Friday 13 April 2007

Laus og liðug.....


hahaha! Þarna gabbaði ég ykkur!
En þannig er mál með vexti að ég er laus og liðug í öðrum skilningi. Ég er búin að vera hjá sérfræðingi og í röntgen myndatökum hægri vinstri. Einnig er ég byrjuð í sjúkraþjálfun og ýmislegt hefur komið í ljós.

Ég er sem sagt ekki brotin eftir allt saman, heldur er ég mein gölluð! Ég er með 2 axlarblöð á báðum öxlum en vanalega hefur homo sapiens aðeins eitt. Margir íslendingar eru víst svona en þetta á að gróa um tvítugt. Læknirinn í Austurríki hefur tekið feil á þessu klofna axlarblaði mínu og broti.

Hins vegar hef ég væntanlega rifið sinar og eitthvað fleira, tognað all svakalega og marist í köku á öxlinni. Þessi klofna öxl mín sér til þess að þetta var allt miklu verra heldur en í venjulegri manneskju. Einnig hef ég meiri hreyfigetu en flestir í höndum og öxlum og er með löng liðbönd og vesen sem heldur þessu ekki nógu vel saman. Ég á því á hættu að detta úr lið hér og þar og þarf nú að æfa þetta markvisst. Ég er víst heppin að hafa húð því hún heldur mér eiginlega saman.

Þetta er nokkuð merkilegt og skýrir ýmsa vanlíðan í öxlum í gegnum árin. Ég má sem sagt ekkert vinna í alla vegana 2 vikur í viðbót! En ég má og á að vera dugleg í ræktinni og sveifla herðatrjám í tíma og ótíma hérna heima hjá mér. Hundfúlt, en er víst nauðsynlegt. Þetta gæti nú verið verra og maður verður bara að vera glaður að ekki fór verr.

Peter og skíðakennararnir eru að skemmta sér í Sölden. Í gær lauk vertíðinni og dugar ekkert minna en að fagna því í 4 daga eða svo. Svaka gott veður og mikið fjör.

2 comments:

Anonymous said...

Jaeja Linda min,
Allavega gott ad fa sma skyringar a thessu ollu saman. Vona ad thu verdir ordin god fljotlega. Kannski ad fyrsta flugid thitt verdi bara Boston 25 og heim med okkur 26. HOW ABOUT THAT? Hlakka til ad sja thig elskan min,
Eva

Anonymous said...

Nú er þetta allt að skýrast, þú ert bara enginn venjulegur Homo Sapiens :-) Er annars mjög glöð að þið Peter eruð ekki í river rafting á Tælandi, þar sem það var eitthvað svakaflóð þar í gær. Gott að þú ert bara heima í veikindafríi og getur skipulagt flutningana ykkar Peters til Horsens í Haust. Og í gvöðanna bænum farðu eftir öllu sem er sagt við þig með öxlina og farðu þér rólega svo þú verðir ekki krónískur axlaspastíkus eins og ég.

Luv Lís og co í 20 stiga hita og sólbrúnku.