Monday, 6 August 2007

Verslunarmannóhelgó

Hæbb,

Það er komin tími til að láta í sér heyra. Við erum búin að hafa það rosa fínt um þessa helgi. Við fórum saman til Baltimore á föstudaginn komum heim á sunnudaginn og skelltum okkur í mat til mömmu og Palla og í bíó. Í dag fórum við á Móskarðshnúka og röltum þar um alla toppa og trissur. Það var fínt veður en þoka og ekki mikið útsýni á köflum. Samt frábært og við vorum í 4 tíma á fjallinu.

Annars var æði að fá Hlyn brósa og family heim í 2 vikur og við reyndum að vera sem mest með þeim og grislingunum tveimur. Þeir eru náttúrulega kostulegir orkuboltar og við söknum þeirra allra sárt.

Á morgun ætla ég að labba Esjuna og svo eru það Ljósufjöll á Snæfellsnesi um helgina...eða Hekla. Fer eftir veðri. Ég er svo að reyna að redda mér fríi einn laugardaginn því planið er að fara í smá jeppa ferð með Palla og co. inn að Langasjó, Sveinstindi og Skælingum. Við erum reyndar búin að tala um að það væri gaman að ganga í kringum Langasjó og ég tala nú ekki um áðurnefnda tinda. Við Peter látum eflaust henda okkur út á leiðinni einhversstaðar til þess að labba.

Sem sagt allt í hershöndum hér.
Adiu

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hó Linda
Gaman að sjá að þú ert enn í bloggheiminum :)
Alltaf gaman að fylgjast með ykkur Peter. Þið eruð alveg ótrúlega active, manni langar bara að fara út að hlaupa þegar maður les bloggið híhí ;)
Ertu búin að taka ákvörðun með skóla ? :)
take care. kv. E

Iris Heidur said...

Hæhó!
Það mætti halda að ég byggi ekki á þessu landi..kannast ekkert við þessi staðarheiti öll sömul...jú kannski Esjuna....er hún ekki í Vestmannaeyjum annars??:):)Farið nú að arka aðeins suð-austurlandið. Annars er von á mér í borgina 27/8, skólinn!! Vonandi hitti ég þig þá Linda mín. Verðum í bandi.
Kv, Íris við Heklurætur..eða e-ð?