Wednesday 19 March 2008

Systra svaðilför!



Á mánudagsmorguninn sátum við Peter og borðuðum morgunmat, ég leit út um gluggann og sagði: oh, það er svo æðislegt að sumarið er að koma, frábært veður! Klukkutíma síðar var lárétt snjókoma og hitinn féll um 5 stig! þEtta var versta veður sem hafði komið síðan að við fluttum hingað og mamma og Kiddý frænka voru á leiðinni til okkar um kvöldið í sólarhrings heimsókn. Oftast líður svona hjá en þetta hélt bara áfram allann daginn og kvöldið og versnaði bara ef eitthvað er. Aumingja mamma og Kiddy pökkuðu bara léttum fötum því það hefur verið svo gott veður hérna.

Þetta var nú ekki allt, heldur fóru töskurnar þeirra til Osló. Þær voru þreyttar og nenntu ekki að taka metroið til okkar svo að þær tóku leigubíl, mamma gerðir sér lítið fyrir og týndi visakortinu í bílnum. Því miður borgaði hún með peningum og fékk ekki kvittun svo að ekki höfðum við grænan grun um hvernig við ættum að nálgast kortið. Því var þá bara lokað. Þær létu ekki deigann síga og skemmtu sér konunglega hér með rauðvín í glasi og góðum mat. Daginn eftir komumst við ekki út úr húsi fyrr en um hádegið og þurftum að snúa við einu sinni því þær voru báðar með magakveisu!!! Þetta var bara fyndið og var mikið hlegið af þessu hrakföllum öllum. En þær hresstust nú og við kíktum á hverfið okkar og mamma bauð okkur öllum út að borða í hádeginu. Töskurnar voru svo sendar heim til okkar og komust þá páskaeggin, lærið og flatkökurnar til skila.
Rétt áður en þær héldu heim á leið hringdi löggan í mig og sagðist vera með visakostið hennar mömmu! Það var því sótt á leiðinni út á völl og komust þær svo hrakfallalaust heim til Íslands.
Takk fyrir okkur elsku mamma og Kiddý, það var frábært að fá ykkur!

Þetta var nú aldeilis viðburðarrík en stutt heimsókn.
Gleðilega Páska.

3 comments:

Anonymous said...

Halló elskurnar
Óheppnar voru þessar systur :)
Við Tinna Rut fórum á skíði í gær, hefði ekki veitt af alvöru kennurum :) en hún stóð sig svo vel, bjuggum til pizzusneiðar með skíðunum og gerðum S. :) ætluðum í dag en nú rignir bara og allt lokað. Förum í Skorradalinn á morgun.
Gleðilega páska :) hafið það sem best.
Knús og kossar,
Hildur og Tinna Rut skíðastelpa :)

Unknown said...

hehehe, hversu miklu er hægt að lenda í á einum sólarhring.

Við söknum ykkar mikið og gátum ekkert kíkt á síðuna ykkar meðan við vorum í Kína vegna ritskoðunar á blogspot.com ( það er bara lokað á hana ).

Kveðjur Walt Disney hótelinu í Hong Kong ( þetta er geggjaður staður )

Anonymous said...

Ha ha ha, en fyndið. Mamma þín er líka svo krúttfyndin.
ask