Sunday 31 August 2008

Sumar á ný!

Það er búið að vera algjört sumarveður um helgina, 24 stiga hiti og sól. Mjög góð tilbreyting frá rigningunni.
Við fórum í frábært matarboð hjá Soffíu og Árna á föstudaginn. Það var geðveikur Indverskur matur og fullt af skemmtilegu fólki.
Við hjóluðum til þeirra en tókum leigubíl heim um 2 leytið, nennti ekki alveg að hjóla.

Á laugardaginn fórum við niður í bæ í góða veðrinu, fórum á Living Wood sýningu í Dansk Design Center og það var flott. Hjölli kom svo og hitti okkur og við röltum niður Strikið og það var eins og að vera á Manhattann, alveg troðið af fólki. Við höfum aldrei farið niður í bæ bara til að fara niður í bæ, svo að þetta var bara rosa fínt. Svo sátum við á Nyhavn í sólinni og fengum okkur samlokur í Kongens Have. Brunuðum svo beint í bíó með Soffíu og Árnsa, skelltum okkur á bar eftir á og tókum strætó heim.

Í dag þurfti ég alveg smá róleg heit og vorum við bara úti í garði að lesa og hafa það kósí.
Svo er bara skóli hjá okkur báðum á morgun, hlakka til.

Nú styttist óðum í krílið, ég er komin 38 vikur og 4 daga svo að þetta getur gerst hvað á hverju. Mér líður samt mjög vel, Hef enga bakverki né neitt vesen. Auðvitað er maður þreyttari en vanalega og það er orðið frekar leiðinlegt að sofa alltaf á hliðinni, en þetta eru nú smá atriði miðað við hvað maður gæti verið að standa í. Svo að ég er bara hress. Ég vona bara að haustið verði milt og gott svo að ég geti verið úti að labba eins og óð væri.

Hilsen út hitanum

2 comments:

Iris Heidur said...

Hæ elskan mín!!
Gangi þér (og ykkur) vel á endasprettinum. Fylgist grannt með:)

Hilsen fra Höfn

Anonymous said...

Servus, dachte mir nur, dass peter mehr auf deutsch schreiben würde.