Thursday 5 April 2007

Heilsa með hægri...keyra á hægri!!!

Smá byrjunar vandamál í umferðinni hjá mér. Ég er sérstaklega rugluð þegar ég er að fara út á götu þegar enginn bíll er. Þá þarf ég alltaf að segja við mig: heilsa með hægri - keyra á hægri. Svo nota ég stundum rúðuþurrkurnar í stað stefnuljósa. en þetta er nú fljótt að koma. Ég má ekkert vinna og er bara að mygla. Vonandi skýrist þetta allt saman eftir páska þegar það verður búið að meta öxlina á mér. Jólabækurnar halda í mér lífinu þangað til.

Ég tók við íbúðinni okkar áðan og hún er ok.

Það er annars brjálað að gera í skíðaskólanum í Tux. Það eru yfir 200 manns í kennslu og fínasta veður.

Gleðilega páska

3 comments:

Anonymous said...

Sæl Linda mín,
Alltaf þegar ég var kominn upp brekkuna upp til Laneback þá var ég öruggur að komast á áfangastað,þegar ég sá þíg detta í tröppunum í marmarahöllinni þá var ég ekki alsæll,Linda mín farðu varlega með þig,hlakka til að sjá ykkur tvö,gott að íbúðin sé klár.
Kveðja Friðrik

Anonymous said...

Aei greyid mitt, vona ad thu getir farid ad vinna fljotlega. Gott ad thu ert komin i ibudina ykkar og hun er i lagi Aetla ad reyna ad na a thig um helgina. Langar svo ad heyra i ther. KNUS KNUS KNUS, Ebeneser

Gulli said...


Það verður bara að drepa eirðarleysið með ræktinni og fjallgöngum!

Gulli