Jæja, þá er ég hætt að vinna og sit hér á fyrsta frídeginum mínum með blendnar tilfinningar, því mig langar ekkert að hætta að vinna. Hefði alveg getað verið viku lengur, en maður sveiflast allataf fram og til baka með þetta eftir því hversu vel hvíldur maður er.
Það er búið að vera steik í 3 vikur og ekkert eðlilega heitt en núna var rigningar vikan mikla að byrja, sem er bara ok. Peter er samt að vinna úti svo það er ekki eins gaman fyrir hann. Hann hættir að vinna á miðvikudaginn og er þá kominn í frí. Við ætlum að kíkja í nokkrar barnabúðir saman og að skipuleggja hérna heima hvernig við ætlum að hafa þetta þegar barnið kemur.
Hlynur og Lísa og strákarnir eru að fara til Mallorca á förstudaginn og eru þau svo yndisleg að lána okkur húsið sitt og bílinn á meðan þau eru í burtu. Við Peter förum því til Horsens um helgina í smá sumarfrí í ca. viku. Það verður gaman að getað kíkt aðeins á Danmörku og haft það kósi á Jótlandi.
Síðasti vinnudagurinn minn var á föstudaginn og var ég búin að baka risa gulrótarköku sem ég fór með í vinnuna. Á daglega morgunfundinum afhenti ég svo vinnufélögunum dós með Íslensku fjallalofti í því ég var oft að drepast úr hita og loftleysi í vinnunni. Það voru allir mjög kátir með þetta. Dagurinn átti bara að fara í að ganga frá lausum endum og svona en það kom upp smá neyðarástand og var ég og einn sem vinnur með mér bara í stress kasti að redda því máli. Við vorum að keppast við tímann í Thailandi og Japan því þar var að koma kvöld og við þurftum að græja ýmislegt. Ég bræddi agentinn okkar í Thailandi með því að tala smá Tahilesnku við hann og þá var hann bara voða happy að vinna 2 tímum lengur á föstudegi fyrir okkur. Þetta mál endaði rosa vel og gaman að hætta með látum. Hópurinn minn (8 manns) var búinn að ákveða að fara út að borða saman til þess að kveðja mig og strax eftir vinnu fórum við á voða fínann stað við höfnina í drykki. Svo var farið á frábærann Argentískann stað þar sem koktielar og rándýr vín voru látið fjúka allt kvöldið. Ég fékk að vera með og fékk mér áfengislausa kokoteila. Hópstjórinn minn hún Alison frá UK er svo frábær að hún græjaði að kvöldið væri í boði fyrirtækisins, svo ekki var það verra. Vinnufélagar mínir eru bara frábært fólk og allir voru á bömmer yfir að ég væri að hætta og ég sjálf auðvitað líka. Þau leystu mig út með gjöfum og ég var alveg í sjokki yfir þessu. Þau gáfu barninu samfellu með maersk logoinu sem er stjarna og þar sendur á ,,born under a lucky star" og mjög sætann bangsa. Mér gáfu þau tösku og seðlaveski og voru svo öll búin að skrifa til mín á kort. Ég var alveg orðlaus yfir þessu. Um miðnætti hjóluðum við öll á Nyhavn og fórum á bát þar sem er bar og vorum þar til 2 umnóttina. Þá tók ég leigara heim með hjólið. oh, ég sakna vinnunnar minnar svo mikið, en það breytist vonandi fljótt.
Nú er málið að fara í sund á hverjum degi og að hugsa um sjálfa mig og hafa orku til þess. Þannig að nú er ég farin í sundið.
Skellti inn myndum af vinnufélögum mínum. Á fyrstu myndinni erum við öll saman, svo ég og Alison bossinn minn, Claus og Thomas vitleysingjarnir mínir, ég og Claus og svo Berit og Alison í byrjun kvöldsins.
5 comments:
Bíð spennt eftir bumbumyndunum.
Kv Eva
Hæ gullið mitt.
Jæja gott að þú ert hætt að vinna. Þarft að vera vel úthvíld þegar krúsímúsin kemur :) Já, farðu endilega vel með þig og njóttu þess að dekra við sjálfa þig.
Knús & kossar,
Hildur og Tinna Rut.
Hallo saeta min. Gott ad thu ert haett ad vinna og getir farid ad taka thvi rolega. Her er nog ad gera ad ad vanda. Sakna thin svo mikid! Sammala Evu, langar ad sja nyjar bumbu myndir
Velkomin í kaffi til Álaborgar ef þið eruð á ferðinni :)
ja hallo ihr zwei!
peter, ich würde auf die Fotos von dir warten, bekomm sie ja nie... hab momentan keine fotos zum hochladen, den die anderen hat andy und die einen hast du!
liebe grüße
Anita
Post a Comment