Sunday, 10 December 2006

Hellu

Góðann daginn! Það var ekkert smá gott að fara að sofa í gærkveldi og ennþá betra að vakna í morgun við hanagal og sól. Við skelltum okkur út að hlaupa sem var brillijant en svolítið heitt. Í LA fórum við að sjálfsögðu líka nokkrum sinnum út að hlaupa eftir Venice Beach, en sáum því miður engin vöðvatröll á Muscel Beach. Erum bara að taka því rólega í dag en förum ásamt 30 manns í ferð á tvær strendur á eftir. Þar verður líf og fjör, bál og tónlist við sólsetur. Á morgun förum við svo í einhverja svaðilför inn í regnskóginn og skellum okkur svo í sund í einhverjum fossi. Við erum búin að setja inn nýjar myndir og linka á gististaðina okkar í LA og hérna á Maui.
Hafið það gott í jólaundirbúningi - erum alveg að gleyma að það eru að koma jól.

5 comments:

Anonymous said...

Ohhh eg sakna palmatrjanna i Kaliforniu. Haldid afram ad hafa thad svona gaman! Eva

Anonymous said...

En frábærar myndir dúllurnar mínar, og það er rétt hjá ykkur, það lítur ekki út eins og það séu að koma jól. Frekar eins og sumarfrísmyndir. Hafið það nú gott. ask

Anonymous said...

Ohhh hvað það er gaman að lesa og skoða myndirnar, ég fékk bara fiðring í magann að sjá hvað þið eruð búin að fljúga langt. Ég var reyndar búin að skrifa eitthvað megalangt innlegg í gær og fékk "server error" þegar ég publishaði. En ég gefst ekki upp, skrifa bara heila ritgerð núna.

Skrítið að sjá ykkur á ströndinni í sumarstemmningu, þegar það er bara rigning og meiri rigning hér og allt eitthvað svo hversdagslegt og dimmt. Ég er búin að heyra svo margar tala um Maui eyjuna - að hún sé geggjuð, tær sjór og allt svo æðislegt, svo þið eruð bara heppinn að allt var fullt á Hawaii.

Við Björgvin Franz vorum að skoða myndirnar í dag og hann var mjög duglegur að segja hvað var á myndunum, fugl, bíll, jólasveinn, gólf (walk of fame), selir (sem vöktu mikla lukku) og síðast en ekki síst Linda og Pétur Deinn, en hann er alveg harður á því núna að Peter heitir Pétur Steinn. Ég fór náttúrlega að skellihlæja og svo hló hann og sagði aftur og aftur Pétur Deinn, Pétur Deinn. Ég er komin með hann í þjálfun að segja Peter Erler...hehe.

Ég er hins vegar mjög ánægð með alla þessa seli sem þið hafið rekist á, en á sínum tíma var ég í viku að leita að selum á Vestfjörðunum og loksins þegar við fundum sel var búið að skjóta hann.

Ég vona að þið getið kíkt við á Bali og Malasíu, tekið bara stutt hopp frá Tælandi. Það er svo æðislegt á Bali, þið skuluð reyna að fá herbergi númer "satu, tiga, amba" sem þýðir 134, svo getið þið líka sagt "haba caba" = how are you...já þetta er nú eina sem ég lærði að segja í 10 daga dvöl á Bali.

Jæja elskurnar, best að klára að skrifa jólakortin. Knús frá öllum hér og farið nú varlega.

Horsensfamilíen.

Anonymous said...

Stjörnuspáin mín í dag á mbl.is segir að ég eigi ekki að vera afbrýðissöm út í vini að vera að ferðast um heiminn. Þetta sé ekki svo dýrt og ég eigi bara að skella mér. Hvar eru þið stödd ef ég elti ykkur?

Annars frábært að fá að fylgjast með ykkur í heimsreisunni. Friðrik gaf okkur upp bloggið.
Hafið það rosa gott og farið varlega í að sofa bara hingað og þangað :-)
Æðislegt að láta drauminn, sem marga dreymir um, rætast.

Kær kveðja,
María í Aðalvík

Anonymous said...

Hæ sætu, gætuð þið nokkuð sent mér email og addressu hjá Vicky í Ástralíu??
Kv. Lísa og co.