Það er alltof gott veður hérna þegar maður getur ekki notið veðurblíðunnar á daginn. Ég er alltaf með massaplön að fara í hjólatúr og göngutúr og ég veit ekki hvað og hvað eftir vinnu. En þegar ég er búin að hjóla heim er ég bara búin að fá nóg og langar helst að fara að sofa kl.19 þessa vikuna. En þar sem helgin er ekki neitt plönuð ætlum við bara að dóla okkur í veðurblíðunni og jafnvel kíkja í barnabúðir á allar græjurnar sem þarf hugað að fyrir nýja fjölskyldumeðliminn.
Peter fékk vinnu í gær og byrjaði kl. 7 í morgunn. Vei, vei! Hann var alltaf að bíða eftir svari og náði aldrei í manninn og þetta var orðið frekar vonlaust eitthvað. En svo gerðist þetta bara hratt og er það gott mál. Hann á að vinna 7-17 mán-fimmt og frí á föstudögum! Þetta er vinna hjá íslensku smíðafyrirtæki og eru bara íslendingar að vinna þarna. Hann er svo heppinn að þeir eru með verkefni á Østerbro er stutt fyrir hann að hjóla í vinnuna. Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að bera á sig sólarvörn því eftir daginn í dag er hann svartari en hann var. En það er gaman að þessu og við erum mjög ánægð.
Litli bumbubúinn er á fullu alla daga í að æfa sig fyrir stóra heiminn. Stundum hristist skrifborðið mitt í vinnunni af æsingnum í bumbunni. Ég er undir aðeins meira eftirliti því að legbotninn er svo hár hjá mér. Ég fer því alltaf til fæðingarlæknis einu sinni í mánuði í sónar og það er búið að gera nokkur test sem að komu öll vel út. Sem sagt allt normalt. En það er gott að það sé fylgst með manni.
Unnur og Gylfi ætluðu að koma til okkar í dag, en frestuðu ferðinni. Það verður gaman að fá ykkur einhvern daginn elskurnar.
Hins vegar eru Hildur og Tinna litla/stóra að koma á þriðjudaginn og verða hjá okkur í viku. Við hlökkum mikið til og erum búin að panta sól og blíðu fyrir þær.
Skelli inn nokkrum myndum af okkur vinkonunum. Hilsen, Linda+1
2 comments:
Hæ elsku hjartans Linda, Peter og ? ;)
Okkur hlakkar svo til að koma til ykkar og sjá litla engilinn þegar að þið eruð búin að eiga :) Við erum með ykkur í huganum og fylgjumt með ykkur hér á blögginu.
Sendum ykkur knús og kram frá Selfossi og Jóna sem var með okkur í fyrra á Fusion biður að heilsa ykkur :)
Knús og kram frá Íslandi til ykkar!
Ykkar vinir
Unnur og Gylfi Már
Hey hey hey ég held að ég hafi bara gleymt að skrifa THANK YOU comment. HEY guys Linda og Peter, takk kærlega fyrir mig það var alveg frábært að koma til ykkar og gaman að sjá allt hjá hjá ykkur. Ég hlakka til að kinnast henni Önnu Rakel (bumban) ;-)
kveðja Rakel og co
Post a Comment