Saturday 29 March 2008

Páskar, flensa og slysó! Samt bara stuð.


Jæja, nú er laugardagsmorgunn og veðrið er grátt með rigningu. Því miður því ég hefði farið í hjólatúr.

Páskarnir voru aldeilis fínir. Við vorum í góðu yfirlæti hjá Horsens genginu. Við borðuðum allt of mikið af öllu, páskaeggjum, hangikjöti...bara öllu. En við skelltum okkur til Flensburg í Þýskalandi á laugardeginum. Þar er miklu ódýrara að versla og var bíllinn fylltur af bjór ofl. nauðsynjum. Svo fórum við niður í bæ og fundum frábærann ekta þýskann stað. Við fengum okkur að sjálfsögðu snitzel, slógum um okkur á þýsku og Peter og Hlynur fengu langþráðann Weitzen-cola bjór. Það var sannarleg hamingju stund! Björgvin Franz og Pétur Steinn sáu til þess að það var "never a dull moment" eins og þeim einum er lagið.
Íslensku Pressu þættirnir voru svo teknir á 2 kvöldum og höfðum við mikið gaman af.

Einhver flesna var farin að gera vart við sig í Horsensbúum og Peter. Svo fékk ég líka flensu og erum við Peter enn að vinna í þessu. Alveg óþolandi.

Við vorum rosa heppin og fengum frábært hnífasett á háfvirði í þýskalandi. Peter finnst voða gaman að eiga góða hnífa og gerði sér lítið fyrir og stakk einum langt inn í puttann á sér í gær. Það blæddi rosalega mikið og við tjösluðum þessu einhvernvegin saman og svo var bara hjólað af stað á slysó. Sem er reyndar ekki mjög langt frá. Hann var deyfður, saumaður og fékk stífkrampasprautu! Hann breytist víst ekki mikið þótt að sé hættur að smíða, hann verður bara að fá plástur eða saum svona við og við..hehe.

Ég hefði aldrei trúað því hversu fjöllin, loftið og sjórinn skipta mig miklu máli. Ég er stundum með sting í hjartanu ég sakna Esjunnar, Móskarðshnjúkanna og bara náttúrunnar á Íslandi. Eins og ég hef oft sagt þá mun ég flytja á Fimmvörðuháls einn daginn!! Sjáumst þar:)

Skellti inn mynd af Peter að græja nýja hjólið mitt.

2 comments:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

hi!
jetzt kommt ja wieder farbe in euren blog =) endlich wieder fotos, wenns auch nur 3 sind :-)
schönen gruß
Anita