Tuesday 29 July 2008

Bitin og bólgin






Sit hérna heima með löppina uppi á stól vafða í ís, allir gluggar og hurðar eru opin út á gátt og ég er með viftuna mína á fullum krafti beint fyrir framan mig.
Það er sem sagt 30 stiga hiti, sól og blár himinn og ég er að kafna. Stefni á að færa mig út í garð hvað á hverju.
Á laugardagskvöldið vorum við boðin í grill hjá Soffíu og Árna og það var glæsi veisla eins og alltaf hjá þeim. Þar voru líka vinafólk þeirra sem að maður að sjálfsögðu kannaðist við frá litla íslandi. Nú er að koma flugutíð í Dk og var ég stungin í fótinn þetta kvöld á milli iljar og ökkla eða hvernig sem maður á að lýsa þessu. Ég fann mikið fyrir stungunni og aðeins eftir á en svo pældum við ekkert meira í því og hjóluðum heim um miðnætti.
Daginn eftir var ég stokkbólgin og alveg að drepast í löppinni og á sunnudagskvöldið hringdi ég á læknavaktina. Mér var ráðlagt að taka ofnæmistöflur og kæla. Í gær fór ég svo frekar kvalin í vinnuna og alltaf þrengdist skórinn minn meira og meira. Löppin var eldrauð, þrútin og heit og ég var alveg 40 mín að hjóla heim. Sem betur fer var ég á hjóli því ég gat varla labbað. Í gærkvöldi var ég svo bara alveg búin á því og fór bara að sofa, hafði ekki kraft í að fara á slysó eða eithvað. Í morgun hringdi ég í lækninn minn og viti menn, stofan er lokuð í 2 vikur! Ég tók mig til fyrir vinnuna, að drepast i löppinni og hún orðin mjög ljót. Þá gróf ég upp eitthvað númer hjá lækni og fékk tíma á stundunni, ég hjólaði þangað og lét kíkja á þetta. Læknirinn sagði að þetta væri ekki falleg sjón, en hún héldi að eitrunin væri að fara að ganga til baka og ég ætti að hvíla fótinn, en ætti að koma strax aftur ef að það færi að myndast rönd upp með fætinum. Ég hringdi í Peter og sagði honum að ég væri að fara að hjóla í vinnuna og hann bara harðbannaði mér að fara. Og ég var eiginlega smmála honum en nenni bara ekki að vera heima!! En ég veit að ég yrði að drepast eftir vinnu í löppinni svo að ég var góð stelpa og fór beina leið heim með fílafótinn minn. Sem betur fer er ég ekki með neinn bjúg, því þá væri löppin sprungin! Svona er nú það.
æEg set in nokkrar myndir frá ferð Peters til Tux. Kv. Linda fílafótur og bumbubúi.

Sunday 27 July 2008

Deutsch,deutsch,deutsch

Nach langer Pause hab ich mich entschlossen wieder mit dem bloggen anzufangen. Hurra!!!!
Wie ja wahrscheinlich alle schon wissen sind wir nach Kopenhagen gezogen um ein bisschen die Schulbank zu drücken. Aber eine Woche vor unserer Abreise haben wir erfahren, dass Nachwuchs auf dem Weg ist. Nochmals Hurra!!!! Und jetzt sind wir schon in Woche 33. Also knapp 2 Monate und dann fängt der ernst des Lebens an. UFFF!!!
Linda arbeitet noch für eine Woche bei A.P. Möller (Mærsk) als Crew Assistant. Sie hält sich dadurch auch ein bisschen fit, denn sie muss jeden tag 7km in die arbeit und 7 wieder nachhause radeln.
Ich hab das erste Semester in meinem Studium (Constructing architect) im Juni fertig gemacht. Unterrichtet wird auf englisch. Ich bin bis jetzt der erste Österreicher der die "Copenhagen technical academy" besucht. Ansonsten kommen die Studenten von überall her. In meiner 5 Mann Gruppe war einer von Uganda, ein Iraker, eine aus Nepal, ein Däne und ich. Bei so einer Mischung sind schon mal kulturelle unterschiede zum Problem geworden. Fürs nächste Semester hab ich mir schon eine neue Gruppe gesucht, ein Neuseeländer (er ist vor einer Woche Vater geworden) eine Dänin (sie wird zu Weihnachten Mutter) und ich. Da kommen sicher andere Probleme ans Tageslicht.
Zur Zeit arbeite ich als Zimmerer bei einer isländischen Firma wo nur isländer arbeiten und natürlich ich. Dann versteht man wenigstens etwas, denn mit dem dänisch hab ich es noch nicht so.
Vor 2 Wochen bin ich nach Österreich gefahren da mein Opa am 10.07.08 verstorben ist. Er ist 90 Jahre alt geworden und war für 59 Jahre verheiratet.
Für mich war es ja wieder mal Zeit nach Tux zu fahren da ich schon fast eineinhalb Jahre nicht mehr dort war. Und durch das Begräbnis hat man viele Verwandte und Freunde getroffen, wie zum Beispiel Oma und Opa aus Oberlienz, den Onkel Sepp aus Kals und natürlich meinen kleinen Neffen Ferdinant Robert der gerade 3 Monate alt geworden ist.
Jetzt ist es aber genug fürs erste mal, bis bald.

Saturday 26 July 2008

Hildur og Tinna í heimsókn.







Hildur og Tinna voru í stuði hjá okkur alla vikuna. Við grilluðum úti í garði hjá okkur eitt kvöldið, fórum í dýragarðinn og Hildur og Hjölli komu til okkar með hana Arndísi sína og stelpurnar gátu fíflast saman.
HIldur mín, diskurinn er á leiðinni.
Er farin út, Það er 28 stiga hit og sól....alveg óskaveður óléttu konunnar.

Wednesday 23 July 2008

Upptekin.is






Rosa fín þýska hjá hjá þér Anna Svava mín! Gaman að einhver sé að kíkja hér við.
Ég er bara búin að vera upptekin.is og er núna að safna saman smá hvíld, þvo þvott, og taka til og Peter líka. Síðastliðnar vikur hafa bara ekki verið eðlilegar. Það er alltaf brjálað í vinnunni og er ég nokkuð óþekk og kem mér stundum ekki heim sem er alls ekki gott því ég verð að fara að slaka meira á. Læknirinn spurði í síðustu viku hvort að ég gæti ekki lagt mig seinnipartinn...já einmitt. Fer ekki að leggja mig þegar ég kem heim um 18 - 19, þá get ég ekkert sofnað á kvödin. En nú fer að líða að því að ég hætti að vinna. Ég var ekkert á því í síðustu viku og spurði hvort að það væri þörf fyrr mig kannski hálfann daginn fyrstu vikuna í ágúst. Það voru allir mjög glaðir með það og ég má bara láta vita í næstu viku ef að ég vil vera lengur eða ekki. Þá má ég líka ráða hversu lengi ég vil vinna á daginn ofl. Eins og mér líður í dag og í gær nenni ég eiginlega ekki meir. en það lagast örugglega um leið og ég næ mér á strik aftur. En ég sé til.

Hildur og Tinna voru hjá okkur í viku og ég var mjög fegin að hafa þær þear Peter fór til Tux. Takk fyrir komuna elskurnar okkar. Það tala allir um hvað myndin hennar Tinnu er flott.
Peter átti góða viku heima hjá sér, enda alveg kominn tíminn til að hann fari að láta sjá sig þarna niður frá. Afi hans var jarðaður á mánudeginum, en öll helgin fór í undirbúning og bænir. Það er mjög sérstkt hvernig þetta fer fram. Afi hans var í kistunni heima hjá Peter þar til að hann var jarðaður og það koma múgur og margmenni á hverjum degi til þess að biðja og votta samúð sína. Þannig að það var fullt prógramm í þessu.
Peter var líka að hitta litla frænda sinn í fyrsta skiptið og fékk smá æfingu í að skipta um bleiju, gefa pela og að ærslast í honum. Hann var líka duglegur að fara í fjallahlaup, gönguferðir, fótboltaæfingu, djamma með vinum sínum og að versla sma barnavörur með mömmu sinni. Sem sagt bara mjg góður tími.

Harpa og Dóri vinafólk okkar var svo eina viku í Köben og bjuggu þau hjá Hildi og Hjölla með lita 5 mánaða strákinn sinn, hann Víglund HInrik sem er bara draumur í dós. Það heyrist ekki múkk í barninu og er ekki með neitt vesen! Pant fá svoleiðis ;)
Síðastliðna viku hef ég sem segt farið beint eftir vinnu að hitta þau öll og var aldrei komin heim fyrr en seint og síðar meir og alltaf var ég að vinna lengur líka. Um helgina vorum við með þeim öllum stundum og var þetta aldeilis frábær tími hjá okkur. Á sunnudagnn leigðum við bíl og keyrðum öll til Mön. Þar fórum við að Möns Klint sem eru hvítir klettar og minna helst á Grikkland frekar en DK. Þar löbbuðum við um og komumst að því að það var bara hægt að fara upp eða niður til að upplifa þetta fyrir bæri. Við byrjuðum á því að fara upp fullt af tröppum og svoleiðis en þaðan sá maður ekki mikið. Svo að þa´var ákveðið að fara niður á ströndina. Það voru bara tröppur þangað niður og voru þær 994! Ég skellti mér niður og eftir 10 - 15 mín tröppugang var ég ekkert sérlega spennt fyrir uppleiðinni. En þetta gekk allt saman vel og ég naut örrugglega góðs af öllum fjallgöngunum á síðasta ári. Daginn eftir voru allir að drepast úr harðsperrum.

Núna er markmiðið að taka því rólega eftir vinnu og ná að hvíla mig svolítið. Peter er farinn að vinna aftur á fullu og er bara í góðum málum. Ég var nú búin að skella inn myndum um daginn, en þær hurfu. Kannski næ ég að setja nokkrar núna.
Hilsen

Monday 14 July 2008

Deutsch

Hier wird der Peter bald auch auf deutsch schreiben, fuer freunde und familie in Österrreich. Was sagst du dazu Sepp?
Also bis zum naechsten mal.
Linda

Friday 11 July 2008

Peter er í Austurríki

Á miðvikudagskvöldið fengum við símtal að afi hans Peters væri orðinn ansi slappur og ætti ekki mikið eftir. Við ákváðum að leita strax að flugi f. Peter. Hann er ekki búinn að fara heim til sín í 15 mánuði og margt svosem búið að ganga á undanfarið heima hjá honum. Á fimmtudaginn fórum við bæði i vinnuna og Peter var bara í símanum á milli mín og Austurríkis þar sem allir voru að vinna í því að finna flug, en Það er mjög dýrt að komast þarna niðureftir og þetta var frekar vonlaust. Ég fékk svo miða í gegnum vinnuna mína, bókaði og borgaði hann. Þá var það frágengið og allir fegnir að Peter gæti farið og hitt alla strax morguninn eftir. En því miður náði hann ekki að hitta afa sinn því hann lést svo á fimmtudaginn rétt eftir að flugið hafði verið borgað. Peter er sem sagt farinn til Tux í viku, sem er alveg frábært og nauðsynlegt finnst mér. Hann getur tekið þátt í að kveðja afa sinn sem hann er alinn upp með og hefur búið undir sama þaki og hann alla ævi. Afi hans hét Gottlieb Erler.

Hildur og Tinna eru hjá mér fram á þriðjudag og er ég mjög fegin að hafa þær hérna. Ég er náttúrulega búin að vera að vinna alla daga og lítið getað gert með þeim en við ætlum að eiga góða helgi saman og gera margt skemmtilegt. Þær eru góðir gestir, Hildur er búin að elda handa okkur grænmetissúpu og kaupa surprise Floedebollur handa ólettur gellunni. Tinna Rut sæta sér um að halda tískusýningar á fötunum sem hún er búin að kaupa sér, svo tekur hún okkur í smá snyrtingu og hárgreiðslu. Í gær teiknaði hún svo frábæra mynd af okkur Peter og litla barninu sem hún kalla krúsímúsí. Voða sæt.

Það er rosalega mikið að gera hjá mér í vinnunni og ég er stundum bara búin á því eftir daginn. Ég þarf að hafa mig alla við að slökkva á tölvunni og fara heim á réttum tíma. Stundum reka yndislegur vinnufélagarnir mig heim. Ég á eftir að sakna þeirra allra mjög mikið og finnst mér alveg hrikalega leiðinlegt að vera að hætta þarna. en ég ætla að vinna til 1. ágúst. Ég ferðast um á hjólinu eins og áður og finnst það frábært til að fá smá púst fyrir og eftir vinnudaginn. Ofnæmið er eiginlega alveg farið og get ég ekki lýst hamingju minni yfir því. Þvílíkur léttir.

Knús og kram til allra þarna úti.

Thursday 3 July 2008

Enn á ný steik í Köben..úff






Það er alltof gott veður hérna þegar maður getur ekki notið veðurblíðunnar á daginn. Ég er alltaf með massaplön að fara í hjólatúr og göngutúr og ég veit ekki hvað og hvað eftir vinnu. En þegar ég er búin að hjóla heim er ég bara búin að fá nóg og langar helst að fara að sofa kl.19 þessa vikuna. En þar sem helgin er ekki neitt plönuð ætlum við bara að dóla okkur í veðurblíðunni og jafnvel kíkja í barnabúðir á allar græjurnar sem þarf hugað að fyrir nýja fjölskyldumeðliminn.

Peter fékk vinnu í gær og byrjaði kl. 7 í morgunn. Vei, vei! Hann var alltaf að bíða eftir svari og náði aldrei í manninn og þetta var orðið frekar vonlaust eitthvað. En svo gerðist þetta bara hratt og er það gott mál. Hann á að vinna 7-17 mán-fimmt og frí á föstudögum! Þetta er vinna hjá íslensku smíðafyrirtæki og eru bara íslendingar að vinna þarna. Hann er svo heppinn að þeir eru með verkefni á Østerbro er stutt fyrir hann að hjóla í vinnuna. Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að bera á sig sólarvörn því eftir daginn í dag er hann svartari en hann var. En það er gaman að þessu og við erum mjög ánægð.

Litli bumbubúinn er á fullu alla daga í að æfa sig fyrir stóra heiminn. Stundum hristist skrifborðið mitt í vinnunni af æsingnum í bumbunni. Ég er undir aðeins meira eftirliti því að legbotninn er svo hár hjá mér. Ég fer því alltaf til fæðingarlæknis einu sinni í mánuði í sónar og það er búið að gera nokkur test sem að komu öll vel út. Sem sagt allt normalt. En það er gott að það sé fylgst með manni.

Unnur og Gylfi ætluðu að koma til okkar í dag, en frestuðu ferðinni. Það verður gaman að fá ykkur einhvern daginn elskurnar.
Hins vegar eru Hildur og Tinna litla/stóra að koma á þriðjudaginn og verða hjá okkur í viku. Við hlökkum mikið til og erum búin að panta sól og blíðu fyrir þær.

Skelli inn nokkrum myndum af okkur vinkonunum. Hilsen, Linda+1

Tuesday 1 July 2008

Vinkonu heimsókn og endalaust partýstand.

Ég hef verið upptekin hverja mínútu sl. viku og enginn tími til þess að láta í sér heyra.
Elsku bestu og sætu vinkonur mínar Eva Hrönn, Rakel og Anna Svava komu til okkar 19.júní og voru hjá okkur í 6 frábæra daga. Anna Svava kom fárveik og tók nokkra lúra til að ná sér, sem hún gerði svo á síðustu dögunum. Við gerðum margt skemmtilegt, ég var að vinna svo að Peter var eiginlega meira með þeim. Við áttum frábær kokteila rommy kvöld, fórum út að borða og á djammið, í smá verlunarleiðangur og höfðum það voða huggulegt. Alveg eins og það á að vera með vinkonum sínum. Þær fengu að ærslast í bumbunni minni og hugsuðu vel um mig. Það var lesið fyrir mig fyrir svefninn, lakkaðar á mér táneglurnar, sett í þvottavélar og verlsað fyrir mann. Yndislegir gestir það!
Síðasta kvöldið var farið í rommy keppni en ég fór að sofa um miðnætti því ég þurfti jú að hjóla í vinnuna og vinna allann daginn. Peter og stelpurnar voru í kokteilafíling og seint um nótt fengu þau þá snilldar hugmynd að klára allt áfengið..sem var by the way ekki lítið. Þau gerðu sér lítið fyrir og voru í banastuði fram til 6 um morguninn, ég vaknaði nokkrum sinnum og gólaði á þau að lækka tónlistina. Ég vaknaði svo rétt fyrir 7 og fór af stað í vinnuna, alveg ringluð yfir þessu næturbrölti á mánudagsnóttu.
Einhver þynnka gerði vart við sig hjá þeim daginn eftir en ekki vorkenndi ég þeim neitt..haha. Á þriðjudagskvöldið héldu þær svo heim á leið eftir að hafa verið með mér að opna bréfið frá CBS - þar sem kom í ljós að ég væri komin inn í masternámið, vei, vei. Takk fyrir frábærann tíma elsku dúllurnar mínar. Ykkar er sárt saknað af okkur þremur hér á Borups Alle.

Ekki var nú tími til að slá slöku við í sociallífinu. Á miðvikudaginn tók vinnudagur og sund við með tilheyrandi 20 km hjólaferð yfir daginn. Strax eftir það fórum við í frábærann sushi kveðjudinner heima hjá Hjölla og Hildi til að kveðja hana Völu okkar.
Þá var sko tekinn leigubíll heim um 1:30.

Fimmtudagurinn fór í vinnumaraþon til kl. 17. Þá kom Peter til mín í vinnuna og við fórum á Sumarhátíð hjá fyrirtækinu mínu. Við fórum öll í rútu á stórann veitingastað við sjóinn. Þar var fordrykkur og fínheit á ströndinni, svo fínn dinner og Casino. Allir fengu 10.000 dkk spilapening í upphafi kvöldsins til að freista gæfunnar. Við unnum og töpuðum til skiptis og í lokin lögðum við allt undir i rúllettu og töpuðum öllu. Þetta var mjög fínt kvöld og gaman að Peter gat hitt vinnufélaga mína og drukkið þó nokkra kokteila í minn stað, hann er alveg að standa sig þessa vikuna. Við komum svo heim eftir miðnætti og ég gat ekki beðið eftir því að fara að sofa!

Prógramm vikunnar var ekki búið enn, því það var vaknað eldsnemma á föstudaginn, pakkað niður og tekin lest til Horsens til Hlyns brósa og co. Þar áttum við yndislega helgi með fjölskyldunni. Mamma og Palli eru í tveggja vikna golfferð hér í Dk og komu til Horsens um helgina og fengu að sjá bumbuna fyrir alvöru í fyrsta skiptið. Þetta var frábær helgi í faðmi fjölkyldunnar sem mér fannst mjög mikilvæg á þessum tímapunkti í lífinu.
Svona var nú það. Ekki er ég viss um að þetta sé uppskrift af viku 29 á meðgöngu, en mikið er búið að vera gaman hjá okkur.
Vinnulega séð eru brjálaðir tíma framundan og en aðeins minna partýstand. Er að vinna í myndamálum.
Hilsen