Wednesday 7 March 2007

jæja, þrátt fyrir mmmjjjjooooggggg hægt internet, reyni ég að skella inn einum pistli. Maður getur nú bara verið happy með að komast á netið því það er alltaf rafmagnslaust, rafallinn eitthvað lélegur þessa daganna.
Já, ferðin í norður Indlandi (Dejli-Agra-Rantemburg-Jaipur-Dehli) var frábær með góðhjartaða bílstjóranum okkar Mr. Jai. Dagurinn var alltaf tekinn snemma, held að við höfum farið fram úr kl. 5 alla daganna nema einn dag, þá var lagt af stað klukka hálf fjögur um nótt!! Í Rantemburg fórum við í Tiger safari, en sáum bara bamba ásamt því að frjósa úr kulda í morgunsárið í Indverskum frumskógi. Svo tókum við einn dag í afslöppun í hótelgarðinum - okkur veitti ekkert af því. Indland tekur örlítið á stundum. Við erum þokkalega heppin í þessari ferð okkar, í Chiang Mai í Thailandi lentum við akkúrat í Flower festivalinu og hér lentum við í stærta festivalinu á Indlandi - Holi festival. einnig vorum við svo heppin að vera akkúrat í Jaupur daginn fyrir Holi því þá er hið heimsfræga Elefantfestival þar. Við létum okkur ekki vanta og nutum þess að horfa á mjög svo litríka fíla, beljur, camel dýr og margt fleira. Allt í einu vippar maður sér að okkur og fer að spjalla..hann var frá Inditv sjónvarpstöðinni og vildi svo fá mig í viðtal um hvernig mér fyndist í Indlandi ofl. Jújú....alveg hægt að punga út einu viðtali eða svo. Við komum okkur fyrir fyrir framan heilann haug af fílum og nokkrir krakkar hópuðust að. Ég bullaði eitthvað í þessu viðtali og rankaði svo við mér inni í hóp af 50 inverjum..sem allir héldu að ég væri geðveikt fræg. Eftir viðtalið var tosað í mig, hrópað til mín, reynt að taka í hendurnar á mér, komið við hárið á mér....sem sagt múgæsingur eins og hann gerist bestur! Sjónvarps kallinn dróg mig út úr þvögunni og kallaði á Peter og sagði honum að passa konuna sína. Þetta var nú samt bara stuð en ég var fegin að komast burt.
Daginn eftir var sem sagt Holi festival og Mr. Jai var svo elskulegur að bjóða okkur að fagna Holi með fjölskyldunni sinni í Dehli! Ótrúlegt, maður fær ekki alltaf tækifæri til þess að vera á indversku heimili á svona dögum. Við þurftum að verakomin til Dehli fyrir klukkan 8 um morgunin og þess vegna l0gðum við af stað um 3 um nóttina. Loks komumst við á leiðar enda og fengum ótrúlegar viðtökur. Mr. Jai býr í hverfi sem að nálgast það að vera middle class sem er nú ekki á við middle class annars staðar í heiminum. Þau búa 5 saman í 2 herbergjum og eldhúsið var minna en fataskápurinn minn með einum góðum primus. Okkur var boðið til sætis á einu af rúmunum og fengum við heimatilbúin morgunmat, sem var eitthvað sem þau gera aðeins einu sinni á ári og aðeins á þessum degi...lostæti. Nágrannarnir komu svo í hrönnum og kíktu á okkur. Auðvitað drukkum við Chai - indverskt te í lítratali og nágrannarnir buðu okkur einnig í morgunmat og chai. Yndislegt fólk. Holi snýst hinsvegar um það að klína lit á fólk og að fara í vatnsstíð úti á götu. Þetta var klikkað stuð og stukkum við á milli húsþaka ásamt krökkunum í hverfinu, sprautuðum lituðu vatni á allt og alla og klíndum lit framan í þá sem áttu leið hjá. Við enduðum rennandiblaut og útúr lituð og höfum sjaldan skemmt okkur eins vel. Mr. Jai skutlaði okkur svo á hótelið okkar og daginn eftir flugum við hingað, til Goa. Hér erum við í chilli, útihlaupum og á planinu er að far aí nokkrar Ayurveda meðferðir og jóga. Hafið það gott..until next time.

In unserer Rundreise ( Delhi- Agra- Randenbourg- Jaipur) mit unserem Privatfahrer Mr Jai haben wir ganz zufällig das Elefantenfest miterlebt. Das kann man mit dem Oktoberfest in Tux vergleichen. Die Elefanten und auch die Kamele wurden geschmückt und bemalen. Und die Einheimischen haben gefeiert. Und als wir am nach Hause gehen waren, hat dann das indische Fernsehen ein Interview mit Linda gemacht. Am Anfang waren 2 bis 3 Kinder herum und wollten auch in das Fernsehn, doch es hat mit einer Menschentraube geendet, und ich musste Linda fast aus der Masse retten. Am nächsten Tag gings dann wieder nach Dehli. Und das um 3 Uhr in der Früh, da an diesem Tag der höchste Feiertag der Hindu Inder, der Happy Holi (Farbenfest) war. Den Tag kann man mit Weihnachten vergleichen. Und unser Fahrer wollte natürlich diesen Tag mit seiner Familie verbringen und da wir so nett sind, hat er uns zu ihm nach Hause eingeladen. Wir haben traditionelles indisches Frühstück und Mittagessen bekommen, die Nachtbaren wollten uns auch zu ihnen ins Haus bekommen und haben eine Jause gemacht. Dann hat man Lebensmittel Farbe auf vorbeigehende Leute und Kinder gespritzt. Das ist hier einfach so Tradition. Und man konnte sehen wie normale indische Familien leben. In der Strasse wohnen keine Reichen aber auch keine Armen. Aber in solchen Wohnungen oder Häusern würde kein Europäer wohnen. Das Haus von Mr Jai bestand aus einem Schlafzimmer mit einem grossen Bett, einem Bett im Gang und die Küche war eigentlich nur eine Herdplatte ohne Arbeitsplatte und Wasser. Auf dem Bett im Schlafzimmer wird gegessen und gespiel( also Wohn und Schlafzimmer in einem)Das WC war auf dem Dach ohne fliessend Wasser und die Dusche war einfach auf dem Dach im freien. Ich muss auch dazu sagen dass das Haus nicht freistehen ist sondern in einer engen Strasse ist wo alle Häuser fast nur 1 - 2stöckig sind und aneinander gebaut sind.
Also das wäre nichts für mich.
Jetzt sind wir aber schon in Goa, unserem letzten Stop, angekommen. Dort haben wir uns nahe am Strand ein Zimmerchen genommen und müssen uns von den Strapazen der letzten Wochen erholen, hahaha

2 comments:

Anonymous said...

Magnað hvað þið eruð að upplifa!! Linda mín..held að þú eigir bara fína framamöguleika þarna í Indverjalandinu :-)...Tyra Banks hvað"??
Óska ykkur áframhaldandi góðrar skemmtunnar..
Knús & kossar,
Íris Heiður
P.s. hlakka til að sjá myndir þegar þið komist í tæri við hraðskreiðara internet kannski!

Anonymous said...

Þvílík gleði, ég er nú ekki að meika að bíða eftir myndunum að þér, fílunum, indverjunum og litastríðinu...mín bara orðin fræg í Indlandi og Peter í fullu starfi sem lífvörður. Ég held bara að það verði popp og kók og bíó þegar myndirnar koma...hehe. Ótrúlega gaman að fá að fá svona heimboð og upplifa þetta í gegnum heimafólkið.

Hafið það nú gott og reynið að slappa aðeins af fyrir Austurríkisferðina.

Knúsibúsirús...