Wednesday, 23 July 2008

Upptekin.is






Rosa fín þýska hjá hjá þér Anna Svava mín! Gaman að einhver sé að kíkja hér við.
Ég er bara búin að vera upptekin.is og er núna að safna saman smá hvíld, þvo þvott, og taka til og Peter líka. Síðastliðnar vikur hafa bara ekki verið eðlilegar. Það er alltaf brjálað í vinnunni og er ég nokkuð óþekk og kem mér stundum ekki heim sem er alls ekki gott því ég verð að fara að slaka meira á. Læknirinn spurði í síðustu viku hvort að ég gæti ekki lagt mig seinnipartinn...já einmitt. Fer ekki að leggja mig þegar ég kem heim um 18 - 19, þá get ég ekkert sofnað á kvödin. En nú fer að líða að því að ég hætti að vinna. Ég var ekkert á því í síðustu viku og spurði hvort að það væri þörf fyrr mig kannski hálfann daginn fyrstu vikuna í ágúst. Það voru allir mjög glaðir með það og ég má bara láta vita í næstu viku ef að ég vil vera lengur eða ekki. Þá má ég líka ráða hversu lengi ég vil vinna á daginn ofl. Eins og mér líður í dag og í gær nenni ég eiginlega ekki meir. en það lagast örugglega um leið og ég næ mér á strik aftur. En ég sé til.

Hildur og Tinna voru hjá okkur í viku og ég var mjög fegin að hafa þær þear Peter fór til Tux. Takk fyrir komuna elskurnar okkar. Það tala allir um hvað myndin hennar Tinnu er flott.
Peter átti góða viku heima hjá sér, enda alveg kominn tíminn til að hann fari að láta sjá sig þarna niður frá. Afi hans var jarðaður á mánudeginum, en öll helgin fór í undirbúning og bænir. Það er mjög sérstkt hvernig þetta fer fram. Afi hans var í kistunni heima hjá Peter þar til að hann var jarðaður og það koma múgur og margmenni á hverjum degi til þess að biðja og votta samúð sína. Þannig að það var fullt prógramm í þessu.
Peter var líka að hitta litla frænda sinn í fyrsta skiptið og fékk smá æfingu í að skipta um bleiju, gefa pela og að ærslast í honum. Hann var líka duglegur að fara í fjallahlaup, gönguferðir, fótboltaæfingu, djamma með vinum sínum og að versla sma barnavörur með mömmu sinni. Sem sagt bara mjg góður tími.

Harpa og Dóri vinafólk okkar var svo eina viku í Köben og bjuggu þau hjá Hildi og Hjölla með lita 5 mánaða strákinn sinn, hann Víglund HInrik sem er bara draumur í dós. Það heyrist ekki múkk í barninu og er ekki með neitt vesen! Pant fá svoleiðis ;)
Síðastliðna viku hef ég sem segt farið beint eftir vinnu að hitta þau öll og var aldrei komin heim fyrr en seint og síðar meir og alltaf var ég að vinna lengur líka. Um helgina vorum við með þeim öllum stundum og var þetta aldeilis frábær tími hjá okkur. Á sunnudagnn leigðum við bíl og keyrðum öll til Mön. Þar fórum við að Möns Klint sem eru hvítir klettar og minna helst á Grikkland frekar en DK. Þar löbbuðum við um og komumst að því að það var bara hægt að fara upp eða niður til að upplifa þetta fyrir bæri. Við byrjuðum á því að fara upp fullt af tröppum og svoleiðis en þaðan sá maður ekki mikið. Svo að þa´var ákveðið að fara niður á ströndina. Það voru bara tröppur þangað niður og voru þær 994! Ég skellti mér niður og eftir 10 - 15 mín tröppugang var ég ekkert sérlega spennt fyrir uppleiðinni. En þetta gekk allt saman vel og ég naut örrugglega góðs af öllum fjallgöngunum á síðasta ári. Daginn eftir voru allir að drepast úr harðsperrum.

Núna er markmiðið að taka því rólega eftir vinnu og ná að hvíla mig svolítið. Peter er farinn að vinna aftur á fullu og er bara í góðum málum. Ég var nú búin að skella inn myndum um daginn, en þær hurfu. Kannski næ ég að setja nokkrar núna.
Hilsen

4 comments:

Anonymous said...

hæ hæ
Leiðinlegt að Peter náði ekki að hitta hann Afa gamla.

Ég sem er að hafa áhyggjur af því að vera ekki að hringja of seint í ykkur en þið eruð bara aldrei heima, svo í þessi fáu skipti sem ég reyni þá svarara aldrei.

Til hamingju með að vera laus við ofnæmið.

Anonymous said...

Hæ hæ elskunar okkar
Það var reglulega gaman að vera með ykkur þessa viku sem við dvöldum í köpen. Við erum farin að verða mjög spennt að vita hvað kemur úr þessarri fallegu bumbu sem virðist þola alls kyns tjútt og tröppugang frá hel....
Takk fyrir okkur og Peter mundu hvað þú átt ALLTAF að segja ef Linda biður þig um eitthvað :)

Kveðja Harpa, Dóri og Víglundur Hinrik

Anonymous said...

hi harpa, ég er orðin svo gamall og gleymin. Ég man ekki allveg hvað þu sagði við mig. En mig minnir að ég ætti að svara henni að hun er bara ólett, ekki fölluð. er það ekki. og Dóri sagði að ég ætti að segja "jájá, ég geri það seinna.
takk fyrir góð ráð og samveru
kv Peter

Anonymous said...

Und schon wieder nichts auf DEUTSCH!
Sepp