
Ji, ég veit ekki hvar ég a að byrja, so many things so little space! Best að updatea landann aðeins.
Við keyrðum frá SF til LA og það gekk mjög vel og var ótrúlega flott og gaman á jeppanum okkar. Við vorum hinsvegar ekkert sérlega ánægð með hótelið okkar en það var við Venice beach og alveg á ströndinni, sem var fínt. Nema allir rónar í LA safnast þar saman yfir nóttina. Svo var enginn hiti á hótelinu og ég var að sjálfsögðu að frjósa og fékk hitara til að redda þessu. Eftir fyrstu nóttina vorum við bara orðin vön þessu. Í LA höfðum við 2 heila daga og ákváðum að skella okkur í sightseeing og universal studios. Í þeirri ferð kynntumst við Sue og Alan frá UK, þau bjuggu líka á fína hótelinu okkar. Þau erum sextugt, hætt að vinna og voru að koma frá Nýja Sjálandi. Við ákváðum að fara saman út að borða og ræða um NZ. Yndislegt fólk sem við svo buðum far á flugvöllin og þau voru svo ánægð með það. Heimsækjum þau einhvern daginn. Frá LA flugum við til Honululu og eins og komið hefur fram var enga gistingu þar að fá og það breyttist ekkert þrátt fyrir að við værum á staðnum. Við hringdum útum allt en ekkert laust. Það var ekki furða að allt væru uppbókað þar sem að það er risa blak meistaramót um helgina, U2 og Pearl Jam tónleikar og Honululu maraþonið!!!! Eftir mikið ráp á flugvellinum bjuggum við okkur til bæli og fórum að sofa. Í morgun vöknuðum við svo öll krumpuð á gólfinu á flugvellinum með hundruð farþega í kringum okkur. Við fórum strax í það að gera eitthvað í málunum og ákváðum að best væri að flýja á aðra eyju. Þá byrjaði hlaupið mikla á milli terminala, flugfélaga, síma o.fl. Loksins vorum við búin að bóka hostel og skanna markaðinn á fluginu. Við keyptum miða til Maui og vorum komin hingað aðeins klukkutíma seinna!!! Algjör snilld! Hostelið sótti okkur á flugvöllinn og klukkann 10 í morgun vorum við komin á Hostel á Maui. Við kæiktum í bæinn og lentum á einhverjum götumarkaði, þar kynntumst við Stanley og japönsku konunni hans og þau keyrðu okkur í mallið á Maui. Þar keyptum við helstu nauðynjar og grilliðum svo dýrindismáltíð hérna í garðinum á hostelinu. Strandferðir og gönguferðir eru á planinu næstu daga. Látum í okkur heyra.
Aloha Hawaii,
die ersten Stunden auf Hawaii waren nicht gerade wie man sich einen Traumurlaub vorgestellen wuerde. Wir hatten naemlich noch kein Hotel oder Pension gebucht. Das waere aber normalerweise auch kein Problem. Doch genau an diesem Wochenende ist ein U2 und Pearl Jam Konzert, (Heute Abend), morgen ist der Internationale Hawaii Marathon, und eines der groessten Handballspiele kommt als kroenung noch oben drauf. Also wir in Ohau angekommen, haben keine Chance gehabt ein Zimmer zu bekommen, ausser im Hilton um ca 500 Dollar die Nacht. Das haette unser Budget aber leider ein bisschen gesprengt. So haben wir, und auch noch um die 100 Personen, es uns einfach am Flughafen so richtig gemuetlich gemacht und einfach auf dem Boden geschlafen. Doch heute in der Frueh haben wir uns gesagt, fliegen einfach nach Maui. Den Flug haben wir um 8.45 gebucht, danach noch ein Zimmer , dann nach Maui geflogen, und um 10 uhr sind wir von einem Shuttle Bus in unsere Pension gebracht worden. Also in einer guten Stunde von der Gasse in den Traumurlaub.
Strand und Wanderungen stehen dann in den naechsten Tagen auf unserem Plan.
Mehr davon am naechstenmal.
2 comments:
Mikið verður Peter orðinn feitur eftir þessa heimsreisu.... miðað við matinn sem er þarna á borðum
Sælir ferðalangar.
Ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið. Það skemmtilega við að ferðast er oft á tíðum að glíma við hið ófyrirséða og leysa farsællega vandamál sem upp koma. Engar ferðir eru minnisstæðari en þær þar sem eitthvað óvænt kemur uppá. Þó ættu menn gjarnan að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Gaman er að hitta aðra ferðalanga og deila með þeim reynslu og upplifun á atburðum, menningu o.fl., og oft á tíðum myndast kunningsskapur sem varir ævilangt.
Það nagar mann oft að hafa ekki á ævinni haldið til haga því sem fyrir mann hefur komið, en í DEN voru ekki til vídeóvélar, diktafónar, Ipodar o.s.frv.
Ég myndi reyna að skrásetja ferðina eins nákvæmlega í máli og mndum og kostur er.
Þetta gæti komið sér vel við ævisagnaritunina, en eins og er inni í dag þá rita menn gjarnan ævisöguna upp úr þrítugt.
Bestu ferðakveðjur,
Mamma og Palli
Post a Comment