Tuesday, 28 August 2007

Eru ekki allir sexý?

Oh, er búin að drekka svo mikið kaffi að það eru farnir að vaxa á mig hreifar.

Ok, er alveg búin að vera nóg í útlöndum undanfarið en september toppar þetta gjörsamlega.
Fer með mömmu til Boston næstu helgi, svo með Peter til New York helgina þar á eftir og svo kíki ég væntanlega til London í lok mánaðar.

Annars er allt fallegt að frétta. Peter stefnir á Brúarhlaupið á Selfossi á laugardaginn. (Nú vöknar Lísu um augun af stolti og er örugglega að hrópa á tölvuna: Áfram Selfoss!) Það er hálft maraþon. Ætli ég hlaupi ekki 5 km. Er að vinna alla daga fyrir hlaupið og til 23 kvöldið áður þannig að ég ætla ekki 10km. Enda bara farið einu sinni út að hlaupa síðan í maí!

Helgin var góð. Erum búin að stunda kvikmynda hátíðina í Regnboganum grimmt. Búin að sjá The Bridge, No Body is perfect, Sicko, Die Faelscher og Whithout her. Á sunnudaginn skelltum við okkur á Esjuna og þar sem það tók bara 1 og hálfann tíma fórum við bæði út að hlaupa þegar heim var komið. Bara gott veður og gaman.

Er annars mjög spennt fyrir Fusion Fitness hátíðinni í World Class Laugum 14 - 16. sept. Allir að mæta! Það verður geðveikt stuð! Kíkið á www.fusion.is

Bið að heilsa í bili.

1 comment:

Anonymous said...

Ójú allir sexý hér í DK, sérstaklega í Odense þar sem ég er á ráðstefnu með 190 mönnum og 9 konum...hehe, slapp samt ein inn á hótelherbergi með aðstoð frá yfirmanni partner support í Danmörku...hehe.

Þið verðið nú að knúsa Selfoss frá mér á laugardaginn, ég læt líka Ívar vita að þið verið með, en ég talaði við hann í gær og þá var hann frekar spenntur fyrir hlaupinu.

Ég er ótrúlega fusion að ég tala nú ekki um fitt eftir fjórréttaða máltíð kvöldsins, hvítt-rautt-svart, nat mad og for helvede slatta af öl...einhverjar 8000 kaloríur þar. En ég dansaði líka einn dans sem á örugglega eftir að redda þessu.

P.s. Ef þið ætlið að halda upp á einhver afmæli í byrjun október, þá er ég laus og á Íslandi 5. okt :-)

Jæja besta að láta renna af sér fyrir braik out sessions tomorrow.

God nat kram og kyss.