Sunday 31 August 2008

Sumar á ný!

Það er búið að vera algjört sumarveður um helgina, 24 stiga hiti og sól. Mjög góð tilbreyting frá rigningunni.
Við fórum í frábært matarboð hjá Soffíu og Árna á föstudaginn. Það var geðveikur Indverskur matur og fullt af skemmtilegu fólki.
Við hjóluðum til þeirra en tókum leigubíl heim um 2 leytið, nennti ekki alveg að hjóla.

Á laugardaginn fórum við niður í bæ í góða veðrinu, fórum á Living Wood sýningu í Dansk Design Center og það var flott. Hjölli kom svo og hitti okkur og við röltum niður Strikið og það var eins og að vera á Manhattann, alveg troðið af fólki. Við höfum aldrei farið niður í bæ bara til að fara niður í bæ, svo að þetta var bara rosa fínt. Svo sátum við á Nyhavn í sólinni og fengum okkur samlokur í Kongens Have. Brunuðum svo beint í bíó með Soffíu og Árnsa, skelltum okkur á bar eftir á og tókum strætó heim.

Í dag þurfti ég alveg smá róleg heit og vorum við bara úti í garði að lesa og hafa það kósí.
Svo er bara skóli hjá okkur báðum á morgun, hlakka til.

Nú styttist óðum í krílið, ég er komin 38 vikur og 4 daga svo að þetta getur gerst hvað á hverju. Mér líður samt mjög vel, Hef enga bakverki né neitt vesen. Auðvitað er maður þreyttari en vanalega og það er orðið frekar leiðinlegt að sofa alltaf á hliðinni, en þetta eru nú smá atriði miðað við hvað maður gæti verið að standa í. Svo að ég er bara hress. Ég vona bara að haustið verði milt og gott svo að ég geti verið úti að labba eins og óð væri.

Hilsen út hitanum

Thursday 28 August 2008

traffík

Nú eru flestir í DK búnir í sumarfríi og allir háskólar og skólar eru byrjaðir á ný. Það sést greinlega á götum úti því manni líður eins og í Tour de France ef að maður er að hjóla á álagstíma og umferðin er orðin miklu þyngri en í sumar.
Það er búið að vera smá haustlegt hérna með grámyglu og rigningu en alltaf 20 stiga hiti ef ekki meir. En það á að vera fínt veður um helgina.
Óléttulega séð er allt í gúddí, fór til ljósmóður í dag og nú eru bara 2 vikur í settann dag. Við Peter fórum líka á svona smá fæðingar námskeið sem boðið er upp á frítt og það var fínt. Þar fengum við líka að kíkja á fæðingardeildina og sjá hvernig þetta er allt saman.
Peter er byrjaður á fullu í skólanum. Þau eru í 3ja vikna verkefni sem honum finnst skemmtilegt. Hann og vinir hans tóku sig saman og mynduðu nýjann hóp sem saman stendur af Ný sjálendingi, danskri stelpu, bandaríkjamanni go Peter. Þannig að þetta er allt annað líf miðað við síðustu önn hjá honum.
Ég fór á kynningardag á náminu mínu á mánudaginn og það var rosa fínt og vel skipulagt. Auðvitað fékk ég mikilmennskubrjálæði og var hugsaði að ég gæti nú alveg verið í fullu námi og svona. Gleymdi alveg að maður verður með barn á brjósti og kannski ósofinn í nokkra mánuði. Planið er því ennþá að prufa 1 kúrs og sjá svo bara til. En þangað tl barnið kemur ætla ég að mæta í alla tímana og svona. Þetta er mjög spennandi nám og ég hlakka til.

Hjölli kom í mat til okkar í gær og við horfðum saman á móttökurnar sem að handboltaliðið fékk á íslandi. Þetta var nú ansi fyndið á köflum en gaman samt sem áður.
Danska lansliðið í handbolta er allavegana í rosalegri fýlu eftir OL. Það var rosalegt að heyra í þeim í viðtali um daginn þar sem þeir voru bara að drepa tímann í Bejing. Sumir létu út úr sér að þeir vildu bara fara heim og að þeir væru að eyða sumarfríinu sínu í þetta rugl og ég veit ekki hvað og hvað.
Læt þetta duga í bili
Hilsen

Sunday 24 August 2008

Bjartur dagur






Takk fyrir falleg comment hér að neðan.
Í dag var nú sól og gott veður sem var andleg upplifting og ferlega nauðsynlegt því ég er búin að vera eitthvað leið í nokkra daga. Ég er bara þannig manneskja að ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, vera með fólki og gera eitthvað. Svo er stundum skrítið að vera þreyttur eftir að gera ekki neitt og þarf stundum að minna mig á að ég er ólétt, ég held að ég sé búin að ná því núna og hlusta meira á líkamann og legg mig meira að segja stundum á daginn!!
Við byrjuðum daginn á að hjóla niður í bæ á íslendingabar þar sem við ætluðum að horfa á leikinn mikla. Staðurinn var stútfullur, engin sæti, reykur og það var verið að henda drukknum Dana út þegar við komum. Ekki nenntum við að standa í þessu og fórum því til Árna að horfa á leikinn sem var mjög fínt. Svo fórum við á Laundromat í brunch og tímaritalesningu. Það var ca. 20 - 25 stiga hiti í dag og skelltum við okkur því út í garð hérna heima og lentum á löngu spjalli við íslendingana sem búa hér. Mjög góður dagur sem sagt.
Við byrjum bæði í skólanum í fyrramálið og er það bara hið besta mál. Ég myndi bara drepast úr eirðaleysi annars. Það er bara kynningarvika þessa vikuna og tveggja daga ferðalag sem ég ætla að sleppa, nenni varla að fara að fæða í miðju ferðalagi ef að það myndi gerast.
Set inn nokkrar myndir frá Sigurrósar tónelikunum sem við fórum á um daginn, heimsókn til Arnþórs og Stellu, Hlynur og Björgvin Franz sætir í sófanum og Peter varð "smá" sveittur á þrekhjólinu hennar Lísu í Horsens.
hilsen

Monday 18 August 2008

Komin heim til Köben.





Hellú, við komum heim til Köben í morgun eftir mjög góða og skemmtilega 8 daga í Horsens. Planið var að slaka á og skoða okkur um Danmörku en ég er búin að vera með sýkingu og á pensilíni og var ekki alveg sú hressasta. Þannig að við litum á þetta sem svona sumarbústaðaferð og nutum þess að taka því rólega. Við eigum bæði til með að vera alltaf á fullu svo að þetta var kærkomin hvíld. Við vorum nú samt ekkert sofandi í viku, við fórum í heimsókn til vina og vinnufélaga, kíktum á Árhús, í búðir og höfðum það gott. Hlynur, Lísa og strakarnir komu svo heim frá Spáni á föstudagsnóttina og eyddum við helginni saman sem var mjög skemmtileg og gaman að fá að hitta fjölskylduna sína.
Í dag fórum við í sónar og allt lítur vel út. Barnið er mjög aktíft og er orðið ca. 3600 gr. Það er nú í stærra lagi fyrir Danmörku en bara venjulegt fyrir Ísland. Nú er ég komin að verða 37 vikur svo að það eru ca. 4 eftir ef að barnið kemur í kringum 12. sept.
Fyrir viku þurfti ég að fara fæðingardeildina útaf blöðrubólgu og var sett þar í monitor og fleiri tékk og það var vel tekið á móti okkur. Við fengum að kíkja á deildina og var það mjög gott fyrir okkur bæði. Það skiptir mikilu máli að fá gott viðót frá fólki þegar maður er ekki í sínu eigin landi. Þannig að þetta er allt saman að koma og við erum bara að drukkna í barnadóti. Takk allir sem eru að senda okkur og hjálpa til!!
Við vorum einmitt að setja saman rúmið sem mamma og Palli gáfu okkur, erum komin með vagn og kerru frá Hrosens, ömmustól og fleira frá Dísu og Óla, bílstól frá Dóru í Köben og alls konar dót og föt frá Íslandi, Horsens og Austurríki. Þannig að við erum bara reddý og hlakkar báðum til að fá litla krílið okkar í heiminn.
Við byrjum bæði í skólanum á mánudaginn eftir viku. Ég ætla að vera þangað til að barnið lætur sjá sig og svo sé ég til hvort að ég taki 1 kúrs eða ekki. Læt hér fylgja nokkrar bumbumyndir sem teknar voru fyrir 3 vikum minnir mig.
Hilsen

Monday 11 August 2008

Urlaub in Horsens

Zur Zeit sind wir in Horsens und machen ein bisschen Urlaub bei Lindas Bruder und seiner Familie. Die sind aber gerade für eine Woche auf Mallorca. In der zwischen Zeit können können wir ihr Auto und Haus benutzen.
Uns gehts ansonsten gut. Für Linda wirds jetzt halt immer anstrengender. Der Bauch wird grösser und das kleine stösst und drückt auch immer mehr. Aber es dauert ja nicht mehr lange. Morgen ist es ja nur noch einen Monat bis es so weit ist.
Am 25 geht bei mir dann wieder die Schule los, aber auch bei Linda fängt ihr Studium am 25 an. Sie fängt zumindestens an und nimmt vielleicht einen Kurs oder macht einfach so viel sich ausgeht. Sie studiert Leaderchip and management.
Wir haben vor einer Wochen zu arbeiten aufgehört. Wenn ich glück habe bekomme ich auch für die 5 Wochen die ich dort gearbeitet habe bezahlt, aber so wie es ausschaut wird es diese Firma nicht mehr lange geben. Daran habe ich aber nicht viel Schuld, zu mindestens rede ich mir das ein, hihi.

Harpa, Dóri og Víglundur Hinrik í Köben 15-22. júlí







Hér eru nokkrar myndir frá heimsókn Hörpu, Dóra og Víglundar Hinriks í júlí. Við leigðum bíl og fórum til Mön og kíktum á Möns Klint ásamt Hildi, Hjölla og börnum.

Hier sind ein paar Fotos vom Besuch unserer Freunde, Harpa, Dóri und der kleine Viglundar Hinrik aus Island im Juli. Wir haben uns ein Auto gemietet und sind nach Mön gefahren um die Möns Klint (Klint heisst übersetzt Kliff) zu sehen. Mit dabei waren auch noch Hildur, Hjölli und die beiden Kinder.

Monday 4 August 2008

Hætt að vinna!






Jæja, þá er ég hætt að vinna og sit hér á fyrsta frídeginum mínum með blendnar tilfinningar, því mig langar ekkert að hætta að vinna. Hefði alveg getað verið viku lengur, en maður sveiflast allataf fram og til baka með þetta eftir því hversu vel hvíldur maður er.
Það er búið að vera steik í 3 vikur og ekkert eðlilega heitt en núna var rigningar vikan mikla að byrja, sem er bara ok. Peter er samt að vinna úti svo það er ekki eins gaman fyrir hann. Hann hættir að vinna á miðvikudaginn og er þá kominn í frí. Við ætlum að kíkja í nokkrar barnabúðir saman og að skipuleggja hérna heima hvernig við ætlum að hafa þetta þegar barnið kemur.

Hlynur og Lísa og strákarnir eru að fara til Mallorca á förstudaginn og eru þau svo yndisleg að lána okkur húsið sitt og bílinn á meðan þau eru í burtu. Við Peter förum því til Horsens um helgina í smá sumarfrí í ca. viku. Það verður gaman að getað kíkt aðeins á Danmörku og haft það kósi á Jótlandi.

Síðasti vinnudagurinn minn var á föstudaginn og var ég búin að baka risa gulrótarköku sem ég fór með í vinnuna. Á daglega morgunfundinum afhenti ég svo vinnufélögunum dós með Íslensku fjallalofti í því ég var oft að drepast úr hita og loftleysi í vinnunni. Það voru allir mjög kátir með þetta. Dagurinn átti bara að fara í að ganga frá lausum endum og svona en það kom upp smá neyðarástand og var ég og einn sem vinnur með mér bara í stress kasti að redda því máli. Við vorum að keppast við tímann í Thailandi og Japan því þar var að koma kvöld og við þurftum að græja ýmislegt. Ég bræddi agentinn okkar í Thailandi með því að tala smá Tahilesnku við hann og þá var hann bara voða happy að vinna 2 tímum lengur á föstudegi fyrir okkur. Þetta mál endaði rosa vel og gaman að hætta með látum. Hópurinn minn (8 manns) var búinn að ákveða að fara út að borða saman til þess að kveðja mig og strax eftir vinnu fórum við á voða fínann stað við höfnina í drykki. Svo var farið á frábærann Argentískann stað þar sem koktielar og rándýr vín voru látið fjúka allt kvöldið. Ég fékk að vera með og fékk mér áfengislausa kokoteila. Hópstjórinn minn hún Alison frá UK er svo frábær að hún græjaði að kvöldið væri í boði fyrirtækisins, svo ekki var það verra. Vinnufélagar mínir eru bara frábært fólk og allir voru á bömmer yfir að ég væri að hætta og ég sjálf auðvitað líka. Þau leystu mig út með gjöfum og ég var alveg í sjokki yfir þessu. Þau gáfu barninu samfellu með maersk logoinu sem er stjarna og þar sendur á ,,born under a lucky star" og mjög sætann bangsa. Mér gáfu þau tösku og seðlaveski og voru svo öll búin að skrifa til mín á kort. Ég var alveg orðlaus yfir þessu. Um miðnætti hjóluðum við öll á Nyhavn og fórum á bát þar sem er bar og vorum þar til 2 umnóttina. Þá tók ég leigara heim með hjólið. oh, ég sakna vinnunnar minnar svo mikið, en það breytist vonandi fljótt.

Nú er málið að fara í sund á hverjum degi og að hugsa um sjálfa mig og hafa orku til þess. Þannig að nú er ég farin í sundið.
Skellti inn myndum af vinnufélögum mínum. Á fyrstu myndinni erum við öll saman, svo ég og Alison bossinn minn, Claus og Thomas vitleysingjarnir mínir, ég og Claus og svo Berit og Alison í byrjun kvöldsins.