Thursday, 3 April 2008

Skemmtileg helgi að baki og framundan.

Síðasta helgi var alveg frábær hjá okkur og það skemmtilega var að það var ekkert planað. Við ákváðum að kíkja á Hildi og Hjölla í kaffi á laugardaginn og fréttum þá að Siggi og co. væru á leiðinni þangað. Við vorum þá 6 fullorðin og 6 börn með 2 lánsbörnum úr hverfinu. Arndís dóttir Hjölla og Hildar og vinkona hennar héldu svaka danssýningu fyrir okkur og allir fengu aðgögnumiða og sátu á púðum á gólfinu á meðan stelpurnar dönsuðu við danskt rapp.
Við ákváðum svo öll að panta mat frá Stiksn'Sushi fyrir þá fullorðnu og Mcdonalds fyrir krakkanna. Við stelpurnar sóttum matinn og strákarnir fóru út í búð og keuptu meiri bjór og bland. Maturinn var vægast sagt frábær í alla staði og allir voða happy. Svo voru spilapeningarnir teknir upp fyrir póker kvöldsins. Við Peter höfðum aldrei spilað fyrr en enduðum sem vinningshafar með allt sem var í pottinum! Ekki slæmt það. Um 2 eða 3 var pantaður taxi heim á leið og hjólin voru skilin eftir, alveg eins og maður skilur bílinn eftir á íslandi. En það var nú frekar vegna þreytu en drykkju.

Daginn eftir vorum við boðin í mat hjá fólkinu sem að leigði pláss í gámnum hjá okkur hingað út. Við höfðum hitt þau og vinafólk þeirra einu sinni þegar þau komu að sækja dótið sitt hingað. Þá komumst við að því að við værum öll á svipuðum aldri og með sviðuð áhugamál, sem sagt skíði, ferðalög og fjallamennsku. Þau voru svo frábær og buðu okkur í allsherjar íslenska veislu ásamt 2 öðrum pörum. Þetta var þrælskemmtilegt sunnudagskvöld og ekki skemmdi maturinn fyrir. Það var klausturs bleikja og silungur í forrétt og hreindýralundir í aðalrétt. Allt alíslenskt og veitt af húsbóndanum. Eftir mikið spajall og nokkrar rauðvín var áður en við vissum af komið fram yfir miðnætti. Við gerðum okkur lítið fyrir og tókum einn rómantískan hjólatúr heim sem tók um 40 mín. Mjög hressandi svona á sunnudagsnóttu.

Þetta var sem sagt fránær helgi og ekki er verri helgi framundan. Vinir og fyrrverandi vinnufélagar Peters og stráknna eru hér í Köben yfir helgina og erum við öll að fara út að borð saman á morgun. Svo er Jói frændi og Elísa að koma til okkar á sunnudaginn í kaffi... við eigum bara eftir að græja eitthvað skemmtilegt fyrir laugardaginn..hehe.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ sætu! Shit vissi ekki að Peter hefði köttað sig og endað á slysó...frekar týpískur hann. Verst að drengirnir smita ykkur alltaf af einhverjum flensum þegar við hittumst. Vona bara að þið verðið sterkari á eftir, allavega teimur flensunum færra núna.

Það góða við Esjuna og sjóinn á Íslandi er að þetta verður allt þarna ennþá eftir 3-4 ár líka eftir 40 ár.

Knús frá Horsensgenginu.