Tuesday 3 June 2008

Eurovision partýs myndir ofl.






Það er ennþá rosalega gott veður, held að það hafi verið 30 stiga hiti á sunnudaginn og örugglega líka í gær. En í dag var bara 23 gráður og vindur.
Við höfum það fínt. Helgin var rosa þægileg og skemmtileg. Á laugardaginn fór Peter að hjóla eins og vanalega og ég fór í sund að synda. Svo voru Frikki vinnufélagi Peters frá Aðalvík og Árný í Köben og vorum við búin að mæla okkur mót í hádegismat. Við fórum á Nyhavn og fengum okkur gott að borða í steikjandi hita og sól og röltum um bæinn með þeim fram eftir degi. Mjög gaman að hitta þau og eiga góðann dag.
Við Peter hjóluðum svo heim í hverfið okkar, fórum þar út að borða og skelltum okkur á tónleika ofl. í tilefni að Frederiksberg var 150 ára. Sunnudeginum var eytt í að jafna sig á ofnæmi og þriggja tíma kósíheitum í Frederiksberg Have.
Ég skellti inn myndum frá rosa flottu eurovision-sushi partýi hjá Soffíu og Árna sem hélt síðan áfram hjá Hildi og Hjölla. Har det bra!

3 comments:

Anonymous said...

Vá, þú ert svooo sæt!
Hey bara 14 dagar.
ask

Anonymous said...

Takk ask, en þú verður að skrifa "sætur" (bara smá leiðretting)
kv Peter

Anonymous said...

Já, guð! Hvað er að mér? Smá mistök..
ask