Thursday 29 March 2007

Country road...take me home...to the place....!!!!!!


Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni....
Þetta er svona innslag með söngívafi, ferlega hressandi á fimmtudagskveldi.
Ég kemst sem betur fer heim a morgun þrátt fyrir stútfulla vél frá London. Hefði ekki alveg nennt að gista í þar. Peter og Dani systir hans skutla mér til Munchen á morgun og þaðan flýg ég til UK og svo áfram heim.

Ég var annars að koma heim frá skíðaskólanum og skíðabúðinni. Það var náttúrulega 3ja tíma prósess að kveðja liðið, sem ég er svo ekkert búin að kveðja! Ég fer í heimsókn til eiganda skíðaskólans í kvöld og kíki á Franz í búiðinni aftur í fyrramálið. Alltaf sama sagan ár eftir ár. Allir í skólanum lofuðu að passa Peter rosa vel og að þau myndu skemmta sér vel í skíðakennara ferðalaginu. En það er búið að bóka þriggja daga skíða og wellness í Sölden um miðjan mánuðinn. Einngi eru allir með VIP miða á Hannibal sýninguna, sem er eitthvða mega dæmi. Sem sagt Peter fer með og fer svo daginn eftir til íslands.

Aldrei þessu vant hef ég náð að hitta alla sem ég vildi hitta og er mjög ánægð með það. Sérstaklega fannst mér gaman að hitta Boris vin minn frá Serbíu. Hann er lyftumaður og ég kenndi honum á skíði eftir vinnu fyrir 3 árum. Hann er talar stanslaust um það. Svo hitti ég líka risann minn. Hann heitir Hannes. Hann var lyftugaur hér fyrir nokkrum árum og við vorum alltaf að djamma saman og skemmtum okkur vel í vinnunni. Hann er ekki nema svona 2 eða 2.10 metrar á hæð. Við vorum alltaf að gera svona sixtís dans atriði (ég veit að ég er rugluð) þar sem ég stökk á hann og hann sveiflaði mér eitthvað. Einu sinni vorum við á diskóteki hér í bæ, ennþá í fullum skíðaskrúða...galla og skíðaskóm. Allt í einu datt mer í hug að taka einn sixtís dans en gleymdi að láta Hannes vita. Ég gerði mér lítið fyrir og stökk á hann. Við enduðum bæði á gólfinu og vorum marin til óbóta í viku á eftir. Þetta var nú skemmtileg saga og ég þarf að fara að pakka. Blessó.

P.s myndin er tekin af þorpinu okkar, Lanersbach.

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir fyrir símtalið í dag, hlakka til að sjá þig á morgun - ekki fikta í tökkunum í flugstjórnarklefanum.

GÓÐA FERÐ.

Mamma & Palli

Anonymous said...

Góða ferð heim og það var æðislegt að tala við þig í gær og gaman að sjá þig loksins á Skype...alltaf jafn falleg. Heyrumst kannski á laugardaginn þegar þú ert komin í Engjó. Takk fyrir að setja mynd af Lanersbach á síðuna, smá sárabót fyrir Hlyn minn sem er eitthvað svekktur á þessum snýtingum, bleyjuskiptingum og læknaferðum og vill líka skíða og leika sér með litlu systur...vonandi næsta ár.

Knús og kram frá öllum hér.

Anonymous said...

Goda ferd heim elsku Linda

Anonymous said...

Takk krúttin mín öllsömul.
Kv. Linda