Saturday 31 March 2007

Mér fallast hendur!


Ja, hérna. Maður er bara komin á skerið á ný. Þvílíkt vindrassgat sem þessi eyja er! En alltaf gott að koma heim. Ég er samt ennþá með flensu sem versnaði á ferðalaginu í gær og ekki var mjög auðvelt að vera axlarbrotin og ein á ferð. Er bara sárkvalin í dag og hundfúl yfir þessu.

Mér bara fallast hendur yfir öllu þessu stússi sem ég þarf að græja á næstu vikum. Það þarf að kaupa bíl, kaupa gsm síma, fljúga nokkur flug, fara í tryggingarmál útaf öxlinni, byrja að æfa og borða hollann mat, redda símanúmeri og nettengingu á ný, slípa parket og olíubera og svo er náttúrulega algjört aukaatriði að flytja inn í íbúðina! Svona inn á milli á ætla ég örugglega til Akureyrar að sjá nýja leikritið sem að Anna Svava vinkona er í og kannski bjóða mömmu til New York þann 19. apríl.

Já, lífið var einfaldara þegar maður bjó í bakpoka og gladdist yfir sápustykki!
En þetta reddast!!

Peter er á balli núna og það hefur ringt í Tux í dag.
sjíú bæ

Thursday 29 March 2007

Country road...take me home...to the place....!!!!!!


Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni....
Þetta er svona innslag með söngívafi, ferlega hressandi á fimmtudagskveldi.
Ég kemst sem betur fer heim a morgun þrátt fyrir stútfulla vél frá London. Hefði ekki alveg nennt að gista í þar. Peter og Dani systir hans skutla mér til Munchen á morgun og þaðan flýg ég til UK og svo áfram heim.

Ég var annars að koma heim frá skíðaskólanum og skíðabúðinni. Það var náttúrulega 3ja tíma prósess að kveðja liðið, sem ég er svo ekkert búin að kveðja! Ég fer í heimsókn til eiganda skíðaskólans í kvöld og kíki á Franz í búiðinni aftur í fyrramálið. Alltaf sama sagan ár eftir ár. Allir í skólanum lofuðu að passa Peter rosa vel og að þau myndu skemmta sér vel í skíðakennara ferðalaginu. En það er búið að bóka þriggja daga skíða og wellness í Sölden um miðjan mánuðinn. Einngi eru allir með VIP miða á Hannibal sýninguna, sem er eitthvða mega dæmi. Sem sagt Peter fer með og fer svo daginn eftir til íslands.

Aldrei þessu vant hef ég náð að hitta alla sem ég vildi hitta og er mjög ánægð með það. Sérstaklega fannst mér gaman að hitta Boris vin minn frá Serbíu. Hann er lyftumaður og ég kenndi honum á skíði eftir vinnu fyrir 3 árum. Hann er talar stanslaust um það. Svo hitti ég líka risann minn. Hann heitir Hannes. Hann var lyftugaur hér fyrir nokkrum árum og við vorum alltaf að djamma saman og skemmtum okkur vel í vinnunni. Hann er ekki nema svona 2 eða 2.10 metrar á hæð. Við vorum alltaf að gera svona sixtís dans atriði (ég veit að ég er rugluð) þar sem ég stökk á hann og hann sveiflaði mér eitthvað. Einu sinni vorum við á diskóteki hér í bæ, ennþá í fullum skíðaskrúða...galla og skíðaskóm. Allt í einu datt mer í hug að taka einn sixtís dans en gleymdi að láta Hannes vita. Ég gerði mér lítið fyrir og stökk á hann. Við enduðum bæði á gólfinu og vorum marin til óbóta í viku á eftir. Þetta var nú skemmtileg saga og ég þarf að fara að pakka. Blessó.

P.s myndin er tekin af þorpinu okkar, Lanersbach.

Tuesday 27 March 2007

Kem ekki upp orði...


Ég er gjörsamlega raddlaus og hálf beygluð!
Það er naumast að það á að ganga á hjá okkur Peter í veikindamálum hérna í Tux. Við erum örugglega búin að halda í okkur alla ferðina og svo kemur þetta allt út núna. Við erum sem sagt bæði með flensu og úðum í okkur heitu tei og einhverjum austurrísku töfralyfjum. Það er náttúrulega ekki séns að vera heima því skíðaskólinn er að springa, enda hundleiðinlegt að hanga inni í bullandi sól og geðveiku skíðafæri.

Skíðashowið gekk glimrandi og við komum bara snemma heim, um 2 leytið held ég.

Var annars að fá flugskránna mína, morgunflug á mánudaginn...ég bara get ekki beðið! Það er eins gott að það verði ekki eitthvað viðbjóðsveður, ég er ekkert fyrir svoleiðis lengur. Takk

Monday 26 March 2007

Bara stuð her....


Jæja, þá er fyrsti vinnudagurinn afstaðinn. Þetta er nú ekki eins og venjulegr vinnudagur hjá okkur flestum. Vinna frá 10-12 og 13-15, úff maður! Þvílíkt álag. Stelpan mín er bara þrælfín, ég þarf að eins að vinna í skíðastílnum hennar, hún minnir stundum á spítukall. en við skemmtum okkur vel saman. Það er bara frábært að vera að gera eitthvað. ekki skemmdi frábært skíðafæri, blár himinn og sól fyrir deginum heldur.

Ég átti að fara í loka meðferð og tékk hjá lækninum í dag en ég hringdi og sagðist þurfa að fara til Innsbruck, hvort að það væri ekki í lagi að koma seinnipartinn:( Ég bara þorði ekki að segja þeim að ég væri að fara að vinna. Eftir skíðin labbaði ég sem sagt til læknisins. Straummeðferðin hefur hjálpað vöðvunum að slaka aðeins á, en annars á ég ennþá ca 4-6 vikur eftir að ég finn ekkert fyrir þessu. einnig má ég ekki lyfta neinu upp fyrir bringu hæð....gangi mér vel í vinnunni! Ég fann nú nokkurð fyrir þessu í dag, en ég skildi skíðin mín eftir uppi í fjalli svo að ég þurfi ekki að bera þau stanslaust. Í kvöld er ég afsökuð úr skíðashowinu, en hins vegar verð ég á talstöðinni og stjórna ljósunum...mikil ábyrgðar staða það, hehe.
Myndin er af Florian á skíðashowi.

Best að skella sér í sturtu fyrir showið og eftirpartýið.
Later aligater

Sunday 25 March 2007

Enginn friður....


Jæja, þá er komið að því - vinna...oj..gubb. Djók. Það er nú til margt verra en vinna, eins og tildæmis atvinnuleysi. Ég er nú komin með grænar á aðgerðarleysi svo að það er komin tími til að gera eitthvað. Peter byrjaði í dag og ég átti náttúrulega ekkert að vinna.
En skíðaskólinn er í vandræðum og ekki gat ég sagt nei þegar þau báðu mig um greiða með hvolpaugum. Ég verð því með 15 ára stelpu í einkakennslu næstu 3 daga. Einkakennsla er alltaf fín í 1 dag en hvað á maður að tala um á þriðja degi? Hún býr líka á langdýrasta hótelinu hér í bæ og ekki eru allir 15 ára krakka sem fá einkakennara. Vonandi verður hún bara hress.

Peter er með besta unglingahópinn þessa vikuna. Hann var eitthvað að skíða niður í dal í morgun og þau þurftu að fara úr skíðunum til að fara yfir götu. Allt í einu eru allir að hlægja og Peter lítur við og sér einn strákinni liggjandi í drullupolli! Aumingja krakkinn var forugur upp fyrir haus í allann dag.

Ég er annars búin að labba til læknisins á hverjum degi. Það tekur um 40 mín hvor leið. Það er helvíti hressandi og gaman með ipodinn. Í dag var rosa fínt veður og ég fékk allt í einu svona jólafíling. Ég settist því á bekk uppi í fjalli og náði að grafa 4 jólalög upp úr ipodinum. Svo söng ég bara hástöfum með og skemmti mer konunglega.

Ég er nú alveg rugluð í tíma og veit eiginlega aldrei hvaða mánuður er. Stundum fæ ég alveg áfall yfir hinu og þessu. Einhvern tímann á Thailandi vaknaði ég og öskraði á Peter að við hefðu gleymt afmælinu henna Lísu...sem er by the way í júni. Einnig sat ég um daginn og var að hugsa að ég þyrfti nú að kaupa jólagjafirnar þegar ég kæmi heim og svo hugsaði ég...auðvitað kaupi ég þær bara hérna í Austurríki á meðan ég hef tíma!!! Da!! spurning um að líma dagatal á ennið á sér.

Annars er skíðashow annað kvöld, ég þarf sem betur fer ekki að taka þátt, ætla bara að horfa á með vinkonu minni. Peter verður örugglega troðið í demo teamið og svo líka búið að grafa upp fótboltapassann hans og bóka hann í einn leik eða svo.

Hlakka alveg til að koma heim og borða skyr og fara að æfa. En þegar ég kíki á veðurspánna þá gæti ég alveg farið í aðra heimsreisu.
Þið getið kíkt á veðrið hjá okkur á www.tux.at , þar stal ég líka myndinni:)
Servus

Thursday 22 March 2007

Nu er eg brjaluð!

Ég var ekki búin að segja ykkur frá því snilldar atriði þegar ég datt niður marmaratröppurnar í Taj Mahal. Við fórum að skoða Taj Mahal við sóalrupprás, nema að það hafði ringt um nóttina og allt því blautt. Til að labba inn á hvíta marmarann sem að höllin stendur á þarf maður að fara út skónum og vorum við því bara berfætt og ísköld á tánum. Peter vildi taka mynd af mér og skokkaði niður tröppurnar eins og ekkert væri. Það var fullt af fólki að staulast þarna niður og Peter bara: hvað er eiginlega að fólki, getur það ekki labbað niður nokkrar tröppur! Svo tók hann mynd af mér ég byrjaði að staulast niður tröppurnar og flýg svo niður og lenti á öxlinni. Ég var öll rennandi blaut og hélt að ég væri brotin, en eftir smá tíma gat ég hreyft hendina. Peter tjaslaði mér saman og næstu daga var það bara voltaren rapid og heimatilbúinn fatli. Ég hugsaði um að fara til læknis en svo sá ég spítala og beit bara á jaxlinn. Síðan þá hef ég verið frekar kvalin í öxlinni og þá sérstaklega hérna í Austurríki. Maður er búin að vera að bera skíði og skíða, svo fórum við Peter út að moka snjó í fyrradag og það gerði alveg útaf við mig. Í dag drullaðist ég svo til læknis þá kom í ljós að ég er brotin!!!!
Ég gæti alveg tekið Happy Gilmorinn núna. Núna er brotið samt að gróa en allir vöðvar og draslið í kring er í uppnámi út af þessu. Ég verð að fara í einhverja rafmeðferð næstu 4 daga, taka fleiri pillur og alls ekki gera neitt!!! Halló, ég er er að fríka út. Hvernig á ég að gera ekki neitt. Þannig að ég get ekki skíðað, ekki unnið í næstu viku ekki farið út hlaupa.....og verð svo örugglega að drepast í öxlinni alla ævi. Ok, er smá pisst útaf þessu, held að ég fari bara niður í búð til Franz og ráðist á snapsið hans.
Þetta er ekki búið, við Peter erum búin að vera með smá flesnu síðan að við komum og núna liggur hann með upp og niður í þokkabót. En það er nú betra að vera heima hjá sér í svona stöðu heldur en í einhverjum rafmagnslausum bambuskofa, þannig að við erum nú þakklát fyrir það.


Annars eru allar myndir frá Indlandi komnar inn og myndirnar frá Tux koma í dag. Skíðakennaramótið var náttúrulega bara rugl frá upphafi til enda. Við kíktum á brautina og svo kíktum við á klukkuna og hún sýndi 8:52 og þá var kominn tími til að fara á barinn!! Jebb, það sturtuðu allir í sig einum bjór og svo var farið að keppa. Keppnin gekk vel, okkar skíðaskóli varð í 3ja sæti í liðakeppninni og allir lentu í einhverjum sætum. Nú var tími til að fagna, Luggi keypti nokkra umganga af freiðivíni o.fl. Eftir aðeins 5 klukkutíma á barnum, nokkra ísmola slagi og fleira rugl var kominn tími á að skipta um bar. Við fórum þvi heim í þorpið okkar og haldið var áfram. Seint og síðarmeir stauluðumst við svo öll heim, 5 bikurum ríkari og 1 skíðasokk fátækari. Víha!

Monday 19 March 2007

Fotos!!!!


Hei, fullt af nýjum myndum komnar inn. Erum alveg að klára þetta og svo koma myndirnar frá Tux.
Annars er sumarið sem hefur verið hérna undanfarna mánuði búið því það hefur snjóað stanslaust síðan í nótt. Við bara búin að vera inn að lesa bók og slaka á í allann dag. Enda veitti ekki af eftir partystand síðustudaga....segi ykkur frá því seinna.
Kuldakveðjur frá Tux...bbrrrr
p.s. loksins gat ég gert blessaða landakortið rétt. Líður ykkur ekki betur?

Hallo, viele neue fotos habe wir hineingetan. Und wie ihs schon wisst, schneit es in Tux!

Friday 16 March 2007

Typiskir dagar i Tux

Fyndið, hérna er hægt að gera ráð fyrir að dagurinn verði ekki eins og hann var planaður.

í gær ætluðum við rétt að kíkja á skíði og taka því svo rólega um kvöldið...nei, nei. Við hittum svo geðveikt marga í fjallinu og skíðakennarar finna alltaf ástæðu til þess að djamma. Nú þurfti að fagna því að við værum komin svo að við vorum uppi í fjalli til kl. 5. Þá var farið á bar niðrí bæ og svo ætluðu nú allir heim. Eeennn þegar við vorum komin út á götu stingur eigandi skíðaskólans upp á því að kíkja á vinkonu okkar sem er að vinna á bar í næsta þorpi. Ekki málið...við tróðum okkur 7 manns í skíðagöllum og skíðaskóm inn í bíl og héldum af stað. Við komum svo heim af "skíðum" um tíuleytið. 70 þúsund króna skíðin sem við fengum fyrr um daginn urðu samt eftir einhversstaðar á leiðinni, en þau voru sótt í morgun. Veðrið er geðveikt gott og það er klikkað skíðafæri. Við fórum upp á jökul í dag og það var blár himinn, sól og logn. Gerist ekki betra.

Á morgun er svo austrríski skíðakennara meistara titillinn og við verðum sótt kl. 8 í fyrramálið til að fara þangað. Peter greyið þarf að keppa en það er ekkert mál fyrir hann. Þessar keppnir eru nattúrulega eitt allsherjar djamm svo að maður hlýtur að komast heim einhvern tímann fyrir sunnudaginn. Kemur allt í ljós.

The closure of the circle....and travels in india




I do not know what is wrong with the maps..but I couldn´t make them accurate...for example is Jaipur in India not at that place shown on the map and I had some other problems. It doesn´t matter...it just gives and idea of where we were.

Thursday 15 March 2007

Fotos in da house

Hi, finally some more fotos! We woke up at 5 this morning...a little bit of a time difference problem. But we used our time to put in the last pictures from Thailand and the first ones from India. Enjoy.
Gotta go skiing, see you!

Wednesday 14 March 2007

Allt svo hreint og ferskt..jühü!!

Hei, er ad frika ut herna i hreina loftinu. Thad er allt svo hreint og allir svo hreinir og eg thurfti ekki ad berja fra mer folk i dag. Er buin drekkja mer i vatnsdrykkju sidan ad eg vaknadi og thad er frabaert. Erum bara ad chilla i dag, koma okkur fyrir...paelid i thvi, tharf ekki ad pakka i 2 vikur! Svo kikjum vid nidur i skidaskola a eftir og tekkum a stodunni thar, eg er ad vona ad eg fai bara skidapassa og thurfi ekkert ad vinna. Byrja ad fljuga thann 1. april og nenni thessu vinnu veseni bara hreint ekki. Svo tharf ad redda skidagraejum og hitta mikid af folki. Vid erum annars half vonkud, svafum bara i einhverja 5 tima.

Fyndid ad eg hef varla malad mig alla ferdina og a Indlandi gerdi eg mitt besta til thess ad lita ut eins og kartöflupoki. Thannig ad lifid var frekar simpelt madur for bara i thad sem var hreint og ut. Eg fekk sma panik attak i Londona i gaer. Thad voru billjon timarit ut um allt, snyrtivorur og alls konar rugl hvert sem ad madur leit. Hvad thurfum vid eiginlega mikid af drasli i lifinu. Krem fyrir thetta og hitt, skartgripir, simar .....oj, mer var eiginlega flökurt og langadi bara aftur til Indlands i 2 minutur eda svo. En svo eftir nokkra daga verd eg dottinn inn i thetta sjalf. En i dag er eg rosalega thakklat fyrir allt sem eg hef i lifinu. Eg hef adgang ad hreinu vatni, mat, heitri sturtu, sapu og klosettpappir. I Goa var engin spegill og vid saum okkur ekki i 7 daga, thad var bara helviti gott og mikid djöfull var eg saet thegar eg loksins kikti i spegil, hahaha. Eg er ekki ordin frelsadur hippi eda eitthvad, svona lidur mer bara og vildi bara deila thessu med ykkur.
Nu var mamma hans Peter ad kalla a okkur i heimatilbuna Speckknödel..heyrumst og verum god vid hvort annad.

Tuesday 13 March 2007

Jollijollihhii

Hi, erum maett til Tux. Klukkan a minum tima er 7 um morgun en her er hun half thrj um nott. Thad eru sem sagt 26 timar sidan ad eg vaknadi i Mumbai. Ferdin hingad tok adeins 22 tima og vid svafum ekki dur. Enda aetlum vid ad fara ad sofa nuna og tekka austurriki a morgun. Okkur er ekkert svo kalt og thad er ekki mikill snjor. Hey allir i Horsens, thad verdur simafundur a naestunni.
Goda ferd a morgun mamma og Palli.
Sma ferdasogur og myndir koma inn a naestunni, so stay tuned or die! Ekki flokid!
Spater

Monday 12 March 2007

Dehli belly - not so funny after all...

HI, erum komin til Mumbai og erum ad chilla her i borginni i miklum hita og sma brjalaedi her og thar. Tokum naeturlest hingad i nott og vorum a flottasta farryminu, en vorum ekkert serlega happy thegar vid saum thad. En thetta var svo bara allt i lagi. Thad voru 8 kojur i mjog litlu rymi og allt indverskir karlmenn i kringum okkur. Their voru samt finir kallar og fengu lanud tiskublod fra mer. Eg svaf svo eins og steinn thratt fyrir miklar hrotur og prump sem ad Peter var ad frika ut af. eg er lika buin ad vera med indversku pestina i 3 daga og er frekar mattlaus og buin a thvi. En Imodium i tonnatali gerdi mer kleift ad ferast thetta. Forum til austurrikis a morgun...erum ekki alveg ad trua thessu. Thad verdur KALT og erfitt ad skipta ut flip flops fyrir skidasko!
Latum i okkur heyra.

Hi, wir sind gerade in Mumbai und verbringen unseren letzten Tag ganz gemuetlich. Gestern haben wir den Nachtzug von Goa genommen. First Class Schlafabteil, also 8 Personen auf engsten Raum, aber die Fahrzeit war ja nur 11 Stunden.
Ab Morgen veraendert sich alles ein bisschen. Anstatt Flip Flops kommen Skischuhe, anstatt dem Mehr und 35 Grad kommen hoffentlich viel Schnee und Frost. Aber euch allen waere es sicher lieber wenn der Winter jetzt vorbei waere.
Der Morgige Tag wird aber sicher eine der anstraengensten. Zuerst mussen wir irgendwie auf den Flughafen, und das bei indischem Verkehr. Dann folg ein 10stuendiger Flug, 3 Stunden Aufenthalt in London, fast 2 Stunden Flug nach Muenchen und schluss entlich holt uns Dani in Muenchen ab. Ankunftzeit in Tux vorraussichtlich 3 in der Frueh am Mittwoch. Viel Spass.
Indien war im grossen und ganzen echt super. Aber man hat auch viele negative Sachen erlebt. Zum Beispiel in Dehli und Mumbai laufen so viele Leute herum die dir das Geld abknoepfen wollen und dich anluegen wo sie nur koennen(wir hatten aber immer glueck). Was mich aber am meisten stoerte, ganz Indien ist eine Muelldeponie. Inder schmeissen einfach den ganzen Muell auf die Strasse, in den Garten, ins mehr. Und in Indien leben
ca 1 100 000 000 Menschen, dann kann man sich ja den Muellhaufen vorstellen. Touristen laufen mit ihren leeren Plastikflaschen stundenlang herum und suchen eine Mulltonne, aber vergeblich.
Aber ich muss auch sagen, die Reise hier her war es sicher Wert. Also last euch nicht davon abhalten.
Bis bald.

Thursday 8 March 2007

Maps


Hellu, finally we got back into the map-making homepage.


Wednesday 7 March 2007

jæja, þrátt fyrir mmmjjjjooooggggg hægt internet, reyni ég að skella inn einum pistli. Maður getur nú bara verið happy með að komast á netið því það er alltaf rafmagnslaust, rafallinn eitthvað lélegur þessa daganna.
Já, ferðin í norður Indlandi (Dejli-Agra-Rantemburg-Jaipur-Dehli) var frábær með góðhjartaða bílstjóranum okkar Mr. Jai. Dagurinn var alltaf tekinn snemma, held að við höfum farið fram úr kl. 5 alla daganna nema einn dag, þá var lagt af stað klukka hálf fjögur um nótt!! Í Rantemburg fórum við í Tiger safari, en sáum bara bamba ásamt því að frjósa úr kulda í morgunsárið í Indverskum frumskógi. Svo tókum við einn dag í afslöppun í hótelgarðinum - okkur veitti ekkert af því. Indland tekur örlítið á stundum. Við erum þokkalega heppin í þessari ferð okkar, í Chiang Mai í Thailandi lentum við akkúrat í Flower festivalinu og hér lentum við í stærta festivalinu á Indlandi - Holi festival. einnig vorum við svo heppin að vera akkúrat í Jaupur daginn fyrir Holi því þá er hið heimsfræga Elefantfestival þar. Við létum okkur ekki vanta og nutum þess að horfa á mjög svo litríka fíla, beljur, camel dýr og margt fleira. Allt í einu vippar maður sér að okkur og fer að spjalla..hann var frá Inditv sjónvarpstöðinni og vildi svo fá mig í viðtal um hvernig mér fyndist í Indlandi ofl. Jújú....alveg hægt að punga út einu viðtali eða svo. Við komum okkur fyrir fyrir framan heilann haug af fílum og nokkrir krakkar hópuðust að. Ég bullaði eitthvað í þessu viðtali og rankaði svo við mér inni í hóp af 50 inverjum..sem allir héldu að ég væri geðveikt fræg. Eftir viðtalið var tosað í mig, hrópað til mín, reynt að taka í hendurnar á mér, komið við hárið á mér....sem sagt múgæsingur eins og hann gerist bestur! Sjónvarps kallinn dróg mig út úr þvögunni og kallaði á Peter og sagði honum að passa konuna sína. Þetta var nú samt bara stuð en ég var fegin að komast burt.
Daginn eftir var sem sagt Holi festival og Mr. Jai var svo elskulegur að bjóða okkur að fagna Holi með fjölskyldunni sinni í Dehli! Ótrúlegt, maður fær ekki alltaf tækifæri til þess að vera á indversku heimili á svona dögum. Við þurftum að verakomin til Dehli fyrir klukkan 8 um morgunin og þess vegna l0gðum við af stað um 3 um nóttina. Loks komumst við á leiðar enda og fengum ótrúlegar viðtökur. Mr. Jai býr í hverfi sem að nálgast það að vera middle class sem er nú ekki á við middle class annars staðar í heiminum. Þau búa 5 saman í 2 herbergjum og eldhúsið var minna en fataskápurinn minn með einum góðum primus. Okkur var boðið til sætis á einu af rúmunum og fengum við heimatilbúin morgunmat, sem var eitthvað sem þau gera aðeins einu sinni á ári og aðeins á þessum degi...lostæti. Nágrannarnir komu svo í hrönnum og kíktu á okkur. Auðvitað drukkum við Chai - indverskt te í lítratali og nágrannarnir buðu okkur einnig í morgunmat og chai. Yndislegt fólk. Holi snýst hinsvegar um það að klína lit á fólk og að fara í vatnsstíð úti á götu. Þetta var klikkað stuð og stukkum við á milli húsþaka ásamt krökkunum í hverfinu, sprautuðum lituðu vatni á allt og alla og klíndum lit framan í þá sem áttu leið hjá. Við enduðum rennandiblaut og útúr lituð og höfum sjaldan skemmt okkur eins vel. Mr. Jai skutlaði okkur svo á hótelið okkar og daginn eftir flugum við hingað, til Goa. Hér erum við í chilli, útihlaupum og á planinu er að far aí nokkrar Ayurveda meðferðir og jóga. Hafið það gott..until next time.

In unserer Rundreise ( Delhi- Agra- Randenbourg- Jaipur) mit unserem Privatfahrer Mr Jai haben wir ganz zufällig das Elefantenfest miterlebt. Das kann man mit dem Oktoberfest in Tux vergleichen. Die Elefanten und auch die Kamele wurden geschmückt und bemalen. Und die Einheimischen haben gefeiert. Und als wir am nach Hause gehen waren, hat dann das indische Fernsehen ein Interview mit Linda gemacht. Am Anfang waren 2 bis 3 Kinder herum und wollten auch in das Fernsehn, doch es hat mit einer Menschentraube geendet, und ich musste Linda fast aus der Masse retten. Am nächsten Tag gings dann wieder nach Dehli. Und das um 3 Uhr in der Früh, da an diesem Tag der höchste Feiertag der Hindu Inder, der Happy Holi (Farbenfest) war. Den Tag kann man mit Weihnachten vergleichen. Und unser Fahrer wollte natürlich diesen Tag mit seiner Familie verbringen und da wir so nett sind, hat er uns zu ihm nach Hause eingeladen. Wir haben traditionelles indisches Frühstück und Mittagessen bekommen, die Nachtbaren wollten uns auch zu ihnen ins Haus bekommen und haben eine Jause gemacht. Dann hat man Lebensmittel Farbe auf vorbeigehende Leute und Kinder gespritzt. Das ist hier einfach so Tradition. Und man konnte sehen wie normale indische Familien leben. In der Strasse wohnen keine Reichen aber auch keine Armen. Aber in solchen Wohnungen oder Häusern würde kein Europäer wohnen. Das Haus von Mr Jai bestand aus einem Schlafzimmer mit einem grossen Bett, einem Bett im Gang und die Küche war eigentlich nur eine Herdplatte ohne Arbeitsplatte und Wasser. Auf dem Bett im Schlafzimmer wird gegessen und gespiel( also Wohn und Schlafzimmer in einem)Das WC war auf dem Dach ohne fliessend Wasser und die Dusche war einfach auf dem Dach im freien. Ich muss auch dazu sagen dass das Haus nicht freistehen ist sondern in einer engen Strasse ist wo alle Häuser fast nur 1 - 2stöckig sind und aneinander gebaut sind.
Also das wäre nichts für mich.
Jetzt sind wir aber schon in Goa, unserem letzten Stop, angekommen. Dort haben wir uns nahe am Strand ein Zimmerchen genommen und müssen uns von den Strapazen der letzten Wochen erholen, hahaha

Sunday 4 March 2007

Being blond in India

JI, eg veit ekki hvar eg a ad byrja, hef svo margt ad segja. Thad er mjog fyndid ad vera her a Indlandi og madur er ad horfa a folkid og skoda allt en svo snyst thetta vid og allir eru ad horfa a thig. Eg er mjog hvit og ljoshaerd og vek thonokkra athygli herna. Thetta er stundum mjog othaeginlegt en Peter finnst thetta bara mjog fyndid..ekki mikil hjalp i honum. Vid vorum til damis i Agra Fort sem er gedveikt stort og mikid virki og thadan saum vid Taj Mahal i fyrsta skipti. Vid vorum ad taka myndir og fullt af folki lika. Svo eru ca. 10 indverjar alltaf ad nalgast okkur meira og meira og vid vorum bara: hey, hvad er ad gerast og aetludum ad fara en tha spurdi einn, can you take foto. Og eg bara jaja, og aetladi ad taka myndavelina, en tha vildu their fa myndir af ser med mer. Peter hlo og hlo og ytti mer inn i hopinn ..frabaer kaerasti. Svo var eg bara fost tharna og alltaf verid ad skipat ut gaurum sem vildu mynd og svo var kallad a fleiri og svo voru allt i einu svona 6 manns ad taka myndir af mer..eftir sma stund var thetta ekki lengur gaman og eg bad Peter um ad draga mig i burtu. Seinna hittum vid gaurana a roltinu og their toku allir i hendina a Peter og thokkudu fyrir afnotin af kjellingunni hans. Thetta var ekki i eina skiptid sem vid lentum i svona adstaedum og erum hvad eftir annad bedin um ad vera a myndum hja indverjum. Thad er mjog merkilegt ad thekkja hvitt folk og enntha betra a d eiga mynd af thvi til ad syna vinum og vandamonnum. Laet thetta duga i bili..verd ad fara ad pakka. Fljugum til Goa a eftir og verdum thar i chilli i viku. Later

Nawaste = hallo

Hi, vil bara lata vita a dvid eum komin aftur til Dehli eftir hreint ut sagt otrulega ferd. Verd ad skrifa meir ai kvold, thar sem ad thad er verid ad bida eftir tolvunni. En allt i godu her annars, forum til Goa a morgun. Mamma og palli - siminn minn er tyndur og erum thvi bara med Peters sima.

Skrifa vonandi meira a eftir eda a morgun.
Bae

Thursday 1 March 2007

Still alive!

Jebb, vid erum i ovissuferd og vitum stundum ekki i hvorn fotinn vid eigum ad stiga. Enda er pepsi utbreiddara en kok og brunkukrem er hvittikrem!
Erum i otrulega godum malum nuna, med Mr. Jai einkabilstjora ut um allar trissur, fin hotel og Shafi i Dehli verdur brjaladur ef ad thjonustan er ekki eins og samid var um. KOmum til Mumbai seint um kvold ,fundum hotel, forum ut a flugvoll strax daginn eftir...keyptum mida til Dehli..funduum hotel og fundum svo Shafi og hann sa um restina. Forum fra Dehli til Agra og skodudum borgina. Byrjudum svo daginn kl. 6 a Taj Mahal...otruleg upplifun. Erum nuna i Ranthambhore i Rajastan of forum i Tiger safari i fyrramalid. Keyrdum i 8 tima i dag og erum svolitid beyglud. Verdum her i 2 naetur svo Jaipur i 1 nott, Dehli i 1 nott og fljugum svo til Goa og verdum thar i afsloppun i viku. Latum i okkur heyra, bae!

Halli hallo
wir sind gerade in Ranthambhore in Rajastan mit unserem Privatfahrer unterwegs. Bis jetzt haben wir uns Dehli ein bisschen angeschaut und Heute sind wir in das Taj Mahal, dem Tempel der Liebe. Aber mit der Liebe ist hier nicht viel geworden, da sich Linda mir in die Arme werfen wollte, ich aber die Kamera in der Hand hatte, ich darum ausgestellt bin und desshalb ist Linda die Marmorstiegen hinuntergefallen. Aber der Kamera ist nichts passiert, keine Sorge. Morgen gehts dann weiter mit einer Tiger Safari, wo wir zu 90 % keine Tiger sehen werden, kann man ja nichts machen.
Indien ist aber einzigartig. Man kann es mit keinerm anderen Land das wir bis jetzt besucht haben vergleichen. Alleine schon der Strassenverkehr. Der war schlimm in Thailand, aber hier..... Auf einer 3spurigen Strasse fahren 5 Autos, ein paar Tuk tuks und dann laufen vielleicht noch einige Kuehe zwischendurch.
Tuk Tuks, sind normalerweise fuer 4 pers, hier sind aber schon mal 2 auf dem Dach, 4 ausen herum und um die 6 personen sitzen dann noch innen drinn. Also wird das Tuk tuk hier als Kleinbus verwendet.
Diesen Text habe ich auch schon das 3mal geschrieben, da der Strom immer wieder ausfaellt.
Bevor der PC wieder ausfaellt hoere ich lieber auf,
Adiu