Ég hef verið upptekin hverja mínútu sl. viku og enginn tími til þess að láta í sér heyra.
Elsku bestu og sætu vinkonur mínar Eva Hrönn, Rakel og Anna Svava komu til okkar 19.júní og voru hjá okkur í 6 frábæra daga. Anna Svava kom fárveik og tók nokkra lúra til að ná sér, sem hún gerði svo á síðustu dögunum. Við gerðum margt skemmtilegt, ég var að vinna svo að Peter var eiginlega meira með þeim. Við áttum frábær kokteila rommy kvöld, fórum út að borða og á djammið, í smá verlunarleiðangur og höfðum það voða huggulegt. Alveg eins og það á að vera með vinkonum sínum. Þær fengu að ærslast í bumbunni minni og hugsuðu vel um mig. Það var lesið fyrir mig fyrir svefninn, lakkaðar á mér táneglurnar, sett í þvottavélar og verlsað fyrir mann. Yndislegir gestir það!
Síðasta kvöldið var farið í rommy keppni en ég fór að sofa um miðnætti því ég þurfti jú að hjóla í vinnuna og vinna allann daginn. Peter og stelpurnar voru í kokteilafíling og seint um nótt fengu þau þá snilldar hugmynd að klára allt áfengið..sem var by the way ekki lítið. Þau gerðu sér lítið fyrir og voru í banastuði fram til 6 um morguninn, ég vaknaði nokkrum sinnum og gólaði á þau að lækka tónlistina. Ég vaknaði svo rétt fyrir 7 og fór af stað í vinnuna, alveg ringluð yfir þessu næturbrölti á mánudagsnóttu.
Einhver þynnka gerði vart við sig hjá þeim daginn eftir en ekki vorkenndi ég þeim neitt..haha. Á þriðjudagskvöldið héldu þær svo heim á leið eftir að hafa verið með mér að opna bréfið frá CBS - þar sem kom í ljós að ég væri komin inn í masternámið, vei, vei. Takk fyrir frábærann tíma elsku dúllurnar mínar. Ykkar er sárt saknað af okkur þremur hér á Borups Alle.
Ekki var nú tími til að slá slöku við í sociallífinu. Á miðvikudaginn tók vinnudagur og sund við með tilheyrandi 20 km hjólaferð yfir daginn. Strax eftir það fórum við í frábærann sushi kveðjudinner heima hjá Hjölla og Hildi til að kveðja hana Völu okkar.
Þá var sko tekinn leigubíll heim um 1:30.
Fimmtudagurinn fór í vinnumaraþon til kl. 17. Þá kom Peter til mín í vinnuna og við fórum á Sumarhátíð hjá fyrirtækinu mínu. Við fórum öll í rútu á stórann veitingastað við sjóinn. Þar var fordrykkur og fínheit á ströndinni, svo fínn dinner og Casino. Allir fengu 10.000 dkk spilapening í upphafi kvöldsins til að freista gæfunnar. Við unnum og töpuðum til skiptis og í lokin lögðum við allt undir i rúllettu og töpuðum öllu. Þetta var mjög fínt kvöld og gaman að Peter gat hitt vinnufélaga mína og drukkið þó nokkra kokteila í minn stað, hann er alveg að standa sig þessa vikuna. Við komum svo heim eftir miðnætti og ég gat ekki beðið eftir því að fara að sofa!
Prógramm vikunnar var ekki búið enn, því það var vaknað eldsnemma á föstudaginn, pakkað niður og tekin lest til Horsens til Hlyns brósa og co. Þar áttum við yndislega helgi með fjölskyldunni. Mamma og Palli eru í tveggja vikna golfferð hér í Dk og komu til Horsens um helgina og fengu að sjá bumbuna fyrir alvöru í fyrsta skiptið. Þetta var frábær helgi í faðmi fjölkyldunnar sem mér fannst mjög mikilvæg á þessum tímapunkti í lífinu.
Svona var nú það. Ekki er ég viss um að þetta sé uppskrift af viku 29 á meðgöngu, en mikið er búið að vera gaman hjá okkur.
Vinnulega séð eru brjálaðir tíma framundan og en aðeins minna partýstand. Er að vinna í myndamálum.
Hilsen
Tuesday, 1 July 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hæ dúllur og tak for sidst ;-) Held að það sé fínt að draga aðeins úr partýstandinu og taka því rólega (ef það er til í íslensk-austurrísku orðabókinni ykkar). Vildi annars láta vita að það eru komnar myndir af ykkur á síðuna okkar. En náttúrulega engar af ICY genginu.
hey, en gaman. Ég skal senda þér einhverjar myndir. Fer í það mál einn tveir og núna.
ask
Æ var mamma þín ekki alveg tryllt að sjá bumbuna. Gaman að þú gast aðeins hvílt þig í faðmi fjölskyldunnar eftir að sukksömu vinkonurnar létu sig hverfa. Ég veit ekki hvort þú varst búin að heyra að þegar ég og ask ætluðum loksins að drullast út að geitinu á flugvellinum stóð Reykjavík gate closed og við fríkuðum út og hlupum eins og geðveikar. Gaurinn spurði okkur bara sallarólegur hvort það hefði verið gaman að versla!
Sakna þín og bumbs og Peter peter.
Kv Eva (ekki Silvernail)
Post a Comment