Tuesday 28 August 2007

Eru ekki allir sexý?

Oh, er búin að drekka svo mikið kaffi að það eru farnir að vaxa á mig hreifar.

Ok, er alveg búin að vera nóg í útlöndum undanfarið en september toppar þetta gjörsamlega.
Fer með mömmu til Boston næstu helgi, svo með Peter til New York helgina þar á eftir og svo kíki ég væntanlega til London í lok mánaðar.

Annars er allt fallegt að frétta. Peter stefnir á Brúarhlaupið á Selfossi á laugardaginn. (Nú vöknar Lísu um augun af stolti og er örugglega að hrópa á tölvuna: Áfram Selfoss!) Það er hálft maraþon. Ætli ég hlaupi ekki 5 km. Er að vinna alla daga fyrir hlaupið og til 23 kvöldið áður þannig að ég ætla ekki 10km. Enda bara farið einu sinni út að hlaupa síðan í maí!

Helgin var góð. Erum búin að stunda kvikmynda hátíðina í Regnboganum grimmt. Búin að sjá The Bridge, No Body is perfect, Sicko, Die Faelscher og Whithout her. Á sunnudaginn skelltum við okkur á Esjuna og þar sem það tók bara 1 og hálfann tíma fórum við bæði út að hlaupa þegar heim var komið. Bara gott veður og gaman.

Er annars mjög spennt fyrir Fusion Fitness hátíðinni í World Class Laugum 14 - 16. sept. Allir að mæta! Það verður geðveikt stuð! Kíkið á www.fusion.is

Bið að heilsa í bili.

Sunday 19 August 2007

Áfram Peter!

Já, hann Peter minn lætur ekki deigann síga og tók heilt maraþon í gær! Hann setti sér markmið að vera undir 4 tímum og tók þetta svo bara á 3:20!! hann varð í 39 sæti!. Í hans flokki varð hann 17jándi! Ég hjólaði með honum alla leiðina í yndislegu veðri. Síðustu metrarnir voru magnaðir og ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að hágrenja í markinu. Ohh, ég er svo stolt af honum. Við gerðum okkur lítið fyrir og löbbuðum bara heim úr bænum, það var fínt fyrir hann til að trappa sig niður.

Ég var frekar þreytt líka eftir viðburðarríka viku. Við löbbuðum sem sagt Heklu síðasta laugadag og það var magnað. Svo tjölduðum við í Landmannalaugum og skelltum okkur skjálfandi í heita lækinn sem bjargaði nóttinni. Daginn eftir gengum við á Bláhnjúk og grænagil í Landmannalaugum. Við komum svo þreytt og ánægð heim en við tóku 2 morgunflug, hlaupaæfingar og ræktin ásamt 2 miðnæturflugum. Er ekkert smá fegin að vera í fríi í 3 daga og vonast til að vinna upp svefn og minnka þvottinn.

Fyrir ykkur sem ekki vita erum við á leið til Danmerkur í nokkur ár. Áætluð brottför er í janúar 2008! Við eigum frekar bágt með að vera lengur en í nokkra mánuði á hverjum stað svo þetta er tilvalið (nenni varla að pakka). Við erum bæði að fara í nám. Auðitað eigum við eftir að sakna allra á Íslandi og ekki síst fjallanna og skyrsins! Snökt, snökt.
En meira um það seinna
Adiu

Monday 6 August 2007

Verslunarmannóhelgó

Hæbb,

Það er komin tími til að láta í sér heyra. Við erum búin að hafa það rosa fínt um þessa helgi. Við fórum saman til Baltimore á föstudaginn komum heim á sunnudaginn og skelltum okkur í mat til mömmu og Palla og í bíó. Í dag fórum við á Móskarðshnúka og röltum þar um alla toppa og trissur. Það var fínt veður en þoka og ekki mikið útsýni á köflum. Samt frábært og við vorum í 4 tíma á fjallinu.

Annars var æði að fá Hlyn brósa og family heim í 2 vikur og við reyndum að vera sem mest með þeim og grislingunum tveimur. Þeir eru náttúrulega kostulegir orkuboltar og við söknum þeirra allra sárt.

Á morgun ætla ég að labba Esjuna og svo eru það Ljósufjöll á Snæfellsnesi um helgina...eða Hekla. Fer eftir veðri. Ég er svo að reyna að redda mér fríi einn laugardaginn því planið er að fara í smá jeppa ferð með Palla og co. inn að Langasjó, Sveinstindi og Skælingum. Við erum reyndar búin að tala um að það væri gaman að ganga í kringum Langasjó og ég tala nú ekki um áðurnefnda tinda. Við Peter látum eflaust henda okkur út á leiðinni einhversstaðar til þess að labba.

Sem sagt allt í hershöndum hér.
Adiu