Thursday 22 March 2007

Nu er eg brjaluð!

Ég var ekki búin að segja ykkur frá því snilldar atriði þegar ég datt niður marmaratröppurnar í Taj Mahal. Við fórum að skoða Taj Mahal við sóalrupprás, nema að það hafði ringt um nóttina og allt því blautt. Til að labba inn á hvíta marmarann sem að höllin stendur á þarf maður að fara út skónum og vorum við því bara berfætt og ísköld á tánum. Peter vildi taka mynd af mér og skokkaði niður tröppurnar eins og ekkert væri. Það var fullt af fólki að staulast þarna niður og Peter bara: hvað er eiginlega að fólki, getur það ekki labbað niður nokkrar tröppur! Svo tók hann mynd af mér ég byrjaði að staulast niður tröppurnar og flýg svo niður og lenti á öxlinni. Ég var öll rennandi blaut og hélt að ég væri brotin, en eftir smá tíma gat ég hreyft hendina. Peter tjaslaði mér saman og næstu daga var það bara voltaren rapid og heimatilbúinn fatli. Ég hugsaði um að fara til læknis en svo sá ég spítala og beit bara á jaxlinn. Síðan þá hef ég verið frekar kvalin í öxlinni og þá sérstaklega hérna í Austurríki. Maður er búin að vera að bera skíði og skíða, svo fórum við Peter út að moka snjó í fyrradag og það gerði alveg útaf við mig. Í dag drullaðist ég svo til læknis þá kom í ljós að ég er brotin!!!!
Ég gæti alveg tekið Happy Gilmorinn núna. Núna er brotið samt að gróa en allir vöðvar og draslið í kring er í uppnámi út af þessu. Ég verð að fara í einhverja rafmeðferð næstu 4 daga, taka fleiri pillur og alls ekki gera neitt!!! Halló, ég er er að fríka út. Hvernig á ég að gera ekki neitt. Þannig að ég get ekki skíðað, ekki unnið í næstu viku ekki farið út hlaupa.....og verð svo örugglega að drepast í öxlinni alla ævi. Ok, er smá pisst útaf þessu, held að ég fari bara niður í búð til Franz og ráðist á snapsið hans.
Þetta er ekki búið, við Peter erum búin að vera með smá flesnu síðan að við komum og núna liggur hann með upp og niður í þokkabót. En það er nú betra að vera heima hjá sér í svona stöðu heldur en í einhverjum rafmagnslausum bambuskofa, þannig að við erum nú þakklát fyrir það.


Annars eru allar myndir frá Indlandi komnar inn og myndirnar frá Tux koma í dag. Skíðakennaramótið var náttúrulega bara rugl frá upphafi til enda. Við kíktum á brautina og svo kíktum við á klukkuna og hún sýndi 8:52 og þá var kominn tími til að fara á barinn!! Jebb, það sturtuðu allir í sig einum bjór og svo var farið að keppa. Keppnin gekk vel, okkar skíðaskóli varð í 3ja sæti í liðakeppninni og allir lentu í einhverjum sætum. Nú var tími til að fagna, Luggi keypti nokkra umganga af freiðivíni o.fl. Eftir aðeins 5 klukkutíma á barnum, nokkra ísmola slagi og fleira rugl var kominn tími á að skipta um bar. Við fórum þvi heim í þorpið okkar og haldið var áfram. Seint og síðarmeir stauluðumst við svo öll heim, 5 bikurum ríkari og 1 skíðasokk fátækari. Víha!

4 comments:

Anonymous said...

Shitttturinn, þetta er glatað. Jiii eins gott að þú náðir að þrauka worldtúrinn með öxlina svona. Ég get ekki mælt með svona axlarmeiðslum (skulderskade pa dansk) en ég er einmitt í sjúkraþjálfun í þrjúhundruðasta sinn út af minni öxl, svo þú skalt bara taka því rólega og láta þetta gróa.

Sá að þið hringduð á skype í dag, vonandi náum við að tala saman fljótlega. Batnaðarkveðjur til ykkar beggja, greinilegt að Peter drekkur ekki nægilega mikið af snapsi fyrst hann er veikur.

Æðislegt að sjá djammmyndirnar frá Tux.

P.s. Geturðu ekki bara komið til Horsens í axlarmeðferð...ég kann fullt af æfingum og er með góðan sjúkraþjálfara í næsta húsi.

Eva said...

Aei Linda min, greyid mitt. Leidinlegt ad heyra med oxlina. Vona ad ther batni fljott. Thad er greinilega gridarlegt fjor i Tux, skemmtilegar myndir. Hvenaer farid this annars heim til Islands?

Anonymous said...

Hæ Linda mín, hvað er að heyra. Takk fyrir að hringja í gær. Það var gaman að heyra í þér. Allt gengur stórkostlega hér á Akureyri og við erum svo sannarlega að slá í gegn. Kíktu á næst aftöstu síðuna á fréttablaðinu í dag. Þá sérðu ljóta hárið á mér. ask

Anonymous said...

Well written article.