Monday 25 December 2006

Brisbane


Hellú. Jæja, erum komin til Brisbane. Ferðin gekk þrusuvel og við erum á þessum fína hosteli. Það er svona 35 stiga hiti og sól, eitthvað sem við þurfum að venjast héðan í frá. Í dag var 25. des og er það aðfangadagur hérna i OZ og því ekkert opið. Við vorum því eins og Palli einn í heiminum á götunum hérna. En þar sem að kínverjar eru ekki að fagna jólunum fórum við í Chinatown og gátum fengið okkur hádegismat. Einnig ætluðum við að versla í matinn og fórum í kínverksan súpermarkað. Það sem við komum út með var kók, gúrka og sveppir í dós. Vorum ekki alveg með kínversku matreiðslubókina við hendina svo að þetta leit út fyrir að verða fátæklegur jóladagsmatur. En svo duttum við í lukkupottinn og fundum mjög litla búð og gerðum mikið úr litlu og vorum bara ansi glöð. Afraksturinn má sjá á myndasíðunni, enda nýjar myndir komnar inn!
Erum að fara að vakna snemma og taka lest í Australia Zoo eða Steve Irvin garðinn. Það verður gamana og heitt.
Bless í bili

Jaja, gestern den 25sten in der Frueh sind wir von Melbourne mit dem Zug zum Hauptbahnhof, dann Flughafenshuttle zum Flughafen und dann hatten wir noch 25 min bis zum Abflug. Also durch den Check inn und direkt in den Flieger. Besser konnte es nicht gehen.
In Brisbane angekommen sind wir bei 35 Grad direkt aufs Hotel. Hungrig nach der anstrengenden Reise haben wir uns dann auf dem Weg gemacht uns was essbares zu finden. Doch leichter gesagt als getan. Denn am 25 Dez sieht es hier nicht allzu rosig aus. Doch wir hatten schon wieder Glueck. Denn in Chinatown angekommen, ist uns gleich klar geworden, dass die Chinesen Weihnachten nicht jetzt feiern, darum hatte dort fast alles geöffnet und vom Reis bis zum Reis und..... war dort alles zu haben. mmhhh
Heute sind wir dann zum Australien Zoo, das zu Hause des Crocodil Hunter. Aber von dem giibts dann spaeter mal eine Geschichte. Man muss ja auch mal ins Bett.

Saturday 23 December 2006

Gleðileg jol! Frohe Weihnachten!

Halló elsku vinir og ættingjar til sjávar og sveita, eða hvar sem þið eruð stödd heiminum.
Megið þið öll eiga gleðileg jól og við þökkum fyrir allar kveðjurnar ykkar.
Sit uppi í rúmi og klukkan er 1 um nótt og því kominn 24. des hjá okkur. Furðulegt alveg hreint. Er að reyna að bóka herbergi í Brisbane ofl. Maður þyrfti að hafa manneskju í vinnu við þetta, svona plön og pælingar taka mikinn tíma. Sérstaklega þegar öll OZ (ástralia) er í jólafríi og sumarfríi á sama tíma, sem og að þetta er mjög mikið ferðamanna tímabil hérna megin á hnettinum. Við vorum jafnvel að pæla í að fá okkur húsbíl- enginn laus fyrr en 17.jan! Enga bílaleigubíla að fá, ekki sniðugt að tjalda- allt troðið og margt fleira í gangi. Þar sem að það er orðið áliðið og ég ætti að pilla mér í háttinn ætla ég að gera snögga samantekt á síðustudögum. reynum svo að setja fleiri myndir inn á næstunni, hafði ekki einu sinni tíma til að skrifa við þær síðustu. Ok, her kemur romsan:

Melbourne og veðrið:
M er yndisleg og frábær borg. Evrópskurbragur á henni, mikið listalíf, ótrúlegur arkitektúr, frábært fólk. góðar samgöngur, frítt í túristarútur og á söfn og bara brillijant! Við Peter fórum 2 daga í röð inn í borgina með lestinni og versluðum, fórum á kaffihús og skoðuðum okkur um.
Veðrið í M eða Victoríu ríki er misjafnt og erum við mjög fegin því. Þegar við komum var bara mellow 20 stiga hita veður, skýjað á köflum og skyggni ágætt, ef út í það er farið. Svo kom metsi hiti sem ég hef upplifað - 37 stig, takk fyrir góðann daginn! Það var enginn vindur og glampandi sól. Í gær kom svo langþráð regn fyrir Oz, það varði í 20 mínútur og það var eins og himinn og jörð væru að farast, við erum náttúrulega orðin hálf japönsk - alltaf með myndavélina á lofti og mynduðum því hið mikla regn. Í fréttunum í kvöld var aðalfréttin að þessi jól yrðu þau köldustu hingað til - bara 16 gráður! en við erum víst að fara í human barbeque næstu vikur því meðfram austurströndinni verður HEITT.

Dýralíf:
Í gær fór Vikký með okkur til foreldra Julians, sem er maðurinn hennar. Það tók 1 tíma að keyra og vorum við komin út á land. Mamma hans Julians vann í mörg ár í þjóðgarðinum þarna rétt hjá og fór hún með okkur í heljarinnar göngu í 37 stiga hita. markmiðiði var að leita að kengúrum og pokabjornum. Það er víst ekki algengt að sjá kengúruru í náttúrunni svo að þetta var ansi spennandi. Við vorum svo ótrúlega heppin að við sáum risa karlkengúru og nokkrar flottdýr. Furðulegur andskoti! Svo var fari í að leita að koalabjörnum. eftir mikið labb, hálsríg og svima rákum við augun í einn rosastórann uppi í tré. Mjog gamana p hafa upplifað þetta. Svo eru pokarottur og páfagaukar hérna í öllum trjám. Það voru einir 10 risa páfagaukar í trénu í morgun.

Skrifað á miðnætti þann 24. des.
Jæja, gat ekki klárað þetta í gær og hef ekki tíma núna. Jólin eru búin hjá okkur og við þurfum að vakna og fljúga til Brisbane eftir 6 tíma! Gleðileg jól allir og hafið það gott. Skrifum sem fyrst aftur. Risaknús, Linda og Peter


Cheers mate, und Frohe Weihnachten.
Sind noch in Melbourne, fahren aber Morgen Frueh wieder weiter, oder besser gesagt geht unser Flieger in 6 Stunden. Normalerweise feiert man in Australien Weihnachten erst am 25sten, aber Vikky und Julian haben nur fuer uns Weihnachten um einen Tag vorverlegt und heute gefeiert. War auch mal ganz nett am Weihnachtstag am Strand spazieren zu gehenþ
Das Wetter hier in Melbourne war von 37 Grad im Schatten am Samstag, bis 16 Grad morgen. Und das war der kaelteste Weihnachtstag seit vielen Jahren. Aber ab morgen werden die Temperaturen kaum mehr die 30iger Grenze unterschreiten. Denn oben ist das Klima schon etwas Tropischer. Ich bin schon mal gespannt.

Unglaublich ist auch die vielfalt der Tiere die wir bis jetzt schon gesehen haben. und das nur hier im Garten und in naeherer Umgebung. Den Vorgstern haben wir Vikkys Schwiegereltern besucht. Die so 25min ausserhalb von Melbourne wohnen. Dort sind wir in ein Waldstueck gegangen und haben eine kurze Wanderung unternommen. Nach schon wenigen Minuten sind schon die ersten Kangorus an uns vorbei gehuepft. Und natuerlich haben wir dann auch noch einen Koalabaeren zu sehen bekommen. Auf Warnschildern hat man vor Giftschlangen gewarnt, die in ganz Australien eigentlich sehr haeufig vorkommen. doch leider haben wir die noch nicht gefunden, aber wir haben ja noch 3 Wochen Zeit. Dann sind bei uns im Garten kleinere und grössere Papageie, kleine Possoms und auch noch groessere Art.

Es ist hier nicht gerade Weihnachtlich, denn wenn man einen Weihnachtsmann am Strand in der Badehose sieht, dann ist das schon ein bisschen komisch, aber man gewohnt sich schon dran.
Jetzt aber schluss, sonst verschlaf ich noch den Flug.

Wir wuenschen euch allen noch mals Frohe Weihnachten,,,,,,

Wednesday 20 December 2006

Nyjar myndir

Loksins erum við bunir að setja myndir frá Hawaii og Fiji á siðuni okkar. Goða skemmtun.
Entlich haben wir wieder ein paar neue Fotos von Hawaii und Fiji auf unsere Fotoseite geladen. Viel Spass beim durchblaettern!

Tuesday 19 December 2006

Gamlar frettir - Alte Nachrichten

Jæja, frábærir dagar á Maui að baki og Fiji bíður okkar í öllu sínu veldi, þar sem Aloha breytist í Bula! Á Maui gistum við á BananaBungalow sem er algjört bakpokaferðalanga hostel. Hostelið er ekki á aðalstaðnum en bíður hins vegar upp á frítt pick upp á flugvöllinn og fríar ferðir og uppákomur alla daga vikunnar. Á sunnudaginn skelltum við okkur í strandferðina ásamt ca. 30 manns og það var alveg ótrúleg upplifun. Við keyrðum hinum megin á eyjuna og fórum í gegnum alla flottustu bæina og resortana. Maui er nú fræg fyrir að mikið að ríku fólki kemur þangað og einnig fyrir geðveika golfvelli. Eyjan er líka með eitt fjölbreyttasta veðurfar sem fyrir finnst á eins litlu svæði. Á einum hluta eyjunnar er annað vætusamasta svæði í heimi og rétt hjá rignir aðeins í 3 daga á ári! Við fórum sem sagt á the Big beach og the little beach sem eru ótúlegustu strendur sem ég hef séð, hreinn sandur, tær sjór og engir steinar eða eitthvað rugl í botninum á sjónum. Stór klettur skilur strendurnar að og þarf að fara yfir hann til að komas á litlu stöndina. Þetta eru strendur sem að local fólkið fer á og litla ströndin er nektarströnd ef að maður er í stuði fyrir svoleiðis. Það eru margir hippar á Maui og safnast þeir allir saman á sunnudögum á litluströndinni. Allir mæta með bongotrommurnar sínar, kyndla og margt fleira furðulegt. Við sólsetur er svo sólin kvödd með geðveikum trommuslætti og dansi. Þetta var ótruleg upplifun og maður féll í trans við þetta allt saman eða kannski var það reykurinn sem sveif um ströndina sem hafði þessi áhrif á mann, hver veit. Þetta var ekki eitthvað túrista show, heldur bara local fólkið að skemmta sér saman. Ég gerði mér lítið fyrir og dansaði stríðsdans ásamt öllum hippunum á tippunum og mun lengi búa að þeirri upplifun.
Í gær fórum við svo inn í hinn heilaga Ioa Dal og gengum þar upp á tind í gegnum regnskóg. Þetta er staður sem fólkið á Hostelinu og fáir aðrir vita um svo að ekki var um neinn almennilega slóða að ræða, heldur bara algjör frumskógar stemmning. Enda vorum við öll rispuð í tætlur á höndum og fótum. Á leiðinni upp, sem tók rúmann klukktíma, borðuðum við villt hinber, Guava og jarðaberja Guava ávexti.. nammi namm. Við tróðum okkur í gegnum runna, klifruðum upp moldar veggi með því að halda okkur í rætur og margt fleira. Þegar upp var komið blasti við ótrúlegt útsýni. Þessi staður er heilagur á Hawaii, þarna áttu sér stað blóðug átök um landsvæði. Þetta svæði er erfitt yfirferðar og þess vegna er ýmis ólögleg ræktun þarna í gangi og fólk hefur verið skotið fyrir það eitt að ramba inn á slík svæði. Við enduðum svo ferðina á því að baða okkur í ískaldri á, í umhverfi sem líktist helst póstkorti. Geðveikt!
Þegar heim var komið ákváðum við að taka strætó einhvert! Fleiri á hostelinu voru með sömu plön svo að við fórum í road trip um Maui með hinu frumstæða strætókerfi. Þetta endaði sem hið mesta ævintýri hinu megin á eyjunni og skelltum við okkur á ströndina þar og horfðum á sólsetrið. Svo var málið að komast heim og við komumst að því að stætóinn hefði bilað og ekkert víst hvort að annar kæmi. Hawaii búar eru hins vegar yndislegir og redda öllu fyrir mann, svo að einn strætóbílstjóri sem var á leiðinni í allt aðra átt, kallaði út bíl fyrir okkur, keyrði okkur þangað sem við þurftum að vera og beið svo eftir bílnum með okkur, allt með sína farþega í bílnum!! Við tók svo hátt í klukkutíma ferð i einkastrætó heim á leið. Við kynntumst fullt af skemmtilegu, jafnt og rugluðu fólki í þessari ferð okkar til Maui.

Hier sind wir wieder, und aus Aloha wird nun BULA!! oder auf gut deutsch Hallo.
Die letzten Tage auf Hawaii waren super. Wir haben in einem Hostel übernachtet. Preis pro Nacht und Person um die 30 Dollar . Es war halt ein bisschen abseits der Touristenzentren haben aber alle Tage gratis Ausfluege angeboten. Am Sonntag sind wir und noch um die 30 andere an den Big Beach und den Little Beach gefahren. Das sind Traumstaende. Weisser Sand, klares Wasser , grosse Wellen, und der little beach ein Nacktstrand, was will man mehr. Die Zeit dort haben wir uns mit beachvolley, Frisbee, Bodysurfing,... verkürzt. Und zum Abschluss sind ein paar Einheimische mit ihren Bongotrommeln, fackeln und und und gekommen um haben eine richtige Party geschmissen. Doch wie es in den USA (Hawaii) so üblich ist durfte man keinen Alkohol am Strand geniessen, das das Rauchen von Marihuana, und so Sachen hat niemanden gestört. Und die Party war natürlich am Little beach.
Den darauflegenden Tag haben wir dann eine Wanderung in das Ioa Tal gemacht. Typisch hawaiijanisches Gelände. Steile Felsen und bis obenhin bewachsen. Auf dem Weg nach oben, das so ca eine Stunde gedauert hat, haben wir Guava Früchte, Erdbeeren, Bananen,... gefunden und als Jause am Gipfel verzehrt. Der Aufstieg war durch die dichte Vegetation ziemlich anstrengen, man musste teilweise fast kriechen, doch oben angekommen hat man die Anstrengung auch gleich wieder vergessen. Als krönenden Abschluss sind wir dann im BLUTIGEN FLUSS schwimmen gegangen.
Maui ist eine gewaltige Insel. Ein Teil der Insel, dort regnet es ca 12 Feet pro Jahr. Dort sind auch die ganzen Regenwaelder. Der andere Teil, der ist im Gegenteil trocken wie eine Wüste. Dort regnet es im Durchschnitt 3mal pro Jahr. Doch dort sind die ganzen 5 Sterne Resorts, Golfplaete, usw. Alles bewaessert und handgemacht. Ein Spielplatz der Reichen, oder deren, die aus der Hotelanlage nie herauskommen.
Jetzt sitzen wir gerade im Flugzeug auf dem Weg nach Fidji. Dort haben wir vor den Padi- Tauchkurs zu machen und ein bisschen auspannen. denn das naechste Monat wird ein bisschen anstrengend. In nur einem Monat die Ostkuest Australiens.
Tschüss und bis bald.

Nokrar góðar aukasögur.

Á stóruströndinni vorum við í blaki, frisbee og að leika okkur í sjónum. Fólk tók eftir því að við vorum stór hópur frá hinum ýmsu löndum en virtumst öll þekkjast. Ein stelpa frá Texas hélt að við værum á Maui í einhverju mega international brúðkaupi og fannst mjög spennandi að vita að við þekktumst í rauninni ekki neitt, heldur vorum við bara ferðalangar sem bjuggu á sama hosteli. Annar ameríkani kom til okkar og spurði hvort að þetta væri svona verkefni til þess að kynna evrópska og international menningu fyrir ameríkönum! Hvort að þetta væri svo hands on project, þar sem ameríkanar mættu leika sér við evrópubúa í blaki og frisbee á ströndinni á Maui!!! Daaa! Yndislegt fólk samt sem áður.

Í strætó á leiðinni einhvert og ekki vitandi hvar við áttum að fara út, töluðum við mikið saman um hvar við værum, hvað við ættum að gera osfrv. Við vorum 6 saman. Fólk frá Þýskalandi, Sviss og Ástralíu og voru svolítil læti í okkur. Öllum í strætó virtist vera slétt sama nema þegar við ákváðum að fara út úr stætó. Þá lét fólk heldur betur í sér heyra, einhver hippi harðbannaði okkiur að fara þarna út úr stætó, þarna var ekkert að sjá og við ættum að fara lengra. Strætó bílstjórinn lokaði líka bara hurðinni og allir í strætó tóku undir með þeim. Þið verðið að fara lengra, ekki fara hérna út! Frábært að allir voru sammála um þetta og við settumst aftur niður í hláturskasti. Á næstu stoppistöð ákváðum við að fara útúr stætó og spurðum yfir allann strætóinn hvort að allir væru sammála. Jújú, við máttum það og heill strætó kvaddi okkur innilega. Frábært fólk á Hawaii, allir boðnir og búnir að hjálpa til og ekki málið að keyra mann hingað og þangað.

Monday 18 December 2006

Hallo!

Hi allir! Nuna erum vid melbourne og erum hja Vikky fraenku og fjolskyldu. Flugid fra Fiji gekk mjog vel og svo flugum vid beint hingad fra Sidney. Thad er finasta vedur, en sem betur fer ekki of heitt. A fiji var stundum of heitt og ekki haegt ad fara ut ad hlaupa. Peter traeladi mer samt i gegnum klukkutima tennis i ca. 35 stiga hita. Eg var ekki som a eftir! I dag er Peter buin ad fara ut ad hlaupa og vid Vikky forum i raektina sem var oggislega gott!!!! Loksins hreyfing a ny! Annrs er planid ad kikja i budir i dag og svo verdum vid naestu daga ad plana ferina um Oz og ad fara i sightseeing i Melbourne. Kannski leigjum vid okkur linuskauta og skodum borgina thannig. Hafid thad gott i jolaundirbuninig og kulda, gaman ad heyra fra ykkur ollum. Eva og fjolskylda, til hamingju med nyja fjolskyldu medliminn, frabaert ad allt gekk vel. Stort knus til ykkar allra!

Ein kurzes Hallo aus Melbourne.
Gestern sind wir von Fiji direkt nach Sydney geflogen, und von dort direkt weiter nach Melbourne. Dort bleiben wir jetzt bis nach Weihnachten bei Vicky ,Lindas Cousine, und dann gehts ab in die Wildniss. Vorraussichtlich fliegen wir hoch nach Cairns, und von dort Fahren wir der Kueste entlang zurueck nach Sydney. Aber mal schauen, wir haben ja noch ein paar Tage um die Route zu veraendern.
Fiji war im grossen und ganzen super. Wir haben uns aber beide beim Schnorcheln einen Sonnenbrand geholt. 35 Grad sind halt doch schon eher zu heiss.
wir wuenschen euch noch viel spass im Weihnachtsstress, den wir ja leider nicht haben.
Cheers mate

Thursday 14 December 2006

Bula Fiji!

Gvod minn godur segji eg bara! Vid erum herna: www.sonaisali.com og eg hef engin ord til ad lysa thessu, svo ad tekkid bara a heimasidunni. Erum sem sagt komin til Fiji og allt hefur gengid eins og i sogu. Vid skrifudum a siduna um daginn en thad kom ekki inn, svo ad eg set thad bara seinna. Thad er annars bara 30 stiga hiti og bara gedveikt ad vera herna. Forum nidur i Nadi i dag og svo ad snorkla ut a ballarhafi a koralrifi, frabaer upplifun thad. Vid misstum einn dag a leidinni hingad. Thad var tridjudauginn 12. des og klukkan var 4. Svo millilentum vid a Christmas Island og tha var klukkan ordin 2 midvikudaginn 13. des. Svo ad thetta er allt frekar brenglad herna hja okkur og gatum thvi ekki farid i ad tka kofunarprof. Aetlum thvi bara ad gera allt annad sem okkur langar til, enda resortid frabaert. Sma munur ad fara af Hosteli i himnariki. Vid erum med oceanwiew bure og thetta er vaegast sagt ibud med ollu. En vid skrifum meira seinna thvi thad kostar mordfjar ad vera a netinu herna. Forum til Astraliu thann 18. des, thad er orugglega 17. des hja ykkur tha. Reynum ad vera i sem mestu sambandi. Bula!

Hallo! Wir sind in Fiji in diesem Resort www.sonaisali.com. Ihr musst dass einfach selber anschauen weil und fehlen die Worter. Sonst ist alles gut gelaufen und wir habe 30 grad ynd Sonne. Bis zum naechsten mal. Bula!

Sunday 10 December 2006

Hellu

Góðann daginn! Það var ekkert smá gott að fara að sofa í gærkveldi og ennþá betra að vakna í morgun við hanagal og sól. Við skelltum okkur út að hlaupa sem var brillijant en svolítið heitt. Í LA fórum við að sjálfsögðu líka nokkrum sinnum út að hlaupa eftir Venice Beach, en sáum því miður engin vöðvatröll á Muscel Beach. Erum bara að taka því rólega í dag en förum ásamt 30 manns í ferð á tvær strendur á eftir. Þar verður líf og fjör, bál og tónlist við sólsetur. Á morgun förum við svo í einhverja svaðilför inn í regnskóginn og skellum okkur svo í sund í einhverjum fossi. Við erum búin að setja inn nýjar myndir og linka á gististaðina okkar í LA og hérna á Maui.
Hafið það gott í jólaundirbúningi - erum alveg að gleyma að það eru að koma jól.

Saturday 9 December 2006

Aloha!


Ji, ég veit ekki hvar ég a að byrja, so many things so little space! Best að updatea landann aðeins.
Við keyrðum frá SF til LA og það gekk mjög vel og var ótrúlega flott og gaman á jeppanum okkar. Við vorum hinsvegar ekkert sérlega ánægð með hótelið okkar en það var við Venice beach og alveg á ströndinni, sem var fínt. Nema allir rónar í LA safnast þar saman yfir nóttina. Svo var enginn hiti á hótelinu og ég var að sjálfsögðu að frjósa og fékk hitara til að redda þessu. Eftir fyrstu nóttina vorum við bara orðin vön þessu. Í LA höfðum við 2 heila daga og ákváðum að skella okkur í sightseeing og universal studios. Í þeirri ferð kynntumst við Sue og Alan frá UK, þau bjuggu líka á fína hótelinu okkar. Þau erum sextugt, hætt að vinna og voru að koma frá Nýja Sjálandi. Við ákváðum að fara saman út að borða og ræða um NZ. Yndislegt fólk sem við svo buðum far á flugvöllin og þau voru svo ánægð með það. Heimsækjum þau einhvern daginn. Frá LA flugum við til Honululu og eins og komið hefur fram var enga gistingu þar að fá og það breyttist ekkert þrátt fyrir að við værum á staðnum. Við hringdum útum allt en ekkert laust. Það var ekki furða að allt væru uppbókað þar sem að það er risa blak meistaramót um helgina, U2 og Pearl Jam tónleikar og Honululu maraþonið!!!! Eftir mikið ráp á flugvellinum bjuggum við okkur til bæli og fórum að sofa. Í morgun vöknuðum við svo öll krumpuð á gólfinu á flugvellinum með hundruð farþega í kringum okkur. Við fórum strax í það að gera eitthvað í málunum og ákváðum að best væri að flýja á aðra eyju. Þá byrjaði hlaupið mikla á milli terminala, flugfélaga, síma o.fl. Loksins vorum við búin að bóka hostel og skanna markaðinn á fluginu. Við keyptum miða til Maui og vorum komin hingað aðeins klukkutíma seinna!!! Algjör snilld! Hostelið sótti okkur á flugvöllinn og klukkann 10 í morgun vorum við komin á Hostel á Maui. Við kæiktum í bæinn og lentum á einhverjum götumarkaði, þar kynntumst við Stanley og japönsku konunni hans og þau keyrðu okkur í mallið á Maui. Þar keyptum við helstu nauðynjar og grilliðum svo dýrindismáltíð hérna í garðinum á hostelinu. Strandferðir og gönguferðir eru á planinu næstu daga. Látum í okkur heyra.

Aloha Hawaii,
die ersten Stunden auf Hawaii waren nicht gerade wie man sich einen Traumurlaub vorgestellen wuerde. Wir hatten naemlich noch kein Hotel oder Pension gebucht. Das waere aber normalerweise auch kein Problem. Doch genau an diesem Wochenende ist ein U2 und Pearl Jam Konzert, (Heute Abend), morgen ist der Internationale Hawaii Marathon, und eines der groessten Handballspiele kommt als kroenung noch oben drauf. Also wir in Ohau angekommen, haben keine Chance gehabt ein Zimmer zu bekommen, ausser im Hilton um ca 500 Dollar die Nacht. Das haette unser Budget aber leider ein bisschen gesprengt. So haben wir, und auch noch um die 100 Personen, es uns einfach am Flughafen so richtig gemuetlich gemacht und einfach auf dem Boden geschlafen. Doch heute in der Frueh haben wir uns gesagt, fliegen einfach nach Maui. Den Flug haben wir um 8.45 gebucht, danach noch ein Zimmer , dann nach Maui geflogen, und um 10 uhr sind wir von einem Shuttle Bus in unsere Pension gebracht worden. Also in einer guten Stunde von der Gasse in den Traumurlaub.
Strand und Wanderungen stehen dann in den naechsten Tagen auf unserem Plan.
Mehr davon am naechstenmal.

Friday 8 December 2006

Hi!!

Jæja, eru allir að fara á taugum? Það er ekki auðvelt að komast á netið á LA og belive me við reyndum. Erum núna á LAX að fara í loftið til Honululu eftir klukkutíma. Veit ekki alveg hvað er í gangi þar, öll gisting er uppbókuð, sama hvort að það sé hostel eða Hilton. En við reddum okkur. Reynum að gista á sófanum hjá einhverjum (mamma og Palli, ekki fríka út!)
Annars erum við bara mjög ánægð með ferðina hingað til. Við virðumst samt alltaf lenda á gistingu sem er í rónabælinu, ég var farin að örvænta svo að við fórum í bíltúr um La í gær og það var eins og við manninn mælt, líkur sækir líkan heim, við enduðum í Bel Air og Beverly Hills. Hjúkket, we still have style! Annars er ég bara orðin geðveikt fræg og er aftur komin á samning hjá Joe Boxer! jæja verð að þjóta til Hawaii. Later.

Jetzt gehts ab nach HAWAII. Wir sitzen gerade am Flughafen und haben endlich die möglichkeit ins Internet zu kommen.
In LA haben wir alles gemacht was man in 2 Tagen machen kann. Haben eine Stadtrundfahrt gemacht und sind ins Universalstudio gegangen, dann sind wir selber durch BelAir und Beverly Hills gefahren.
Unser Hotel war schei...... , doch der Standort war eigentlich an einem super Platz, direkt am Strand. Doch das haben sich auch wiedermal die ganzen Obdachlosen gedacht. San Franzisko hat mir persönlich besser gefallen.
Jetzt wird unser Flug aufgerufen, also bis zum naechsten mal. ALOHA!!!!!

Monday 4 December 2006

Á leið til LA. Auf dem weg nach LA.


Hallochen! Það eru komnar inn nýjar myndir! Júhú!
Nú erum við stödd í Monterey sem er á higway 1 sem liggur meðfram strandlengjunni á milli San Fran og LA. Tad er mjög fyndið hvað veðrið verður alltaf betra og betra eftir því lengra sem við keyrum. Mér er búið að vera svo kalt í San Fran og keypti vettlinga og húfu bara til að meika daginn. Svo tróð ég mér í öll föt sem hugsanlega gáfu hlýju. Í gær sat ég í allt of stórri úlpu af Peter, með húfu, vettlinga og sólgleraugu og beið eftir Peter á bekk. Hann gerði sér svo lítið fyrir og labbaði framhjá mér því hann hélt að ég væri flækingur!! Verð greinilega að fá mér stílista í LA.
Anyways þá er gaman að segja frá því að við höfum hitt margt skemmtilegt fólk hingað til.
Í flugvélinni á leiðinni til London var ég vakandi í mjög stuttann tíma en náði þó að kynnast sessunaut mínum sem að var maður frá Indlandi en búsettur á Íslandi. Hann var á leiðinni til Indlands í brúðkaup sonar síns, sem hann svo bauð okkur að koma í. En því miður förum við ekki til Indlands fyrr en í mars. Hefði verið ótrúlega spennandi að lenda í 2-3ja daga brúðkaupi.
Í San Fran gistum við á Hosteli niðrí bæ. Við vorum búin að lesa að það væri staðsett VIÐ slæmt hverfi, svo kom í ljós það var staðsett Í slæma hverfinu. Þegar við komum af flugvellinum tókum við undergoundið niður í bæ og löbbuðum svo á Hostelið. Það var líf og fjör á götunum, ljós útum allt og komið myrkur. Allt í einu breyttist umhverfið svo fljótt að við héldum að við værum komin í bíómynd. Allt í myrkri, heimilislausir meðfram öllum veggjum, innkaupakörfur með aleigunni þeirra, hópar af fólki að díla dóp og bara allt í volli. Þá var nú gaman að vera ljóshærður með bakpoka! En þetta var ekkert mál, við keyptum bara nokkur grömm af krakki og féllum þá strax í hópinn! En Hostelið var svo mjög fínt sérstaklega þar sem gluggarnir voru svo þunnir að ég hélt alltaf að þeir væru opnir. Þetta gerði það að verkum að við heyrðum allt af götunni og í nótt vaknaði ég þegar karl og kona voru að rífast. Samantekt á rifrildinu: You stole my shit! Give me my stuff back. Shut up you b....tch, or else I´ll kill you! óggislega spennandi! En hann drap hana svo ekkert.
Jæja, ætla að chilla hérna á mótelinu sem heitir Casa Verde Inn. Ætlum að vakna mjög snemma og crúsa til LA á jeppanum sem að við fengum í stað minnsta bílsins. Gaman að því. Rock on!

Hallo, wir sind gerade in einer kleinern Stadt Namens Montero am Highway 1 zwischen San Fran und LA angekommen.
Und je suedlicher wir kommen desto waermer wird es. In San Fran hat sich Linda eine Muetze und Handschuhe kaufen muessen, Doch hier nahe Del Monte haben wir ueber 20 Grad. Solche Temperaturen hatten wir vielleicht 2 oder 3mal letzten Sommer.
In San Franzisko haben wir in einem Hostel uebernachtet. Die Unterkunft war super, wir waren auch nahe am Zentrum. Und auf dem Weg dorthin sind wir durch belebte Strassen, an super Hotels, Geschaeften,... vorbeigegangen. Doch je naeher wir zu unserem Unterschlupf gekommen sind, desto dunkler sind die Strassen geworden, und bei weniger Licht schlaeft es sich natuerlich auch besser auf der Strasse, und es ist einfacher Drogen zu verkaufen. Also Ideal um spaet Abends mit einer Strassenkarte, Rucksack und einer kleinen Blondiene durch die Strassen zu wandern.
An die ganze Zeitumstellung haben wir uns auch noch nicht ganz dran gewoehnt, sind ja auch 8 Stunden. Wir schlafen nie laenger als bis 4 Uhr.
Aber das wird dann schon werden. Doch morgen wollen wir schon frueh los, denn von hier bis LA dauert es auf dem highway 1 ganze 10 Stunden. Und wir wollen ja nicht nur im Auto sitzen.
bis zum naechstenmal

Saturday 2 December 2006

Blessud! Waz up!



Hae erum ad fiflast i appel budinni og akvadum ad skella inn einni mynd af okkur. Godur dagur i dag, nema eg, Linda hef verid ad frjosa ur kulda a medan Peter er a stuttermabol! hvad er malid! Annars erum vid heppin med vedur og Vorum i Alcatraz i morgun. Later.

Liebe grusse aus dem Appelgeschaft.
Heute haben wir uns bei Sonnenschein Alcatraz angeschaut, das war gewaltig. Danach hab ich 2 Vietnamesienen an meinen Finger-und Zaehennagel herumknappern und feilen lassen, das war auch nicht schlecht.
Am ende waren die Maedchen aber ziemlich blass, ich weiss aber nicht warum?????
bis bald

Friday 1 December 2006

London og San Fran

Hellu, erum bara rett ad lata vita af okkur. Erum komin til San Fran eftir 2 langa daga. Vorum gjorsamlega svefnlaus thegar vid flugum til London a fimmtudaginn, en nadum sma svefni i flugvelinni og svo i undergroundinu i London, gott ad okkur var ekki bara raent. Vorum alveg raenulaus a timabili. I london gistum vid sem betur fer a 5 stjornu Marriott hoteli og eftir ad hafa nad i alla flugmidana okkar forum vid ad sofa og svafum i 12 tima. I morgun var svo haldid aftur ut a flugvoll og ferdinni heitid hingad til San Francisco. Flugid tok 11 tima og thad leid otrulega hratt, besta flug ever, nog plass, skemmtilegt entertainment og bara snilld. Erum nuna a Hostelinu og erum ad fara ad sofa, mikid ad gera a morgun.
Takk fyrir commentin, bara gaman! Bless

Hallo! Lassen nur kurz von uns wissen. Nach 2 langen Tagen sind wir endlich in San Francisco angekommen. Gestern sind wir schlaflos nach London und heute 11 Stunden lang nach San Fran. geflogen. Alles hat bis jetzt super geklappt und der Flug heute war gar nicht schlecht. Genug platz, lustige Filme und einfach super. Morgen gehts ab nach Alcatraz und mehr sightseeing. Jetzt gehen wir endlich wieder schlafen.
Danke fuer die Comments. Bis zum naechsten mal! Chiao