Friday 12 January 2007

Gamlar frettir a ny - Wieder alte Nachrichten

Hæ, hæ, Fyrst að ég var búin að skrifa þetta, skelli ég þessu hérna inn. Sem sagt gamlar fréttir.
Eftir skítuga ferð um Fraser Island og stutta nótt í Hervey Bay keyrðum við af stad til Arilie Beach. Ferðin tók 8-10 tíma og tók aðeins á. Við skiptumst þó á að keyra, annars er Peter meira í þeim pakka. Sólin er líka mjög sterk og ekki annað hægt en að pakka sér inn í handklæði til að brenna ekki í spað í bílnum.
Eftir enn eina stutta nótt á hosteli fórum við í siglingum um Whitsunday eyjarnar. Við vorum 14 manns á skútunni og 3 í crew. eftir að hafa keypt sjóveikistöflur, bjór og sólkrem var siglt úr fallegu höfninni. Það átti að koma stormur, en sem betur fer lét hann ekki sjá sig og fengum við því bara algjört mix af veðri, sól, hita, vind og smá rigningu. Að sjálfsögðu var sofið í kojum og sumir sváfu úti á dekki. Eftir góðann kvöldmat og mikið spjall var fairið í koju. Þá varð ég alveg græn í framan og hélt að ég myndi ekki meika nóttina en sofnaði svo á endanum. Morguninn eftir vöknuðu allir frekar krumpaðir og þyrstir eftir loftlausa nótt, en eftir góðann morgunmat var okkur hent í land á Whiteheaven beach, nafnið lýsir upplifuninni best held ég. ég var mjög fegin að fá fast land undir fæturna og komst yfir sjóveikina fljótt. Það má ekki synda hérna í sjónum nema í allsherjar galla, þið getið ýmindað ykkur hvað maður er smart. Allir skelltu sér því í galla og hlupu út í sjó. Gallarnir eru til að ,,verja" mann fyrir Stingers (einhverskonar baneitradar marglyttur). Stinger stinga mann og geta drepið mann á staðnum. Á þá staði sem að maður gat ekki gallað sig upp var sett dágóð slumma af sólarvörn og svo vonað það besta. Við vorum svo sótt á eyjuna og okkar beið frábær hádegismatur um borð í skútunni. Svo var siglt af stað og fundinn góður staður til að snorkla. Allir skelltu sér í gallana góðu óg hentu sér út í sjóinn. Það var geðveikt að snorkla þarna, rosalega falleg kóralrif og ótrúlegir fiskar. Við Peter vorum einnig svo heppin að sjá stóra skjaldböku og Peter synti með henni í smá stund. Eftir að 16 manns höfðu farið í sturtu og skipt um föt í nánast engu rými var akkerið sett niður fyrir næturstaðinn og horft á sólalagið. Daginn eftir var rosaleg gott veður og klikkað heitt og við fórum a snorkla aftur sem var frábært. Þetta var alveg frábær ferð með frábæru fólki sem við eigum eftir að vera í sambandi við í framtíðinni. Skítug og glöð gengum við í land og sóttum bílinn og farangurinn okkar.
Af stað héldum við norður í átt að Cairns. Planið var að keyra bara í 3 tíma og svo finna næsturstað og halda svo aftur að stað í 4 tíma. En þegar við vorum byrjuð að keyra ákváðum við að halda bara áfram og sjá hversu langt við kæmumst. Allt dótið okkar var útum allt í bílnum, öll fötin og við skítug svo að allt skipti bara engu máli. Við snæddum svo dýrindis feta ost og tómata í einhverjum bæ og keyrðum lengra. Í Innersfail var þetta orðið gott af keyrslu og við lögðum bílnum á einhverju bílastæði og fórum að sofa. Nóttin var viðburðarík í 100% raka og loftleysi. Peter svaf eins og steinn og ég var alltaf að brölta eitthvað. ég þorði samt ekki útúr bílnum til að anda því það var einhver risahundur þarna á sveimi og einnig aðrir bílar með sofandi fólki í. Við vöknuðum eins og gefur að skilja mjög snemma og fórum niður á strönd að borða morgun mat. Pössuðum okkur þó á að vera ekki of nálægt vatninu, svo að við yrðum ekki að morgunmat einhvers krókódíls. Núna vorum við komin á regnskóga og hitabeltis svæði og því allskonar kvikindi hér að finna. Við skelltum okkur í heimsókn á krókódílabúgarð og kallinum leist svo vel á okkur að hann bauð okkur vinnu. Einnig spurði hann hvort að ég myndi vilja kaupa litla kengúru fyrir 10 dollara. ég svaraði að ég væri meira en til í það en ég gæti ekki tekið hana með: ,,taka hana með! ég held nú ekki, þú hendir henni inn til krókídílanna!" Nei takk, tek bara brauð handa kengúrunum í staðinn. Myndirnar tala svo sínu máli.
Næsti áfanga staður var svo Port Douglas sem er aðeins norðar en Cairns. Fallegur bær þar sem við fórum á mótelið sem ég talaði um hérna síðast. Í dag (7.jan) fórum við í dagsferð um Cape tribulation svæðið sem er World Heritage svæði (Þingvellir lika). Hér er elsti regnskógur í heimi og mikið af sérstökum plöntum og dýrum - og krókódílum. Við sigldum niður Daintree ánna í leit að krókó og slöngum. Við vorum geðveikt heppin og sáum fullt. Það er nefnilega fengi tími og ekki margir krókóar á sveimi. Krókóinn á árbakkanum er akfeitur af eggjum og sá sem er í ánni (myndir) er Scarface, hann er alræmdur á svæðinu, ásamt Alberti feita. einnig gegnum við í gegnum regnskóginn, fengum grillveislu úti í skóg, drukkum kaffi á ströndinn sem the Blue Lagoon myndin var tekin upp og kíktum á margt fleira skemmtilegt. Þrusu góðir daga að baki og fleiri ævintýri bíða okkar í Cairns og Sidney.

Cairns og Sydney:
Allt bara snilld.
Fórum í dagsferð út á Great Barrier Reef!! ótrúleg upplifun, fórum í 30 min köfun og snorkludum okkur til óbóta. Held að ég gæti orðið sjávarlíffræðingur eftir þetta allt saman og ég sem þoli ekki að synda i sjó! Ég krassaði á rif og skrapaði á mér löppina í byrjun dagsins, ekki mjög þæginleg upplifun, en samt bara gaman að slasa sig á þessum ótrúleg stað, hehehe. Á leiðinni í land var mikið fjör, söngur og leikir. Elvis sá um að halda uppi stuðinu, í þetta skiptið var hann svartur með sítt hár, geðveikt fyndinn gaur.
Sydney var líka frábær, gott veður og yndisleg borg, eins og allt annað hérna í OZ. Ef að það er eitthvað sem Ástralir kunna þá er það arkitektúr og brúarsmíð, klöppum fyrir þeim! Einnig fórum við í frábæra ferð um Blue Mountains sem eru í um 2 tíma fjarlægð frá Sydney. Gengum þar í 37 stiga hita í gegnum regnskóga og upp niður kletta. Mjög gaman.
Ekki var mikið um laus herbergi í Sydney svo að við enduðum í verri helmingnum á borginni, Kings Cross. Lonely Planet bókin lýsir hverfinu sem slíku: The Cross is a bizarre cocktail of stip joints, prostitution, crime and drugs - shaken and stirred! Takk fyrir góðann daginn. en þetta var bara ágætt. Happy Hocker voru beint á móti og Love machines við hliðina á, hvað vill maður meira. Það varð múgæsingur á götunni þegar hórurnar ákváðu að kíkja út í sígó eina nóttina, ekki mikið klæddar greyin og var þeim hent inn af security gaurunum eftir stuttann smók. Það bankaði upp á hjá okkur maður í gærkveldi og sagði bara ,,sorry", þegar ég opnaði herbergið ógnvekjandi í rauðum bangsa náttfötum. Í morgun kom í ljós að tveir gaurar fóru í ránsferð um hostelið og við bara heppin að vera heima. Ég þurfti að gefa lýsingu á manninum og missti næstum því af lestinni út á flugvöll fyrir vikið, bloody criminals!



OZZI OZZI OZZI und auf wiedersehen
Die warscheinlich letzten Zeilen aus OZ (Australien)
Ja und nach der sandigen Fraser Island Tour sind wir dann am naechsten Tag von Harvey Bay nach Arlie Beach gefahren, natuerlich fast immer auf der linken Seite. Fuer das kurze Stueck haben wir fast 10 Stunden gebraucht. Also nur ein Katzensprung fuer australische Verhaeltnisse. Auf dem Weg da hoch haben wir viele Kangurus, Koalas, Frösche, Vögel,.... gesehen. Leider nur auf oder an der Strasse liegend. Wir selber haben auch unseren Beitrag dazu geleistet. 2 Frösche und ein, "ich weiss nicht was", das war aber ein bisschen groesser und mit Haaren.
Von Arlie aus sind wir dann mit der Eureka, unserer Jacht, 3 Tage lang von Riff zu Insel .... herumgesegelt. Ein Stop war am Whiteheaven Beach, dem schönste Strand ueberhaupt. Wie der Name schon sagt, weisser Sand, klares Wasser , nur zum Schwimmen muss man in einen Stinger Anzug. Denn 8 Monate im Jahr sind gefaehrliche Quallen ueberall an der Ostkueste zu finden. Dann waren wir schnorcheln, natuerlich auch im Rennanzug, dabei haben wir als einzigen in der 14 koepfigen Gruppe eine Schildkröte gesehen. Das war schon nicht schlecht.
Nach der Segeltour sind wir dann gleich weiter hoch in den Sueden gefahren. Geplant waren 3 Stunden fahrt, und dann den naechsten Tag weiter, doch da uns das linksfahren so viel spass machte sind wir halt fast ganz hoch gefahren. Doch spaet Abends ist es halt schwer ein Zimmer zu finden, also haben wir uns einfach einen Kosy Parkplatz gesucht, und es uns in unserem riessen Hyndai Getz gemuetlich gemacht. Ich hab geschlafen wie ein Stein, doch meine bessere Haelfte hat sich da ein bisschen schwerer getan.
Am naechsten Tag sind wir dann an Crains vorbei hoch ins 60km entfernte tropische Port Douglas. Dort haben wir eine Urwaldsafari hoch nach Cap Tripulation unternommen wobei wir unsere erste Schlange und Krokodile in freier Natur gesehen. Und natuerlich vieles mehr. Und noch was am Rande,
Dann sind wir wieder zurueck nach Cairns, und von dort aus ans Great Barrier Reef. An den ausseren Rand, so etwa 35-40km vom Hafen entfernt. Also 90 min mit dem riessigen high speed Catermaran. Dort haben wir unseren ersten Tauchgang gemacht und natuerlich wieder Schnorcheln. Leider haben wir dort keine Haie gesehen, dafuer aber von kleine Nemos bis zu gewaltigen Muscheln alles vorhanden.
Vorgestern sind wir dann nach Sydney geflogen, unser 10er Flug, Einen Tag sind wir in die Blue Mountains gefahren, und gestern haben wir uns alles in Sydney selbst angeschaut. Also ich kann nur sagen, so eine Reise ist schwerst Arbeit.
Heute sind wir nach Neuseeland, Auckland, Flug nr 11 und in 2 Stunden gehts dann weiter nach Christchurch, nr 12. Mehr davon spaeter.

10 comments:

Anonymous said...

Hamast eins og kiwi við staur...klöppum fyrir þeim...bara stuð á minni.
ask

Anonymous said...

Vá Linda og Peter í Paradís, þetta lítur út eins og stórkostleg náttúrulífsmynd eða sérstaklega spennandi þáttur af Nágrönnum. Algjörlega óraunverulegt þar sem maður situr heima og veit ekki hvort bíllinn á eftir að losna úr stæðinu á morgun. Hafið það áfram svona æðislegt.
Kveðja Eva Hrönn

Anonymous said...

Hellú, erum að fara frá Wanaka yfir til Franz Josef Glacier í dag. Frábært veður og allt yndislegt. Höfum því miður ekki tíma í meiri skrif. Takk allir fyrir komment, eömail og símhringingjar.
Hafið það gott.
Linda og Peter í Kiwi landi

SGFJ said...

Vá hvað ég öfunda ykkur þetta er örugglega bara geðveikt. Hvernig er það svo stoppið þið ekki í köben í bakaleiðinni?

SGFJ said...

Vá hvað ég öfunda ykkur þetta er örugglega bara geðveikt. Hvernig er það svo stoppið þið ekki í köben í bakaleiðinni?

Anonymous said...

Sæl,Peter og Linda.
Gleðilegt nýtt ár.
Farið varlega ad keyra á móti umferðinni ég þekki það í Þýskalandi,Linda láttu Peter vera meira í hvíta bolnum með fallega merkinu á.Og endilega meira af myndum af morgunmatnum hjá Peter. Takk fyrir póstkortið.
Kveðja,
Friðrik og Árný

Anonymous said...

Hæ, sæta fólk.
Var að velta því fyrir mér hvaða dót þetta væri aftan í honum litla rauð. Ég er að fara í endurvinnsluna á morgun, á ég að fara með dósapokann ykkar í leiðinni. Gæti sett bara bensín á hann fyrir aurinn. Þá er nóg á honum þegar þið komið. Á að henda borðinu eða hvað? Bara tjekka hvort ég ætti að gera eitthvað við þetta. Skila svo litla rauð á morgun því að við vorum að kaupa bíl. Vei, voða flottan. Mitshubithi Outlander 2004. Ekki búin að selja Ravinn samt. Hafið það gott.
P.s litli rauður er besti bíll í snjó sem ég veit um.
takk fyrir lánið og allt. Láttu mig vita með dótið aftur í. ask

Anonymous said...

Hi, vid sjalf aftur! Thad tekur ar og daga a logga sig inn a siduna herna svo ad eg skrifa bara komment. Erum i Nelson og klarum ferd okkar um Sudur eyjuna a morgun. Tha tokum vid feju yfir a N- eyjuna og tokum hana i nefid. Allt hefur gengid glimrandi go vid erum mjog hrifina af landi og thjod.
Eg er ad hressast eftir veikindi....to be continued

Anonymous said...

....Thurfti ad skipta um tolvu. Ja, er buin ad vera veik og thad hefur ekki verid hressandi skal eg segja ykkur. Nadi samt ad labba ad tveimr joklum, fara i gullgrofun, skoda ponnukokuklettanna og elda mat i Westport allt a einum versta degi veikindanna. Hekk bara a bilbeltinu a milli atrida eda lagdi mig aftur i i bilnum. Er vonandi ad hressast thvi ad fallhlifarstokk ofl er a programmi naestu daga. Peter for i haesta Bungy her i NZ thad var gedveikt. En skrifum meira seinna. Linda og Petr

Anonymous said...

Hæ elskurnar og takk fyrir að hringja í morgun og muna eftir Björgvin Franz. Þið eruð alveg að standa ykkur, köfun, fallhlífarstökk, fjallgöngur í brjáluðu veðri...er þetta ekki orðið ágætt í bili - taka bara sólbað á Tælandi í 3 vikur næst :-)

Ástarkveðjur frá ástarpungunum í Horsens.