Thursday, 10 April 2008

Barn á leiðinni!

Jæja, gott fólk. Eins og kannski flestir vita nú þegar eigum við von á barni! Ég er nú komin 18 vikur á leið eða 4 og hálfann mánuð og allt er eins og það á að vera. Var að koma úr fyrstu mæðraskoðuninni. Bumban stækkar hægt og rólega, sem betur fer er hún ekki orðin mjög stór en tekur kippi við og við.
Við erum búin að fara tvisvar sinnum í sónar og allt lítur mjög vel úr. Næsti sónar er 22. apríl en við ætlum ekki að fá að vita kynið.

Síðastliðnir 3 mánuðir hafa verið rússíbanareið líkastir. Við vorum að flytja í nýtt land, með íbúð og bíl á sölu, Peter á leið í nám og ég fór beint í að fljúga héðan frá Köben og Svíþjóð. Mitt í öllu þessu kom svo í ljós að ég væri ólétt og á að eiga ca. 12. sept eða á sama tíma og ég byrja í mastersnámi!! Hallelújah!

Núna er mesta vandamálið fyrir mig að fá vinnu. Ég var að fljúga héðan í 2 mánuði og það gekk ágætlega. Hér og annarsstaðar í skandinavíu er reglan hinsvegar sú að um leið og maður er óléttur hættir maður að fljúga og því rak fólk upp stór augu þegar það frétti að ég væri ólétt. Til að eiga einhver réttindi hér í Dk verð ég að vinna í minnst 13 vikur og tíminn líður skal eg segja ykkur. Ég hef örugglega sett heimsmet í atvinnuumsóknum sl. vikur og vonandi fer daninn að taka við sér. Hér gerist ekkert 1, 2 og 10! Það þarf alltaf nokkrar vikur í svona mál! Já, já, þetta reddast allt saman. Maður verður bara að passa sig að slaka á inni á milli og njóta þess.

Vonandi hafa það allir gott þarna úti í hinum stóra heimi.
Kv. Linda og Peter +1

5 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta bumba :)

Takk fyrir spjallið um daginn. Yndislegt að heyra í þér. Hafðu það sem best gullið mitt :)

Knús Hildur & Tinna Rut

Anonymous said...

Hallo saeta min,

Gott ad thu ert farin ad tala um olettuna her a sidunni. Er buin ad vanda mig ad segja ekki neitt her a sidunni. Er ad hugsa til thin voda mikid. Sakan thin, langar ad koma i heimsokn. Knus og kossar til thin og Peters audvitad lika. Eva

Anonymous said...

Hæ sætu + 1, þið standið ykkur eins og hetjur í öllum þessum látum. Ég held að Linda sé búin að setja heimsmet í að sækja um vinnur og ég verð nú að segja að þeir sem ráða hana ekki í vinnu vita ekki af hverju þeir eru að missa...alltaf svo sæt og dugleg og laaaang skemmtilegust :-)) Ég var einmitt að gramsa í öllum strákabarnafötunum okkar í gær þegar ég var að leita að óléttufötum og fór þá að spá í hvort þið ætluðuð að vita kynið. En mér finnt gott hjá ykkur að sleppa því svona með fyrsta barn, alltaf gaman að hafa smá spennu að tilhlökkun. En hér er allavega nóg af bláum fötum til að klæða strákaher.

Knús og kram frá R7.

Anonymous said...

Takk Lísa mín, þú gætir kannski sent meðmælenda bréf til þeirra 87 aðila sem ég er búin að sækja um vinnu hjá..hehe.
Vonandi gerist eitthvað í þessu vinnumáli á morgun...spennó!
Knús
Linda

Anonymous said...

hæhæ

bestu kveðjur úr Þúfubarðinu og gangi ykkur vel með óléttuna, lærdóminn og sundurskorna putta :) .

Konni