Saturday 29 March 2008

Páskar, flensa og slysó! Samt bara stuð.


Jæja, nú er laugardagsmorgunn og veðrið er grátt með rigningu. Því miður því ég hefði farið í hjólatúr.

Páskarnir voru aldeilis fínir. Við vorum í góðu yfirlæti hjá Horsens genginu. Við borðuðum allt of mikið af öllu, páskaeggjum, hangikjöti...bara öllu. En við skelltum okkur til Flensburg í Þýskalandi á laugardeginum. Þar er miklu ódýrara að versla og var bíllinn fylltur af bjór ofl. nauðsynjum. Svo fórum við niður í bæ og fundum frábærann ekta þýskann stað. Við fengum okkur að sjálfsögðu snitzel, slógum um okkur á þýsku og Peter og Hlynur fengu langþráðann Weitzen-cola bjór. Það var sannarleg hamingju stund! Björgvin Franz og Pétur Steinn sáu til þess að það var "never a dull moment" eins og þeim einum er lagið.
Íslensku Pressu þættirnir voru svo teknir á 2 kvöldum og höfðum við mikið gaman af.

Einhver flesna var farin að gera vart við sig í Horsensbúum og Peter. Svo fékk ég líka flensu og erum við Peter enn að vinna í þessu. Alveg óþolandi.

Við vorum rosa heppin og fengum frábært hnífasett á háfvirði í þýskalandi. Peter finnst voða gaman að eiga góða hnífa og gerði sér lítið fyrir og stakk einum langt inn í puttann á sér í gær. Það blæddi rosalega mikið og við tjösluðum þessu einhvernvegin saman og svo var bara hjólað af stað á slysó. Sem er reyndar ekki mjög langt frá. Hann var deyfður, saumaður og fékk stífkrampasprautu! Hann breytist víst ekki mikið þótt að sé hættur að smíða, hann verður bara að fá plástur eða saum svona við og við..hehe.

Ég hefði aldrei trúað því hversu fjöllin, loftið og sjórinn skipta mig miklu máli. Ég er stundum með sting í hjartanu ég sakna Esjunnar, Móskarðshnjúkanna og bara náttúrunnar á Íslandi. Eins og ég hef oft sagt þá mun ég flytja á Fimmvörðuháls einn daginn!! Sjáumst þar:)

Skellti inn mynd af Peter að græja nýja hjólið mitt.

Wednesday 19 March 2008

Systra svaðilför!



Á mánudagsmorguninn sátum við Peter og borðuðum morgunmat, ég leit út um gluggann og sagði: oh, það er svo æðislegt að sumarið er að koma, frábært veður! Klukkutíma síðar var lárétt snjókoma og hitinn féll um 5 stig! þEtta var versta veður sem hafði komið síðan að við fluttum hingað og mamma og Kiddý frænka voru á leiðinni til okkar um kvöldið í sólarhrings heimsókn. Oftast líður svona hjá en þetta hélt bara áfram allann daginn og kvöldið og versnaði bara ef eitthvað er. Aumingja mamma og Kiddy pökkuðu bara léttum fötum því það hefur verið svo gott veður hérna.

Þetta var nú ekki allt, heldur fóru töskurnar þeirra til Osló. Þær voru þreyttar og nenntu ekki að taka metroið til okkar svo að þær tóku leigubíl, mamma gerðir sér lítið fyrir og týndi visakortinu í bílnum. Því miður borgaði hún með peningum og fékk ekki kvittun svo að ekki höfðum við grænan grun um hvernig við ættum að nálgast kortið. Því var þá bara lokað. Þær létu ekki deigann síga og skemmtu sér konunglega hér með rauðvín í glasi og góðum mat. Daginn eftir komumst við ekki út úr húsi fyrr en um hádegið og þurftum að snúa við einu sinni því þær voru báðar með magakveisu!!! Þetta var bara fyndið og var mikið hlegið af þessu hrakföllum öllum. En þær hresstust nú og við kíktum á hverfið okkar og mamma bauð okkur öllum út að borða í hádeginu. Töskurnar voru svo sendar heim til okkar og komust þá páskaeggin, lærið og flatkökurnar til skila.
Rétt áður en þær héldu heim á leið hringdi löggan í mig og sagðist vera með visakostið hennar mömmu! Það var því sótt á leiðinni út á völl og komust þær svo hrakfallalaust heim til Íslands.
Takk fyrir okkur elsku mamma og Kiddý, það var frábært að fá ykkur!

Þetta var nú aldeilis viðburðarrík en stutt heimsókn.
Gleðilega Páska.

Saturday 15 March 2008

Páska(frí)


Nú er Peter í fríi í viku og ég er að vinna frekar mikið. Við hefðum að sjálfsögðu viljað fara til Tux um páskana, en það er bara alls ekki ódýrt að komast þangað. En það er margt skemmtilegt á planinu hjá okkur næstu daga.
Mamma og Kiddý frænka ætla að kíkja á okkur í kaffi á mánudaginn og fara svo heim á þriðjudaginn. Þetta verður örstutt en skemmtileg heimsókn, við hlökkum mikið til að fá þær til okkar.
Ég er svo á standby í 3 daga og vonast til að verða ekki kölluð út á kvöldflug á föstudeginum langa því við ætlum að skella okkur til Horsens til Hlyns og Lísu um páskahelgina. Planið þar er að knúsa litlu gaurana okkar, kannski kíkja til Þýskalands í bíltúr og borða páskamat. Sem sagt bara kósí og gott.

Peter er því miður að glíma við álagsmeiðsl á fætinum og er því hættur að hlaupa í bili. Þetta er búið að hrjá hann síðan 2004. Það er hrikalega niðurdrepandi að vera að böggast í svona málum þegar maður er að stefna á maraþon. En hann hjólar þeim mun meira í staðinn.
Um daginn fór hann út á land að hjóla og skemmdi rándýra keppnishjólið sitt og var svo bara týndur og fastur úti í sveit einhversstaðar í Danmörku. Það stoppaði fyrir honum kona á pinkulitlum Nissan Micra, hún skellti Peter og hjólinu í bílinn og skutlaði honum til Köben. Það var nú aldeilis frábært, fyrir utan að hjólið var ónýtt. En hann lét meta skemmdirnar og er búin að láta laga þetta allt saman og kaupa allskonar nýtt drasl til að koma þessu heim og saman. Þannig að nú er hann alsæll með þetta og gat ekki beðið með að komast út að hjóla í morgun.
Hafið það gott um páskana!!

Wednesday 12 March 2008

Vor í lofti

Hæ hó,

Langt síðan að maður hefur látið í sér heyra.
Dvölin í Gautaborg var ok á köflum, annars var frekar leiðó að vera ein á flugvallarhóteli og borða kvöldmat á bensínstöð í 8 daga. En svo komu góðir daga inn á milli og í vinnunni leiddist manni nú ekki. Ég fékk á endanum hrikalega magakveisu og var meira og minna vakandi í 2 næstur og druslaðist svo heim til Köben náhvít og ómöguleg. Peter þurfti að taka strætó á móti mér því ég meikaði ekki að halda á ferðatöskunni minni. Aumingja Hlynur brósi og Pétur Steinn litli voru í heimsókn og ég fór bara að sofa og svaf allann daginn. En svo varð ég hressari á fjórða degi.

Peter gengur vel í skólanum og er mjög áhugasamur um þetta allt saman. Það er svaka partý í skólanum hans á föstudaginn svo að það verður eitthvað skrallast þar fram eftir.
Ég er í vinnutörn og flýg 5 eða 6 daga í röð til Rómaborgar. Er ekki alveg í stuði fyrir það. Var að koma heim úr vinnunni og það var bara ekkert súrefni í vélinni fannst mér. Svo er líka gott veður í Köben og rosa heitt og gott í Róm, þannig að ekki var hægt að fá gamla góða íslenska keflavíkur fílinginn þegar maður opnaði hurðina á vélinni og beið eftir að draga inn andann. Ekkert rok og gaddur sem tók á móti manni, því miður.

Við reynum að vera dugleg í sportinu eins og ávallt. Ég fer í ræktina, tekur mig 3 mín að hjóla sem er bara frábært og Peter er að æfa fyrir Köben maraþonið. Svo tökum við hjólatúra saman og skoðum hverfin og borgina hérna. Fór inn um götuna við hliðina um daginn og komst að því að íslenski Sendiherra bústaðurinn er bara handan við hornið. Sá meira að segja Svavar Gests bregða fyrir í dyragættinni.
Gott að búa í góðu hverfi.
Jæja, Peter búinn að gera kvöldmatinn sem er vatnsmelónu og lime shake..rosa gott.
Hilsen.
Verið nú dugleg að hringja, það er ekki eins og við eigum heima í Afríku! S: 496-0930