Friday, 11 July 2008

Peter er í Austurríki

Á miðvikudagskvöldið fengum við símtal að afi hans Peters væri orðinn ansi slappur og ætti ekki mikið eftir. Við ákváðum að leita strax að flugi f. Peter. Hann er ekki búinn að fara heim til sín í 15 mánuði og margt svosem búið að ganga á undanfarið heima hjá honum. Á fimmtudaginn fórum við bæði i vinnuna og Peter var bara í símanum á milli mín og Austurríkis þar sem allir voru að vinna í því að finna flug, en Það er mjög dýrt að komast þarna niðureftir og þetta var frekar vonlaust. Ég fékk svo miða í gegnum vinnuna mína, bókaði og borgaði hann. Þá var það frágengið og allir fegnir að Peter gæti farið og hitt alla strax morguninn eftir. En því miður náði hann ekki að hitta afa sinn því hann lést svo á fimmtudaginn rétt eftir að flugið hafði verið borgað. Peter er sem sagt farinn til Tux í viku, sem er alveg frábært og nauðsynlegt finnst mér. Hann getur tekið þátt í að kveðja afa sinn sem hann er alinn upp með og hefur búið undir sama þaki og hann alla ævi. Afi hans hét Gottlieb Erler.

Hildur og Tinna eru hjá mér fram á þriðjudag og er ég mjög fegin að hafa þær hérna. Ég er náttúrulega búin að vera að vinna alla daga og lítið getað gert með þeim en við ætlum að eiga góða helgi saman og gera margt skemmtilegt. Þær eru góðir gestir, Hildur er búin að elda handa okkur grænmetissúpu og kaupa surprise Floedebollur handa ólettur gellunni. Tinna Rut sæta sér um að halda tískusýningar á fötunum sem hún er búin að kaupa sér, svo tekur hún okkur í smá snyrtingu og hárgreiðslu. Í gær teiknaði hún svo frábæra mynd af okkur Peter og litla barninu sem hún kalla krúsímúsí. Voða sæt.

Það er rosalega mikið að gera hjá mér í vinnunni og ég er stundum bara búin á því eftir daginn. Ég þarf að hafa mig alla við að slökkva á tölvunni og fara heim á réttum tíma. Stundum reka yndislegur vinnufélagarnir mig heim. Ég á eftir að sakna þeirra allra mjög mikið og finnst mér alveg hrikalega leiðinlegt að vera að hætta þarna. en ég ætla að vinna til 1. ágúst. Ég ferðast um á hjólinu eins og áður og finnst það frábært til að fá smá púst fyrir og eftir vinnudaginn. Ofnæmið er eiginlega alveg farið og get ég ekki lýst hamingju minni yfir því. Þvílíkur léttir.

Knús og kram til allra þarna úti.

3 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta mín, gott að stelpurnar eru hjá þér að passa þig. Vonandi var gaman hjá ykkur um helgina. Afhverju kallar hún hana ekki bara Önnu Rakel? heyri í þér flótlega sæta mína.
ask

Iris Heidur said...

Innilegar samúðarkveðjur frá okkur.

Hvernig væri svo að skella inn bumbumyndum, a.m.k. í eitt mail eða svo :)
Bið að heilsa Hildi og Tinnu
Kv, Íris

Anonymous said...

Hae elskurnar, Eg samhryggist med afa hans Peter. Verd ad segja ad eg tholi ekki thennan timamismun. Langar alltad ad hringja i thig thegar eg kem heim a kvoldin en klukkan er bara ordin svo margt hja ther. Knus til Hildar og Tinnu og thin, Peters og Evu Rakel :):):):):) Eva