Wednesday 12 March 2008

Vor í lofti

Hæ hó,

Langt síðan að maður hefur látið í sér heyra.
Dvölin í Gautaborg var ok á köflum, annars var frekar leiðó að vera ein á flugvallarhóteli og borða kvöldmat á bensínstöð í 8 daga. En svo komu góðir daga inn á milli og í vinnunni leiddist manni nú ekki. Ég fékk á endanum hrikalega magakveisu og var meira og minna vakandi í 2 næstur og druslaðist svo heim til Köben náhvít og ómöguleg. Peter þurfti að taka strætó á móti mér því ég meikaði ekki að halda á ferðatöskunni minni. Aumingja Hlynur brósi og Pétur Steinn litli voru í heimsókn og ég fór bara að sofa og svaf allann daginn. En svo varð ég hressari á fjórða degi.

Peter gengur vel í skólanum og er mjög áhugasamur um þetta allt saman. Það er svaka partý í skólanum hans á föstudaginn svo að það verður eitthvað skrallast þar fram eftir.
Ég er í vinnutörn og flýg 5 eða 6 daga í röð til Rómaborgar. Er ekki alveg í stuði fyrir það. Var að koma heim úr vinnunni og það var bara ekkert súrefni í vélinni fannst mér. Svo er líka gott veður í Köben og rosa heitt og gott í Róm, þannig að ekki var hægt að fá gamla góða íslenska keflavíkur fílinginn þegar maður opnaði hurðina á vélinni og beið eftir að draga inn andann. Ekkert rok og gaddur sem tók á móti manni, því miður.

Við reynum að vera dugleg í sportinu eins og ávallt. Ég fer í ræktina, tekur mig 3 mín að hjóla sem er bara frábært og Peter er að æfa fyrir Köben maraþonið. Svo tökum við hjólatúra saman og skoðum hverfin og borgina hérna. Fór inn um götuna við hliðina um daginn og komst að því að íslenski Sendiherra bústaðurinn er bara handan við hornið. Sá meira að segja Svavar Gests bregða fyrir í dyragættinni.
Gott að búa í góðu hverfi.
Jæja, Peter búinn að gera kvöldmatinn sem er vatnsmelónu og lime shake..rosa gott.
Hilsen.
Verið nú dugleg að hringja, það er ekki eins og við eigum heima í Afríku! S: 496-0930

No comments: