Sunday, 19 August 2007

Áfram Peter!

Já, hann Peter minn lætur ekki deigann síga og tók heilt maraþon í gær! Hann setti sér markmið að vera undir 4 tímum og tók þetta svo bara á 3:20!! hann varð í 39 sæti!. Í hans flokki varð hann 17jándi! Ég hjólaði með honum alla leiðina í yndislegu veðri. Síðustu metrarnir voru magnaðir og ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að hágrenja í markinu. Ohh, ég er svo stolt af honum. Við gerðum okkur lítið fyrir og löbbuðum bara heim úr bænum, það var fínt fyrir hann til að trappa sig niður.

Ég var frekar þreytt líka eftir viðburðarríka viku. Við löbbuðum sem sagt Heklu síðasta laugadag og það var magnað. Svo tjölduðum við í Landmannalaugum og skelltum okkur skjálfandi í heita lækinn sem bjargaði nóttinni. Daginn eftir gengum við á Bláhnjúk og grænagil í Landmannalaugum. Við komum svo þreytt og ánægð heim en við tóku 2 morgunflug, hlaupaæfingar og ræktin ásamt 2 miðnæturflugum. Er ekkert smá fegin að vera í fríi í 3 daga og vonast til að vinna upp svefn og minnka þvottinn.

Fyrir ykkur sem ekki vita erum við á leið til Danmerkur í nokkur ár. Áætluð brottför er í janúar 2008! Við eigum frekar bágt með að vera lengur en í nokkra mánuði á hverjum stað svo þetta er tilvalið (nenni varla að pakka). Við erum bæði að fara í nám. Auðitað eigum við eftir að sakna allra á Íslandi og ekki síst fjallanna og skyrsins! Snökt, snökt.
En meira um það seinna
Adiu

4 comments:

Anonymous said...

VÁ bara rífandi gangur í Peter, til lukku með frábærann árangur. Enn skemmtilegra að þið séuð að flytja til Danaveldis, það er frábært að vera þar & ég get ekki annað en samgleðst ykkur. Við stefnum líka á þetta eftir xxxx???ár.
Bestu kveðjur úr sveitinni :)

Anonymous said...

Va Peter, thu ert otrulegur. Til hamingju med thetta. Va hvad eg er stolt.
Aetli vid flytjum ekki til Islands um leid og thid flytjid til Danmerkur. Thad vaeri nu typiskt.

Anonymous said...

ohh, það væri æði að fá ykkur til Íslands og þá er nú styttra að fara til Dk og hittast meira elsku Eva mín. En samt týpískt að þetta myndi hittast svona á.
kv. Linda

Anonymous said...

Peter er náttúrulega KEPPNIS, húrra fyrir honum. Við erum ógisliga stolt af honum hér í Horsens og bara ykkur báðum - alltaf svo dugleg eitthvað. Svona til að skemma söguna þá voru nú 7-8 íslendingar á undan honum, en bara einn í hans flokki :-)

Við erum frekar sátt við Danmerkurplanið hjá ykkur eins og gefur að skilja. Nú er bara spurning hvort við höngum hér í Horsens áfram eða flytjum í menninguna í Köben, en ég er nú einmitt að fara á fund þar á morgun.

Svo er planið náttúrulega langt sumarfrí næsta sumar með ykkur í bíltúr um Evrópu...bara svona ef þið vissuð það ekki :-)

Knús og kyss frá genginu á R7.

P.s. Reynum að klára grísaeyrun áður en þið komið.