacht. Mit der fahren wir fuer 3 Tage zu den whihsundays Inseln. Also mal schauen wie das wird.
Macht es alle gut und danke auch noch fuer eure Kommentare

Hier ist die Homepage von der Reiseagentur. ihr koennt euch ja mal unsere Jacht anschauen. www.ozsailing.com.au