Monday 26 March 2007

Bara stuð her....


Jæja, þá er fyrsti vinnudagurinn afstaðinn. Þetta er nú ekki eins og venjulegr vinnudagur hjá okkur flestum. Vinna frá 10-12 og 13-15, úff maður! Þvílíkt álag. Stelpan mín er bara þrælfín, ég þarf að eins að vinna í skíðastílnum hennar, hún minnir stundum á spítukall. en við skemmtum okkur vel saman. Það er bara frábært að vera að gera eitthvað. ekki skemmdi frábært skíðafæri, blár himinn og sól fyrir deginum heldur.

Ég átti að fara í loka meðferð og tékk hjá lækninum í dag en ég hringdi og sagðist þurfa að fara til Innsbruck, hvort að það væri ekki í lagi að koma seinnipartinn:( Ég bara þorði ekki að segja þeim að ég væri að fara að vinna. Eftir skíðin labbaði ég sem sagt til læknisins. Straummeðferðin hefur hjálpað vöðvunum að slaka aðeins á, en annars á ég ennþá ca 4-6 vikur eftir að ég finn ekkert fyrir þessu. einnig má ég ekki lyfta neinu upp fyrir bringu hæð....gangi mér vel í vinnunni! Ég fann nú nokkurð fyrir þessu í dag, en ég skildi skíðin mín eftir uppi í fjalli svo að ég þurfi ekki að bera þau stanslaust. Í kvöld er ég afsökuð úr skíðashowinu, en hins vegar verð ég á talstöðinni og stjórna ljósunum...mikil ábyrgðar staða það, hehe.
Myndin er af Florian á skíðashowi.

Best að skella sér í sturtu fyrir showið og eftirpartýið.
Later aligater

No comments: