Wednesday 11 July 2007

Sól og sumar ;)

Hæ hó. Það er nú meira veðrið hér á Fróni. Við Peter reynum að vera sem mest úti á svona dögum. Ég labbaði Esjuna í gær í logni,sól og 20 stiga hita!!
Fór líka Móskarðshnjúka í síðustu viku og það var hreint ótrúlegt. Þetta eru ljósu tindarnir við endann á Esjunni og við hliðina skálafelli. Mæli fastlega með þessu.

Ég er búin að fatta það að mér líður best skítugri upp á fjalli. Það er bara hreint yndislegt að eiga svona náttúru eins og við eigum.

Hlynur brósi og Co. eru að koma á föstudaginn. Ég get ekki beðið. Ég er búin að hlakka til eins og lítill krakki..en svo er bara að koma að þessu. Ekkiámorgunheldurhinn:)

Jæja, best að drífa sig út í góða veðrið.
later

3 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta
Ég virðist vera að fá þessa sömu bakteríu og þú, þó þín sé mun skæðari ;) en mér finnst bara æði að vera svona að labba og komast á toppinn ;) Tökum endilega göngu saman við tækifæri. ;)

Knús og kossar,
Hildur garpur :)

Anonymous said...

Hae elskan min,
Sorry ad eg er ekki buin ad svara emailinu. Brjalad ad gera. Allt i godu her. Heyri betur i ther fljotlega. Sakna thin

Anonymous said...

Hae elsku Lindan min,
Vona ad ther lidi betur gullid mitt. Eva sem er ad hugsa til thin