Já, enn á ný er helgi og við höfum það mjög gott.
Ég var skráð í TOEFL próf(alþjóðlegt enskupróf)á föstudaginn og var búin að greiða morðfjár fyrir það en svo kom í ljós að ég þurfti ekki að taka það til að komast inn í námið mitt. Það var of seint að fá endurgreitt, en ég ætlaði bara að slaufa því að fara í þetta próf. Enda ekkert búin að gera varðandi það nema að taka 2 doðranta á bókasafninu sem að rykféllu hér heima. Á fimmtudagskvöldið var ég eitthvað að pæla hvort að ég þyrfti að taka þetta próf seinna ef að maður myndi skella sér til Ástralíu í skiptinám. Jú, jú það var rétt hjá mér svo að ég fór í prófið á föstudagsmorguninn og gekk bara þrusuvel. Fæ útúr því eftir 2-3 vikur. Ég var bara pollróleg yfir þessu en hitti nokkra mjög stressaða einstaklinga sem voru búnir að læra í mánuð eða meira! Jei.
Á föstudagskvöldið fórum við svo 10 saman út að borða eins og ég nefndi hér að neðan. Það var frábært kvöld, mikið talað og helgið. Eftir matinn skelltum við okkur á brugghús og svo var farið heim seint og síðarmeir. Ég var nú samt komin fram úr um 8 leytið á laugardagsmorgun og var bara óstöðvandi þar til ég sofnaði eldsnemma í gærkveldi. Ég fór í hjólatúr, í ræktina, að versla, bakaði, tók til og hringdi í Evu mína í USA. Peter var límdur við tölvuna í lærdómi allann daginn, duglegur strákur. Hann er núna úti að hlaupa og ég er að fara að skúra.
Verið þið sæl.
Sunday, 6 April 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hallo Lindan min, Gott ad heyra i ther i gaer. Sakna thin svo mikid! Ebbilius
Post a Comment