Sunday 24 August 2008

Bjartur dagur






Takk fyrir falleg comment hér að neðan.
Í dag var nú sól og gott veður sem var andleg upplifting og ferlega nauðsynlegt því ég er búin að vera eitthvað leið í nokkra daga. Ég er bara þannig manneskja að ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, vera með fólki og gera eitthvað. Svo er stundum skrítið að vera þreyttur eftir að gera ekki neitt og þarf stundum að minna mig á að ég er ólétt, ég held að ég sé búin að ná því núna og hlusta meira á líkamann og legg mig meira að segja stundum á daginn!!
Við byrjuðum daginn á að hjóla niður í bæ á íslendingabar þar sem við ætluðum að horfa á leikinn mikla. Staðurinn var stútfullur, engin sæti, reykur og það var verið að henda drukknum Dana út þegar við komum. Ekki nenntum við að standa í þessu og fórum því til Árna að horfa á leikinn sem var mjög fínt. Svo fórum við á Laundromat í brunch og tímaritalesningu. Það var ca. 20 - 25 stiga hiti í dag og skelltum við okkur því út í garð hérna heima og lentum á löngu spjalli við íslendingana sem búa hér. Mjög góður dagur sem sagt.
Við byrjum bæði í skólanum í fyrramálið og er það bara hið besta mál. Ég myndi bara drepast úr eirðaleysi annars. Það er bara kynningarvika þessa vikuna og tveggja daga ferðalag sem ég ætla að sleppa, nenni varla að fara að fæða í miðju ferðalagi ef að það myndi gerast.
Set inn nokkrar myndir frá Sigurrósar tónelikunum sem við fórum á um daginn, heimsókn til Arnþórs og Stellu, Hlynur og Björgvin Franz sætir í sófanum og Peter varð "smá" sveittur á þrekhjólinu hennar Lísu í Horsens.
hilsen

2 comments:

Anonymous said...

haha, alltaf gaman þegar þú setur inn myndir. Gaman að heyra í þér í gær gullið mitt. Sendi þér góða orku og jákvæðnisstrauma.
fúmm...fannstu það
ask

Anonymous said...

Já, takk. Þessir straumar gerðu alve herslumuninn.
Moi