Sunday 25 March 2007

Enginn friður....


Jæja, þá er komið að því - vinna...oj..gubb. Djók. Það er nú til margt verra en vinna, eins og tildæmis atvinnuleysi. Ég er nú komin með grænar á aðgerðarleysi svo að það er komin tími til að gera eitthvað. Peter byrjaði í dag og ég átti náttúrulega ekkert að vinna.
En skíðaskólinn er í vandræðum og ekki gat ég sagt nei þegar þau báðu mig um greiða með hvolpaugum. Ég verð því með 15 ára stelpu í einkakennslu næstu 3 daga. Einkakennsla er alltaf fín í 1 dag en hvað á maður að tala um á þriðja degi? Hún býr líka á langdýrasta hótelinu hér í bæ og ekki eru allir 15 ára krakka sem fá einkakennara. Vonandi verður hún bara hress.

Peter er með besta unglingahópinn þessa vikuna. Hann var eitthvað að skíða niður í dal í morgun og þau þurftu að fara úr skíðunum til að fara yfir götu. Allt í einu eru allir að hlægja og Peter lítur við og sér einn strákinni liggjandi í drullupolli! Aumingja krakkinn var forugur upp fyrir haus í allann dag.

Ég er annars búin að labba til læknisins á hverjum degi. Það tekur um 40 mín hvor leið. Það er helvíti hressandi og gaman með ipodinn. Í dag var rosa fínt veður og ég fékk allt í einu svona jólafíling. Ég settist því á bekk uppi í fjalli og náði að grafa 4 jólalög upp úr ipodinum. Svo söng ég bara hástöfum með og skemmti mer konunglega.

Ég er nú alveg rugluð í tíma og veit eiginlega aldrei hvaða mánuður er. Stundum fæ ég alveg áfall yfir hinu og þessu. Einhvern tímann á Thailandi vaknaði ég og öskraði á Peter að við hefðu gleymt afmælinu henna Lísu...sem er by the way í júni. Einnig sat ég um daginn og var að hugsa að ég þyrfti nú að kaupa jólagjafirnar þegar ég kæmi heim og svo hugsaði ég...auðvitað kaupi ég þær bara hérna í Austurríki á meðan ég hef tíma!!! Da!! spurning um að líma dagatal á ennið á sér.

Annars er skíðashow annað kvöld, ég þarf sem betur fer ekki að taka þátt, ætla bara að horfa á með vinkonu minni. Peter verður örugglega troðið í demo teamið og svo líka búið að grafa upp fótboltapassann hans og bóka hann í einn leik eða svo.

Hlakka alveg til að koma heim og borða skyr og fara að æfa. En þegar ég kíki á veðurspánna þá gæti ég alveg farið í aðra heimsreisu.
Þið getið kíkt á veðrið hjá okkur á www.tux.at , þar stal ég líka myndinni:)
Servus

3 comments:

Anonymous said...

Ég skil að þú sért rugluð í tíma. En við hlökkum öll til að fá ykkur heim hvernig sem veðrið er. Þið verðið að bjóða okkur í slideshow og sögukvöld þegar þið komið heim. Það verður gaman. Kannski einhver réttur sem þið lærðuð að matbúa. Hey ég skipulegg þetta bara......gaman að lesa það sem þú ert að skrifa snúlla mín. Ég er í fríi þangað til á miðvikudagskvöld og Maggi í bænum. Uhu. En þetta er fínt finn eitthvað að gera eins og skattaskrýsluna mína...

Anonymous said...

ask

Anonymous said...

Þið eruð snillingar, æðislegt að þú getur tekið smá þátt í skíðabrjálæðinu og gott að stelpan er fín sem þú fékkst. Hrikalega fyndið þetta með tímaruglið, minnir mig aðeins á brjóstagjafaþokuna - en þá var ég stundum eitthvað rugluð í hvort það væri apríl eða nóvember og þurfti virkilega að hugsa djúft til að rifja það upp. Eins gott að þið gleymduð ekki afmælinu mínu, sé þig fyrir mér að öskra á Peter (það klæðir þig mjög vel).

Við viljum lika fá viku slideshow hér í Horsens, með mismunandi þemum fyrir hvert kvöld. Björgvin Franz esskaði ykkur í kvöldmatnum, en hann þylur mjög samviskusamlega upp alla sem hann essskar annað slagið...frekar sætur.

Æðislegt veður hér og við fórum með strákana í Bygholmpark í fótbolta eftir vinnu/skóla og róluðum og renndum + hlupum á eftir öndum og gæsum út um allan garð. Ég fer til Köben kl. 6 í fyrramáið og verð til 19.30, en ég væri frekar til í að kenna einhverjum únglíngi á skiði - enn frekar að stjórna ljósashowinu.

Luvjú gæs.