Thursday 28 August 2008

traffík

Nú eru flestir í DK búnir í sumarfríi og allir háskólar og skólar eru byrjaðir á ný. Það sést greinlega á götum úti því manni líður eins og í Tour de France ef að maður er að hjóla á álagstíma og umferðin er orðin miklu þyngri en í sumar.
Það er búið að vera smá haustlegt hérna með grámyglu og rigningu en alltaf 20 stiga hiti ef ekki meir. En það á að vera fínt veður um helgina.
Óléttulega séð er allt í gúddí, fór til ljósmóður í dag og nú eru bara 2 vikur í settann dag. Við Peter fórum líka á svona smá fæðingar námskeið sem boðið er upp á frítt og það var fínt. Þar fengum við líka að kíkja á fæðingardeildina og sjá hvernig þetta er allt saman.
Peter er byrjaður á fullu í skólanum. Þau eru í 3ja vikna verkefni sem honum finnst skemmtilegt. Hann og vinir hans tóku sig saman og mynduðu nýjann hóp sem saman stendur af Ný sjálendingi, danskri stelpu, bandaríkjamanni go Peter. Þannig að þetta er allt annað líf miðað við síðustu önn hjá honum.
Ég fór á kynningardag á náminu mínu á mánudaginn og það var rosa fínt og vel skipulagt. Auðvitað fékk ég mikilmennskubrjálæði og var hugsaði að ég gæti nú alveg verið í fullu námi og svona. Gleymdi alveg að maður verður með barn á brjósti og kannski ósofinn í nokkra mánuði. Planið er því ennþá að prufa 1 kúrs og sjá svo bara til. En þangað tl barnið kemur ætla ég að mæta í alla tímana og svona. Þetta er mjög spennandi nám og ég hlakka til.

Hjölli kom í mat til okkar í gær og við horfðum saman á móttökurnar sem að handboltaliðið fékk á íslandi. Þetta var nú ansi fyndið á köflum en gaman samt sem áður.
Danska lansliðið í handbolta er allavegana í rosalegri fýlu eftir OL. Það var rosalegt að heyra í þeim í viðtali um daginn þar sem þeir voru bara að drepa tímann í Bejing. Sumir létu út úr sér að þeir vildu bara fara heim og að þeir væru að eyða sumarfríinu sínu í þetta rugl og ég veit ekki hvað og hvað.
Læt þetta duga í bili
Hilsen

1 comment:

Anonymous said...

Ja, hérna danir bara í fílu.
ask