Hellú, við komum heim til Köben í morgun eftir mjög góða og skemmtilega 8 daga í Horsens. Planið var að slaka á og skoða okkur um Danmörku en ég er búin að vera með sýkingu og á pensilíni og var ekki alveg sú hressasta. Þannig að við litum á þetta sem svona sumarbústaðaferð og nutum þess að taka því rólega. Við eigum bæði til með að vera alltaf á fullu svo að þetta var kærkomin hvíld. Við vorum nú samt ekkert sofandi í viku, við fórum í heimsókn til vina og vinnufélaga, kíktum á Árhús, í búðir og höfðum það gott. Hlynur, Lísa og strakarnir komu svo heim frá Spáni á föstudagsnóttina og eyddum við helginni saman sem var mjög skemmtileg og gaman að fá að hitta fjölskylduna sína.
Í dag fórum við í sónar og allt lítur vel út. Barnið er mjög aktíft og er orðið ca. 3600 gr. Það er nú í stærra lagi fyrir Danmörku en bara venjulegt fyrir Ísland. Nú er ég komin að verða 37 vikur svo að það eru ca. 4 eftir ef að barnið kemur í kringum 12. sept.
Fyrir viku þurfti ég að fara fæðingardeildina útaf blöðrubólgu og var sett þar í monitor og fleiri tékk og það var vel tekið á móti okkur. Við fengum að kíkja á deildina og var það mjög gott fyrir okkur bæði. Það skiptir mikilu máli að fá gott viðót frá fólki þegar maður er ekki í sínu eigin landi. Þannig að þetta er allt saman að koma og við erum bara að drukkna í barnadóti. Takk allir sem eru að senda okkur og hjálpa til!!
Við vorum einmitt að setja saman rúmið sem mamma og Palli gáfu okkur, erum komin með vagn og kerru frá Hrosens, ömmustól og fleira frá Dísu og Óla, bílstól frá Dóru í Köben og alls konar dót og föt frá Íslandi, Horsens og Austurríki. Þannig að við erum bara reddý og hlakkar báðum til að fá litla krílið okkar í heiminn.
Við byrjum bæði í skólanum á mánudaginn eftir viku. Ég ætla að vera þangað til að barnið lætur sjá sig og svo sé ég til hvort að ég taki 1 kúrs eða ekki. Læt hér fylgja nokkrar bumbumyndir sem teknar voru fyrir 3 vikum minnir mig.
Hilsen
6 comments:
Hae elsku Linda,
Thu litur svo vel ut saeta min. Aetla ad syna mommu og pabba og trausta og Reginu myndirnar a eftir, thau er hja okkur nuna og bidja rosa vel ad heilsa ykkur. Attum frabaera helgi i Motnreal og thau eru her i Lake Placid nuna.
Sakna thin alltaf,
Eva
langaði bara að skila kveðju til ykkar og bumbubúans! :) gangi ykkur ógó vel!! :)
kær kveðja
Vala :)
Mikið á ég sæta vinkonau..vá!
ask
Takk fyrir síðst krúsíbúsí, við finnum hvergi púlsbandið hans Peters. Ég held að við gerum okkur ferð í sundlaugina til að doubletékka (reyndar lokað á morgun). Knús á bumbuna frá genginu á R7.
P.s. Björgvin Franz fór á karateæfingu í dag og hann brosti ALLA æfinguna og lagði sig 118% fram. Bara sætastur, sveittur og glaður.
P.s.s. Líka ýkt sætar myndir af Lindu....og auðvitað Peter á síðunni okkar www.bjorgvinfranz.barnaland.is.
Þú ert aldeilis komin með flotta bumbu ;)
Kíki alltaf reglulega til að forvitnast... Hlakka til að sjá myndir af krílinu þegar það kemur í heiminn.
Gangi ykkur rosa vel,
Kveðja Kristín (fyrverandi köbenbúi)
Hæ, sá þennan vef hjá Önnu Svövu þannig að stalst til að kíkja :-) Þú lítur frábærlega út Linda mín og ert með glæsilega kúlu, gangi þér vel með allt saman, það er yndislegt að eiga börn (eftir að þau eru komin í heiminn :-)
Post a Comment