Friday 16 March 2007

Typiskir dagar i Tux

Fyndið, hérna er hægt að gera ráð fyrir að dagurinn verði ekki eins og hann var planaður.

í gær ætluðum við rétt að kíkja á skíði og taka því svo rólega um kvöldið...nei, nei. Við hittum svo geðveikt marga í fjallinu og skíðakennarar finna alltaf ástæðu til þess að djamma. Nú þurfti að fagna því að við værum komin svo að við vorum uppi í fjalli til kl. 5. Þá var farið á bar niðrí bæ og svo ætluðu nú allir heim. Eeennn þegar við vorum komin út á götu stingur eigandi skíðaskólans upp á því að kíkja á vinkonu okkar sem er að vinna á bar í næsta þorpi. Ekki málið...við tróðum okkur 7 manns í skíðagöllum og skíðaskóm inn í bíl og héldum af stað. Við komum svo heim af "skíðum" um tíuleytið. 70 þúsund króna skíðin sem við fengum fyrr um daginn urðu samt eftir einhversstaðar á leiðinni, en þau voru sótt í morgun. Veðrið er geðveikt gott og það er klikkað skíðafæri. Við fórum upp á jökul í dag og það var blár himinn, sól og logn. Gerist ekki betra.

Á morgun er svo austrríski skíðakennara meistara titillinn og við verðum sótt kl. 8 í fyrramálið til að fara þangað. Peter greyið þarf að keppa en það er ekkert mál fyrir hann. Þessar keppnir eru nattúrulega eitt allsherjar djamm svo að maður hlýtur að komast heim einhvern tímann fyrir sunnudaginn. Kemur allt í ljós.

2 comments:

Eva said...

Mig langar ad koma til ykkar a skidi. Laet verda ad thvi einhvern daginn. Heldur betur nog ad gera hja ykkur. Hlakka til ad hitta ykkur og heyra sogurnar i personu. Ebbilius yfir og ut.

Anonymous said...

Sömuleiðis Eva mín, okkur langar líka á skíði til ykkar! Djö, hvenær hittumst við næst...get ekki beðið.
Kv. Linda