Saturday 31 March 2007

Mér fallast hendur!


Ja, hérna. Maður er bara komin á skerið á ný. Þvílíkt vindrassgat sem þessi eyja er! En alltaf gott að koma heim. Ég er samt ennþá með flensu sem versnaði á ferðalaginu í gær og ekki var mjög auðvelt að vera axlarbrotin og ein á ferð. Er bara sárkvalin í dag og hundfúl yfir þessu.

Mér bara fallast hendur yfir öllu þessu stússi sem ég þarf að græja á næstu vikum. Það þarf að kaupa bíl, kaupa gsm síma, fljúga nokkur flug, fara í tryggingarmál útaf öxlinni, byrja að æfa og borða hollann mat, redda símanúmeri og nettengingu á ný, slípa parket og olíubera og svo er náttúrulega algjört aukaatriði að flytja inn í íbúðina! Svona inn á milli á ætla ég örugglega til Akureyrar að sjá nýja leikritið sem að Anna Svava vinkona er í og kannski bjóða mömmu til New York þann 19. apríl.

Já, lífið var einfaldara þegar maður bjó í bakpoka og gladdist yfir sápustykki!
En þetta reddast!!

Peter er á balli núna og það hefur ringt í Tux í dag.
sjíú bæ

1 comment:

Anonymous said...

Hae saeta min, lika rigning og rok her i dag. Ekki mjog gefandi. Vona ad thu sert buin ad na ther af flensunni. Thu ert orugglega farin ad fljuga aftur. Veit ekki med 19 april i NYC, vaeri ogo gaman ad hitta thig samt. Laet thig vita thegar naer dregur. Knus og kossar. Ebbilius