Saturday 14 June 2008

Helvíti...? Það er vægt til orða tekið!

Já, undanfarnar 2 vikur hafa verið hreint helvíti fyrir mig sökum ofnæmis og ekki lítur út fyrir að það lagist í bráð. Samkvæmt gröfum og tölum hér í DK má búast við frjókornum í loftinu fram í ágúst. Eins og flestir vita hef ég reynt allt varðandi þessi mál hjá mér í gegnum tíðina og ekkert virkar. Þetta er líka komið út í mjög slæmann asthma hjá mér og ég sef mjög lítið á nóttunni og er bara að gefast upp á þessu. Ég reyni samt að lifa eins og eðlilegu lífi og hægt er, en þetta gerir mann mjög lúinn og búin á því alltaf. Mamma og Palli eru mjög sæt og hafa boðist til að borga leigubíla fyrir mig þegar ég þarf á að halda. Hef notfært mér það tvisvar í vikunni og það er gott að hafa smá backup þegar maður er að kafna. Annars er allt á fullu hjá okkur alltaf.
Síðasta sunnudag eftir afmælið var örugglega 30 stiga hiti og sól. Við hjóluðum á Amager strand og vorum þar í nokkra tíma.
Á þriðjudaginn var Hópeflisdagur í vinnunni hjá mér. Við vorum keyrð með rútu til Smørum Golfcenter þar sem beið okkur frábær dagur. Það var byrjað á smá fyrirlestrum um stöðu okkur á markaði og fleira með morgunmat. Svo fórum við í golfkennslu, ég var ekki viss hvort að ég gæti spilað golf út af bumbunni en það var ekkert mál. Svo var ótrúlega flottur hádegismatur og opinn bar allann daginn. Það var búið að skipta okkur upp í fjögurramanna lið og svo var keppt á 9 holu velli. Ég var með Claus sem ég vinn mjög náið með og 2 stelpum úr örðum deildum. Þetta gekk mjög vel og var bara rosa gaman. Ég átti upphafshöggið og tók smá "Tiger" takta og allir misstu andlitið yfir golfhæfni minni með bumbuna, ég líka..hehe. En þetta var smá byrjenda heppni, en ég kláraði völlinn á 63 höggum held ég. Það keyrði golf bíll um svæðið með veitingar svo að það var bara þjónusta allann daginn, ekki slæmt. Við tók fínn dinner og verðlauna afhending fyrir frammistöður dagsins. Við lentum ekki í sæti, en hann Claus var besti kylfingurinn, fór á 40 höggum. Ég var nú ansi illa farin af ofnæmi eftir daginn og átti mjög erfiða nótt eftir þetta. Ég mætti samt í vinnuna því þar sem húsið er svona skot og sprengjuhlelt er það eini staðurinn í DK sem ég fæ smá fið fyrir ofnæminu. Það eru filterar sem sía loftið og eftir ca. 4 tíma í vinnunni get ég andað eðlilega. Sem er mjög mikill léttir. Ég er búin að spyrja hvort að það sé ekki svefnaðstaða í húsinu, því þá myndi ég notfæra mér hana nokkrum sinnum í viku. En því miður.
Vikan í vinnunni er búin að vera svakaleg og ég er bara að drukkna. Er búin að vinna lengur alla daga og kom ekki heim fyrr en 9 á fimmtudaginn. Í gær ætlaði ég líka að vinna lengur en við vorum boðin í mat hjá vini og bekkjarfélaga Peters. Hann er frá Nýja Sjálandi og kærastan hans er dönsk. Hún er líka ólétt. Þetta var mjög gott og skemmtilegt kvöld.
Í dag fattaði ég hvað ég er búin á því og er ég búin að sofa meira og minna allann daginn. Greinilega nauðsynlegt. Peter er líka orðinn mjög strangur við mig og bannar mér hitt og þetta, sem mér finnst mjög fyndið stundum. En hann er grafalvarlegur kallinn. Peter hefur það annars fínt, hann er að klára skólann á fimmtudaginn og er því aðeins að læra meira. Hann fór í stærðfræðipróf í síðustu viku og fékk 10 af 12. Það var 1 sem fékk 12 í bekknum. Þannig að það er glæsilegt. Svo er hann mjög upptekinn við að horfa á EM og að fara út að hlaupa. Jæja, best að fara að leggja sig eða eitthvað.

Saturday 7 June 2008

Afmælis myndir nr.2





Garðveislu Afmæli






Hann Peter minn á afmæli í dag og fögnuðum við með vinum og vandamönnum. Við buðum í hádegisgrillveisu sem endaði líka með kvöldgrillveislu. Þetta var rosalega vel heppnaður dagur, allt of mikil sól og hiti sem í smá tíma varð bara vesen!! Ekki hugsar maður út í það, en svo kom smá skugga horn til bjargar. Við vorum sem sagt 18 manns með börnum. Við grilluðum á nýja Weber gasgrillinu okkar, og þetta var bara frábær dagur í alla staði. Ef að veðrið verður svona á morgun þýðir ekkert annað en að fara á ströndina!

Tuesday 3 June 2008

Eurovision partýs myndir ofl.






Það er ennþá rosalega gott veður, held að það hafi verið 30 stiga hiti á sunnudaginn og örugglega líka í gær. En í dag var bara 23 gráður og vindur.
Við höfum það fínt. Helgin var rosa þægileg og skemmtileg. Á laugardaginn fór Peter að hjóla eins og vanalega og ég fór í sund að synda. Svo voru Frikki vinnufélagi Peters frá Aðalvík og Árný í Köben og vorum við búin að mæla okkur mót í hádegismat. Við fórum á Nyhavn og fengum okkur gott að borða í steikjandi hita og sól og röltum um bæinn með þeim fram eftir degi. Mjög gaman að hitta þau og eiga góðann dag.
Við Peter hjóluðum svo heim í hverfið okkar, fórum þar út að borða og skelltum okkur á tónleika ofl. í tilefni að Frederiksberg var 150 ára. Sunnudeginum var eytt í að jafna sig á ofnæmi og þriggja tíma kósíheitum í Frederiksberg Have.
Ég skellti inn myndum frá rosa flottu eurovision-sushi partýi hjá Soffíu og Árna sem hélt síðan áfram hjá Hildi og Hjölla. Har det bra!