Saturday 15 March 2008

Páska(frí)


Nú er Peter í fríi í viku og ég er að vinna frekar mikið. Við hefðum að sjálfsögðu viljað fara til Tux um páskana, en það er bara alls ekki ódýrt að komast þangað. En það er margt skemmtilegt á planinu hjá okkur næstu daga.
Mamma og Kiddý frænka ætla að kíkja á okkur í kaffi á mánudaginn og fara svo heim á þriðjudaginn. Þetta verður örstutt en skemmtileg heimsókn, við hlökkum mikið til að fá þær til okkar.
Ég er svo á standby í 3 daga og vonast til að verða ekki kölluð út á kvöldflug á föstudeginum langa því við ætlum að skella okkur til Horsens til Hlyns og Lísu um páskahelgina. Planið þar er að knúsa litlu gaurana okkar, kannski kíkja til Þýskalands í bíltúr og borða páskamat. Sem sagt bara kósí og gott.

Peter er því miður að glíma við álagsmeiðsl á fætinum og er því hættur að hlaupa í bili. Þetta er búið að hrjá hann síðan 2004. Það er hrikalega niðurdrepandi að vera að böggast í svona málum þegar maður er að stefna á maraþon. En hann hjólar þeim mun meira í staðinn.
Um daginn fór hann út á land að hjóla og skemmdi rándýra keppnishjólið sitt og var svo bara týndur og fastur úti í sveit einhversstaðar í Danmörku. Það stoppaði fyrir honum kona á pinkulitlum Nissan Micra, hún skellti Peter og hjólinu í bílinn og skutlaði honum til Köben. Það var nú aldeilis frábært, fyrir utan að hjólið var ónýtt. En hann lét meta skemmdirnar og er búin að láta laga þetta allt saman og kaupa allskonar nýtt drasl til að koma þessu heim og saman. Þannig að nú er hann alsæll með þetta og gat ekki beðið með að komast út að hjóla í morgun.
Hafið það gott um páskana!!

3 comments:

Anonymous said...

Hae elskurnar,

Er alltaf ad hugsa til ykkar. Hafid thad gott um paskana. Ma og pa eru ad koma og vid aetlum ad eyda paskunum i Montreal thetta arid. Jibbi, hlakka til. Leidinlegt ad heyra med Peter, Jay er ad drepast i hnenu eitthvad lika. Ekki gott. Vona ad Peter batni og ad ther lidi betur gullid mitt. Knus til allra, Eva

Iris Heidur said...

Hæhó! Hvað er þetta með kallana okkar og hnémeiðsli?!
Óska ykkur gleðilegra páska, og vonandi verðuru ekki kölluð út á SB :)Það er voða fúlt þegar maður vill komast í frí.
Bestu kveðjur úr sveitinni þar sem ekkert vor er í lofti!

Anonymous said...

Æjittts, vissi ekki að Pési væri aftur komin með álagsmeiðslin, býst við að 9 km hringurinn okkar um daginn hafi komið þessu í gang...hehe, þar sem ég rétt skreið heim með púlsinn í 170 meðan kjellinn var með púlsinn 130 og svitnaði varla. Líka leiðinlegt með hjólið, ég get lánað honum konuhjól með körfu þegar hann kemur til Horsens...sé hann í anda að "reisa" á því. Jæja, best að taka hangikjetið út og finna páskaskrautið áður en þið komið.

Knús og kram.